Mega tvö dreifikerfi tengjast sömu neysluveitu?

Svar:

Mannvirkjastofnun gerir ekki athugasemd við að tvö dreifikerfi séu tengd við sömu neysluveituna, svo fremi sem gripið sé til viðeigandi ráðstafana, t.d. að aðskilja þau með skiptirofa eða á annan fullnægjandi hátt. Einnig þarf að koma fyrir greinar- og endingargóðum merkingum um það á áberandi stað, t.d. í eða við töflu, sbr. gr. 806.4.7.3 í ÍST 200:2006.