Hvernig skal sannreyna kröfu um virkni ábyrgðarmanns?

Nánari lýsing:

Hvernig ber skoðunarstofu að sannreyna að kröfu um virka ábyrga ábyrgðarmanns sé fullnægt, sérstaklega í iðjuverum þar sem ábyrgðarmaður er ekki starfsmaður viðkomandi fyrirtækis.

Svar:

A) Ábyrgðarmaður innan fyrirtækis:

Skipurit eða sambærileg lýsing ábyrgðarskiptingar innan fyrirtækis þarf að sýna fram á að ábyrgðarmaður fari í reynd með forræði þeirra mála sem ábyrgð hans nær til,

B) Ábyrgðarmaður utan fyrirtækis:

Kanna þarf hvort ábyrgðarmanni hafi ígildi valda og fjárforræðis skv. kröfu í orðsendingu 1/84, þannig að hann fari í reynd með forræði þeirra mála sem ábyrgð hans nær til, meðal annars með:

- viðtali við stjórnendur fyrirtækis um almennt fyrirkomulag ábyrgðar

- kanna viðhorf  stjórnenda um afgreiðslu í tilteknum dæmum,

- kanna dæmi, þar sem reynt hefur á ábyrgðina.