Má rafvirki með sveinsréttindi taka að sér verk í eigin nafni?

Nánari lýsing:

Er rafvirkja með sveinsréttindi heimilt að taka að sér einhver verk í eigin nafni án þess að meistaralærður maður komi þar að? Hér er átt við smáverk.

Svar:

Nei, rafvirkja með sveinsréttindi er ekki heimilt að taka að sér verk í eigin nafni. Einungis löggiltum rafverktaka með löggildingu Mannvirkjastofnunar til rafvirkjunarstarfa er heimilt að taka að sér í eigin nafni verk sem falla undir rur.