Vinnuferlar

Þurfa eigin skoðunarmenn rafveitu að vera tveir við virkjaskoðanir?

Svar:

Samkvæmt orðsendingu nr.1/84 er þess krafist að minnsta kosti tveir menn séu viðstaddir, þegar unnið er nálægt eða í háspennuvirki, (sjá gr.8.2.3 í 1/84). Með því er átt við að ef vinnan er þess eðlis að snertispennuvörn er gerð óvirk, að hluta til eða öllu leyti. Dæmi um það getur verið ef rofaskápar er opnaður.

Þetta á jafnt við skoðunarvinnu eins og aðra vinnu. Ef vinnan krefst þess ekki að gengið sé á snertispennuvörn, t.d. við sjónskoðun útivirkis eða loftlínu, sem framkvæmd er af jörðu niðri á framangreind krafa ekki við. Ennfremur á þetta einungis við háspennu, en við skoðunarvinnu við lágspennu má einn maður framkvæma, sjá gr.19.1 í 1/84.