Ábyrgð stjórnenda

Hvernig ber að skilja kröfu um skipurit iðjuvers þar sem ábyrgðarmaður er ekki starfsmaður viðkomandi fyrirtækis?

Svar:

Skipurit fyrirtækis, með nöfnum stjórnenda skal vera til staðar eftir því sem við á. Ef ábyrgðarmaður er ekki starfsmaður viðkomandi fyrirtækis og því ekki á skipuriti skal gera grein fyrir hvernig hann tengist skipuriti, t.d. með því að teikna tengsl hans inn með brotalínu eða á annan hátt gera grein fyrir ábyrgð hans og forræði.