Framleiðandi og innflytjandi

Almennar skyldur

Samkvæmt lögum nr. 42/2009 sem innleiða tilskipun 2009/125/EB ber framleiðendum, innflytjendum eða viðurkenndum fulltrúum þeirra á orkutengdum vörum að uppfylla kröfur um visthönnun. Kröfurnar ná til vara sem eru settar á markað innan Evrópska efnahagssvæðisins.  

• Framleiðanda eða viðurkenndur fulltrúi hans er skylt að tryggja að samræmismat vöru hafi farið fram áður en vara er flutt inn eða markaðssett.
• Framleiðanda eða viðurkenndum fulltrúum hans er skylt að samræmismat sem hefur verið framkvæmt og útgefnar samræmisyfirlýsingar í að minnsta kosti 10 ár eftir að framleiðsla vöru lýkur. Berist framleiðanda eða fulltrúa hans beiðni um gögn þar af lútandi frá Mannvirkjastofnun skulu þau gerð aðgengileg innan 10 daga frá viðtöku beiðninnar. Vara skal berar CE-samræmismerki, sem er samansett af upphafsstöfunum „CE“, áður en hún er sett á markað eða tekin til notkunar.
• Ef vara ber nú þegar CE-samræmismerki skal litið svo á að samræmismerkið sé staðfesting á því að hún fullnægi kröfum sem gerðar eru samkvæmt lögum og reglugerðum settar á grundvelli þeirra.
• Framleiðandi eða viðurkenndur fulltrúi hans, sem flytur inn vörur, ber ábyrgð á að vörur hans uppfylli orkunýtnikröfur samkvæmt lögum og reglum sem settar hafa verið.
• Ef hvorki framleiðandi eða viðurkenndur fulltrúi hans er staðsettur innan EES-svæðisins ber innflytjandi ábyrgð á því að markaðssettar vörur séu í samræmi við orkunýtnikröfur sem gerðar hafa verið. Innflytjandi ber einnig ábyrgð á því að samræmisyfirlýsing og tæknilegar upplýsingar séu aðgengilegar eins og gert er ráð fyrir í lögum nr. 42/2009 og viðeigandi reglugerðum.
• Framleiðandi skal tryggja að neytendur fái upplýsingar um umhverfiseiginleika og afköst vöru sem tengjast orkunotkun og ráðleggja þeim hvernig skuli nota vöruna á umhverfisvænan hátt.
Nánar um lög um visthönnun vöru sem tengist orkunotkun
Sjá nánar yfirlit um einstakar vörur og viðeigandi reglugerðir

Samræmisyfirlýsingar

Í samræmisyfirlýsingum eiga eftirfarandi atriði að koma fram: 

  1. Nafn og heimilisfang framleiðanda eða viðurkennds fulltrúa hans.
  2. Lýsing á vörunni, svo sem vörunúmer eða aðrar upplýsingar sem nægja til að bera kennsl á hana án alls vafa. 
  3. Ef við á, tilvísanir í þá samhæfðu staðla sem notaðir eru. 
  4. Ef við á, aðrir tæknistaðlar og forskriftir sem notaðir eru. 
  5. Ef við á, tilvísun í aðra löggjöf þar sem kveðið er á um áfestingu CE merkisins sem notast er við. Auðkenni og undirskrift þess sem hefur umboð til að skuldbinda framleiðandann eða viðurkenndan fulltrúa hans.

 

Til baka