Í hvaða hæð eiga tenglar á svölum að vera?

Svar:

Í gr. 801.53 í ÍST 200:2006 kemur fram að tenglar utanhúss skuli vera í 1,5m hæð frá jörðu eða í læstum skáp.

Ofangreint ákvæði á einungis við ef lögnin er ekki hluti byggingar, t.d. ef um er að ræða rafdreifingu í garði. Tenglar á svölum teljast vera hluti af almennri raflögn hússins og um þá gilda þá almennar reglur um ytri áhrif, aðstæður og varbúnað.