Má nota vatnsrör sem jarðskaut í TT-kerfi?

Svar:

Ekki má nota vatnspípukerfi sem jarðskaut í TT-kerfi.

Í gr. 542.2.3 í ÍST 200:2006 kemur m.a. fram að ein gerð jarðskauta sem nota megi sé rör. Með því er átt við rör, úr viðeigandi efni, sem hafa það sérstaka hlutverk að vera jarðskaut, ekki rör sem hafa annað aðalhlutverk, ekki síst þegar um er að ræða vatnspípukerfi sem breytt getur verið án aðkomu eigenda neysluveitna.

Bent er á að erfitt getur verið að tryggja útleysingu í TT-kerfi, sbr. gr. 413.1.4 í ÍST 200:2006, nema með notkun bilunarstraumsrofa.