Aðgangur að raforkuvirkjum

Má gefa stjórnendum veitu, sem ekki eru kunnáttumenn, aðgang að virkjum?

Nánari lýsing:

Er ábyrgðarmanni leyfilegt að gefa öðrum en kunnáttumönnum ótímabundin aðgang að virkjum, t.d. fjármálastjóra, innkaupastjóra eða veitustjóra?

Svar:

Nei, ótímabundinn aðgangur er bundinn við kunnáttumenn. Sé nauðsynlegt að veita t.d. stjórnendum rafveitu aðgang að raforkuvirkjum skulu þeir hafa hlotið viðeigandi þjálfun sem kunnáttumenn og vera skráðir sem kunnáttumenn og handhafar lykla.