Reglugerðir í vinnslu

Nýjar reglugerðir um visthönnun og/eða orkumerkingar orkutengdra vara eru í stöðugri þróun og endurskoðun. Sumar reglugerðir geta verið samþykktar á stuttum tíma en í sumum tilfellum er þörf á frekari rannsóknum en þessar rannsóknir geta tekið nokkur ár. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gefur reglulega út vinnuáætlun um hvaða orkutengdu vörur eru í skoðun er varðar nýjar reglugerðir. Hér fyrir neðan má sjá hvaða vörur eru í skoðun og endurskoðun 2016 - 2019. 

Orkutengdar vörur í skoðun 

 1. Kæli- og frystiskápar sem notaðir eru í atvinnuskyni 
 2. Þjöppur 
 3. Gluggar 
 4. Spónvinnsluvélar og suðutæki (raf- og logsuðutæki) 
 5. Þvottavélar sem notaðar eru í atvinnuskyni 
 6. Þurrkarar sem notaðir eru í atvinnuskyni 
 7. Uppþvottavélar sem notaðar eru í atvinnuskyni 
 8. Netþjónar fyrir fyrirtæki, gagnageymslur og tengdur búnaður 
 9. Vörur tengdar vatnsnotkun 
 10. Snjalltæki 
 11. Ljósastýringar 

Orkutengdar vörur í endurskoðun 

 • Sjónvörp og rafrænir skjáir 
 • Ytri aflgjafar 
 • Rafmagnshreyflar 
 • Viftur 
 • Vörur til lýsinga 
 • Kæli- og frystiskápar til heimilisnota 
 • Uppþvottavélar til heimilisnota 
 • Þvottavélar til heimilisnota 
 • Sambyggðar þvottavélar og þurrkarar 
 • Raf- og rafeindatæki til heimilis- og skrifstofunota með tilliti til aflþarfar þeirra í reiðuham eða þegar slökkt er á þeim 
 • Vatnsdælur 
 • Vatnshitarar og geymslutankar 
 • Ryksugur 
 • Tölvur og netþjónar 
 • Hringrásadælur 
 • Loftræstisamstæður og viftur 
 • Aflspennar 
 • Þurrkarar til heimilisnota 
 • Katlar fyrir eldsneyti í föstu formi 
 • Staðbundnir rýmishitarar sem nota eldsneyti í föstu formi 
 • Staðbundnir rýmishitarar 
 • Loftræstieiningar
Til baka