Hvernig eiga iðjuver á 5 ára reglu að haga upplýsingagjöf og ytri skoðun virkja?

Nánari lýsing:

Hvernig eiga iðjuver sem hafa valið 5 ára heildarskoðunarferil að gera grein fyrir nýjum og breyttum virkjum og eigin skoðunum eldri og nýrra virkja? Ennfremur, ef lágspennubúnaður er innan öryggisstjórnunarkerfis, þarf skoðunarstofa að framkvæma heildarskoðun á því öllu við 5 ára skoðun, ellegar aðeins nýjum og breyttum, eða úrtaki valið á annan hátt ?

Greinargerð:

5 ára regla kveður á um undanþágu frá 3-5 í gr. 1.5.2 rur. Eðli málsins samkvæmt eru þau þá jafnframt undanþegin gr. 1.5.3 „Eftirlit með virkjum“ sem er nánari útfærsla á 1.5.2. VL 6 er nánari útfærsla á framkvæmd eftirlits á gr.1.5.3 og á því heldur ekki við. VLR 2 fjallar um skoðun eigin virkja og á því heldur ekki við. Þrátt fyrir það eru í VLR 2 ákvæði um upplýsingagjöf til Mannvirkjastofnunar um fyrirhugaðar framkvæmdir og ný / breytt virki, sem Mannvirkjastofnun getur óskað áfram eftir á grundvelli gr. 2.9 rur, sem kveður á um almenna upplýsingaskyldu. Eðlilegt er að óska áfram eftir þeim upplýsingum. Þannig er haldið samræmi við þá reglu að Mannvirkjastofnun hafi beint eða óbeint upplýsingar um öll ný og breytt raforkuvirki eða neysluveitur.

Svar:

Iðjuver sem eru á 5 ára reglu skulu haga upplýsingagjöf og ytri skoðunum virkja þannig:

Árlega skal senda yfirlit um fyrirhugaðar nýframkvæmdir, eða staðfestingu þess að engar séu fyrirhugaðar.

Árlega skal senda yfirlit um ný og breytt virki síðasta árs.

Við 5 ára heildarskoðun skal skoðunarstofa gera heildarskoðun á háspennuhluta.

Úr  lágspennubúnaði sem skilgreindur er innan öryggisstjórnunarkerfisins skal velja úrtak til skoðunar sem nemi a.m.k. 10% nýrra og breyttra virkja síðustu 5 ára og um 3% eldri virkja. Skal ábyrgðarmaður iðjuvers velja úrtakið.