Kunnáttumenn og þjálfun

Mega aðrir en kunnáttumenn annast rof með fjarstýrðum búnaði í litlu iðjuveri?

Nánari lýsing:

Rofabúnaður er fjarstýranlegur og ákveðnir starfsmenn sem geta rofið á þann hátt. Þeir koma aldrei sjálfir nálægt háspennubúnaði. Þurfa þeir að vera skilgreindir sem kunnáttumenn?

Svar:

Þurfi viðkomandi starfsmenn að búa yfir kunnáttu sem varðar öryggisstjórnunarkerfið, þ.e. að hafa fengið leiðbeiningar frá ábyrgðarmanni um hvernig og undir hvaða kringumstæðum má og skuli fjarstýra rofabúnaði er þess krafist að aðeins kunnáttumenn annist þetta.