Hversu umfangsmikið þarf verk að vera til þess að það sé tilkynningarskylt?

Svar:

Í verklagsreglu Mannvirkjastofnunar, VLR 13, kemur fram að nýlagnir og meiriháttar breytingar á raflögnum séu tilkynningaskyldar. Í verklagsreglunni eru einnig að finna frekari upplýsingar um hvaða raflagnir á að tilkynna. Auk þess að tilkynna til Mannvirkjastofnunar ætti rafverktaki við verklok að afhenda viðskiptavini sínum afrit af tilkynningu um neysluveitu og einnig byggingarstjóra sé um þess háttar framkvæmd að ræða.