Ábyrgðarmaður

Nægir rafræn undirritun á yfirlýsingu ábyrgðarmanns?

Nánari lýsing:

Í öryggisstjórnunarkerfinu eru skjöl sem innihalda yfirlýsingu ábyrgðarmanns, og öll skjöl öryggisstjórnunarkerfisins eru undirrituð rafrænt.

Svar:

Í reglum um skoðun innri öryggisstjórnunar rafveitna, sjá „Ábyrgðarmaður“, er skýrt tekið fram að til staðar skuli vera undirrituð yfirlýsing ábyrgðarmanns. Það er álit Mannvirkjastofnunar að með undirritun sé í þessu tilviki átt við hefðbundna undirritun skjals á pappírsformi.