Vinnuferlar

Mega vaktmenn fiskeldisstöðvar taka út rofa í forföllum kunnáttumanns?

Nánari lýsing:

Er ábyrgðarmanni heimilt að þjálfa vaktmenn til þess að taka út rofa í forföllum þess kunnáttumanns sem venjulega annast það verkefni, t.d. utan venjulegs vinnutíma. Aðgerðin er einföld og felst í því að slá út innkomandi háspennurofa til þess að innsetning varaafls sé möguleg, þegar rekstrartruflanir verða.

Svar:

Skilgreina má vaktmennina sem kunnáttumenn til þeirra verka sem gera má ráð fyrir að þeir valdi, að því tilskyldu að þeir fái  nauðsynlega þjálfun. Þar sem fyrirhugað verk þeirra er einfalt og virkið sömuleiðis einfalt má ætla að ekki sé nauðsynlegt að um fagmenn á rafmagnssviði sé að ræða, en það er hlutverk ábyrgðarmanns að meta það. Viðkomandi kunnáttumenn þurfa að fá aðgang að virkinu, sem felur í sér að þeir fái til lykil í vörslu sína og að með það sé farið í samræmi við kröfur um skráningu og afhendingu lykla sem veita aðgang að raforkuvirkjum, sjá reglur um skoðun innri öryggisstjórnunar rafveitna.