Innri úttektir

Má umsjónarmaður rafmagnsöryggismála annast innri úttektir?

Nánari lýsing:

Umsjónarmaður rafmagnsöryggismála rafveitunnar er fulltrúi ábyrgðarmanns og annast umsjón með öryggisstjórnun rafveitu, samskipti við Mannvirkjastofnun, kynningar kerfisins fyrir starfsmönnum. Hann hefur yfirsýn yfir úttekt á öryggisstjórnuninni og skráningu í gagnasafn, varðveitir handbókina, jafnframt því að stjórna starfshópi um rafmagnsöryggismál og stjórna innri úttektum. Getur hann jafnramt framkvæmt úttektir?

Svar:

Innri úttektarmenn skulu vera óháðir því sem þeir taka út eftir því sem við verður komið. Gegni úttektarmaður sjálfur hlutverki í öryggisstjórnunarkerfi veitunnar skal hann því ekki annast úttekt á því atriði öryggisstjórnunarkerfisins sem varðar hann sjálfan. Hann getur að öðru leyti annast úttektir, svo fremi sem hann uppfylli hæfiskröfur til úttektarmanna, sjá reglur um skoðun raforkuvirkja. Það á við um umsjónarmann rafmagnsöryggismála eins og aðra starfsmenn.