Nánari lýsing:

Fyrirsjáanlegar eru breytingar á rekstrarfyrirkomulagi rafveitna í þá veru að hefðbundinni vinnu við nýframkvæmdir, breytingar og viðhald dreifikerfis verði úthýst til þjónustuaðila á því sviði. Þjónustuaðili getur verið hvort heldur er, annað fyrirtæki eða sérstakt svið innan viðkomandi rafveitu sem starfar óháð ábyrgðarmanni hennar.

Skýra þarf hvernig beri að taka á því í öryggisstjórnunarkerfi rafveitunnar og hvaða kröfur þjónustuaðila beri að uppfylla.

Svar:

Innri Þjónustuaðili getur verið annað fyrirtæki eða sérstakt svið innan viðkomandi rafveitu sem starfar óháð ábyrgðarmanni hennar. Eftirfarandi á jafnt við um bæði tilvikin.

Þá má einnig greina á milli þjónustuaðila eftir því hvort þeir starfa sem sjálfstæður aðili með eigin ábyrgðarmanni, ellegar hvort þjónustan felst í því að leggja rafveitunni til starfsmenn sem vinna síðan innan öryggisstjórnunarkerfis rafveitunnar á sama hátt og um hennar eigin starfsmenn væri að ræða. Hér verður eingöngu fjallað um fyrra tilvikið, enda gilda um síðara tilvikið alveg sömu kröfur og væru starfsmennirnir starfsmenn rafveitunnar.

Tilgangur rur og krafna um öryggisstjórnunarkerfi rafveitna er að draga sem mest úr hættu og tjóni af raforkuvirkjum og truflunum á og af völdum starfrækslu þeirra, m.a. með því að tryggja að virki uppfylli kröfur og öryggi manna við vinnu sé tryggt.

Ljóst má vera að samkvæmt ákvæðum 5. gr. laga nr. 146/1996 og kafla 1.5 í rur er skýr krafa gerð um að rafveitan beri ábyrgð á eigin raforkuvirkjum, ástandi þeirra og eftirliti, bæði nýjum virkjum og virkjum í rekstri, ásamt því að tryggja öryggi þeirra vegna.

Þrátt fyrir að vinnu við raforkuvirki verði úthýst breytir það ekki því að um er að ræða raforkuvirki rafveitunnar. Það er því hennar að uppfylla framangreindar kröfur eftir sem áður. Á það við um raforkuvirki í rekstri og ný raforkuvirki.

Rafveitunni ber að skipta við hæfan þjónustuaðila, sem m.a. felur í sér að hann er löggiltur rafverktaki. Ef um er að ræða háspennuvirki þarf A-löggildingu, annars B-löggildingu. Hér eftir verður vísað til þjónustuaðila sem rafverktaka.

Rafveitunni ber jafnframt að hafa eftirlit með virkjum og tryggja að innri og ytri skoðanir séu gerðar. Framkvæmd innri skoðana getur verið á mismunandi vegu, í höndum rafverktakans, rafveitunnar eða þriðja aðila, en óháð framkvæmdinni ber rafveitunni að vista í eigin skrám skjöl um niðurstöður skoðana og úrbætur sem gerðar hafa verið.

Ef gerð er ytri skoðun við afhendingu raforkuvirkis er nægjanlegt að vista niðurstöður hennar ásamt upplýsingum um úrbætur sem gerðar hafa verið. Í slíkum tilvikum er nægjanlegt að gögn um skoðanir rafverktakans (innri skoðun) séu vistaðar í skrám hans.

Almennt gildir að rafveitunni bera að tryggja að skrár hennar um virki, frávik og úrbætur á virkjum séu réttar og fullnægjandi.

Rafveitunni ber einnig að tryggja að verklag og öryggisstjórnun rafverktakans fullnægi þeim kröfum sem eiga sérstaklega við um rafveituna og fullnægjandi samhæfing sé á milli aðila. Þannig þurfa hæfiskröfur til starfsmanna rafverktakans að vera skýrar af hálfu rafveitunnar og í samræmi eðli verkanna og starfsemi rafveitunnar.

Ábyrgðarskipting og vinnuferlar við aðgerðarstjórnun og rof þurfa að vera skýrir og ljósir á milli aðila. Viðbrögð við hættu- og neyðarástandi þurfa að taka mið af starfsemi og öryggisstjórnunarkerfi rafveitunnar og vera samræmd á milli aðila. Stjórnun aðgangs að raforkuvirkjum þarf að uppfylla kröfur, sjá reglur um skoðun raforkuvirkja.

Rafveitunni ber að gera hæfismat á rafverktaka m.a. með hliðsjón af framangreindum atriðum. Henni ber einnig að fylgjast starfsemi hans og endurtaka hæfismatið eftir því sem við á. Framkvæmdaeftirlit skal vera hluti af eftirliti rafveitunnar.

Kröfur rafveitu til rafverktaka og eftirlit skal m.a. innifela eftirtalin atriði: 

Rafverktaka ber að starfa á ábyrgð löggilts rafverktaka og hafa öryggisstjórnunarkerfi sem uppfyllir VLR 10.

Rafverktaka ber að samþykkja eftirlit rafveitunnar og uppfylla þær kröfur sem rafveitunni ber að gera til hans, sbr. framangreint.

Rafverktaki skal gera skýrar og viðeigandi kröfur til undirverktaka í þjónustu sinni og framfylgja þeim kröfum sem rafveita gerir til rafverktaka gagnvart undirverktaka.

Rafverktaki skal tryggja að starfsemi undirverktaka setji á engan hátt skorður við eftirliti rafveitunnar með rafverktaka.

Rafverktaki skal gera hæfiskröfur og hæfismat á undirverktaka og bera ábyrgð á að innra eftirlit rafverktaka sé einnig tryggt að því er varðar starfsemi undirverktaka.

Í töflu A hér á eftir má sjá yfirlit um nokkur mikilvæg atriði sem hafa ber í huga við úthýsingu vinnuflokka.

Tafla A. Nokkur mikilvæg atriði til athugunar við úthýsingu vinnuflokka Hluti öryggisstjórnunar Kröfur til ábyrgðarmanns rafveitu Kröfur til ábyrgðarmanns vinnuflokks

Ábyrgðarmaður Tryggja að aðeins sé skipti við hæfa þjónustuaðila Löggildingarhafi ber ábyrgð á vinnu vinnuflokks

Ábyrgð stjórnenda Skilgreina tengsl milli ábyrgðarmanns og vinnuflokks Skilgreina tengsl milli ábyrgðarmanns og vinnuflokks

Aðgangur að raforkuvirkjum Gera kröfu til rafverktaka um lyklaskráningu og skrá hvaða lykla rafverktaki ber ábyrgð á Löggildingarhafi ber ábyrgð á öllum lyklum vinnuflokks gagnvart rafveitu. Hann annast aðgangsstjórn innan vinnuflokks

Eftirlitsferlar Rafveitan skal tryggja eftirlit með virkjum Rafverktaki hefur eftirlit með eigin verkum. Hann annast framkvæmd innri skoðana skv. nánara samkomulagi við rafveitu og skilar niðurstöðum skoðana og yfirliti um úrbætur til rafveitu

Fyrirmæli Skv. VLR 1 Skv. VLR 10 með viðbótum

Hættu- og neyðarástand Rafveitan skal gera kröfu til rafverktaka um viðbrögð við hættu- og neyðarástandi og tryggir samhæfingu. Hún uppfyllir einnig kröfur í skoðunarreglum sem að henni snúa og ber ábyrgð á skýrslugerð til Neytendastofu Rafverktaki skal fullnægja kröfum um hættu- og neyðarástand í samræmi við skoðunarreglur og kröfur rafveitu.

innri úttektir Skv. skoðunarreglum Skv. skoðunarreglum

Kunnáttumenn og þjálfun Rafveitan skilgreinir hæfiskröfur í samræmi við eðli verka sem rafverktaka ber að leysa og starfsemi rafveitunnar Rafverktaki tryggir að hæfniskröfum og kröfum í skoðunarreglum sé fullnægt

Skrár og skýrslur /skrár um virki

Ábyrgð rafveitu Skv. VLR 10 með viðbótum

Skrár um virki Ábyrgð rafveitu

Úrvinnsla og athugasemdir Rafveita ber endanlega ábyrgð á ástandi raforkuvirkja. Ábyrgðarskipting milli rafveitu og rafverktaka um úrvinnslu athugasemda og lagfæringa skal að öðru leyti vera skýr Rafverktaki ber ábyrgð á úrvinnslu frávika í samræmi við nánara samkomulag við rafveitu

Vinnuferlar Rafveitu ber að gera kröfur til rafverktaka og fylgjast með starfsemi hans. Henni ber að tryggja fullnægjandi samhæfingu milli aðila, sérstaklega m.t.t. aðgerðarstjórnunar og vinnu við rof Rafverktaki ber ábyrgð á að vinnuferlar fullnægi kröfum í skoðunarreglum og að framfylgja kröfum rafveitunnar, m.a. vegna samhæfingar milli aðila