Almenn atriði

Þarf að skoða öryggisstjórnunarkerfi rafveitu eða iðjuvers aftur eftir að úrbætur hafa verið gerðar vegna athugasemda skoðunarstofu eða nægir skrifleg greinargerð til Mannvirkjastofnunar?

Svar:

Í flestum tilvikum er nægjanlegt að gera skriflega greinargerð þar sem fram kemur hvernig brugðist hefur verið við hverri einstakri athugasemd sem komið hefur fram í skoðun skoðunarstofu. Fram þarf að koma með hvaða hætti hefur verið brugðist við þannig að sýnilegt sé hvort úrbætur séu fullnægjandi.

Mannvirkjastofnun áskilur sér rétt til að krefjast þess að greinargerð sé í formi nýrrar skoðunarskýrslu skoðunarstofu, ef athugasemdir eru margar og alvarlegar, sérstaklega ef úrbætur fela ekki aðeins í sér einfaldar endurbætur. Ef sú er raunin gerir Mannvirkjastofnun grein fyrir þeirri kröfu skriflega þegar stofnunin hefur lokið yfirferð á skoðunarskýrslu.