Fréttalisti

14.01.2020

Brunahætta af barnapíutækjum frá Philips

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun vekur athygli á innköllun Philips á barnapíutækjum af gerðunum TM5AYYWWXXXXXX, TM5BYYWWXXXXXX og TM5CYYWWXXXXXX vegna brunahættu sem af þeim getur stafað
Meira ...

20.12.2019

Ný stofnun Húsnæðis- og mannvirkjastofnun

Frumvarp til laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur verið samþykkt á Alþingi. Með frumvarpinu verður starfsemi Mannvirkjastofnunar og Íbúðarlánasjóðs sameinuð undir nýrri stofnun sem mun taka til starfa á nýju ári. Markmið með sameiningunni er m.a. að efla stjórnsýslu, stefnumótun og framkvæmd húsnæðis- og mannvirkjamála hér á landi, skerpa á stjórnsýslu byggingarframkvæmda, hagræða í rekstri hins opinbera með samþættingu verkefna og fækkun stofnana sem og að auka samstarf við sveitarfélög og aðra hagsmunaaðila á sviði húsnæðismála.
Meira ...

02.12.2019

Jólaljós og rafmagnsöryggi

Rafmagn er einn stórvirkasti brennuvargur nútímans. Á hverju ári verða margir eldsvoðar sem eiga upptök sín í rafbúnaði. Stundum kviknar í vegna bilunar en oftast er um að ræða að gáleysi í umgengni við rafmagn valdi slysum eða íkveikju.
Meira ...

29.11.2019

Eigið eldvarnareftirlit

Eldvarnasvið Mannvirkjastofnunar hefur að undanförnu lagt áherslu á fræðslu um eigið eldvarnareftirlit og mikilvægi eldvarnarfulltrúa í brunavörnum fyrirtækja og stofnana. Fyrir þá sem ekki vita er eigið eftirlit daglegt og reglubundið eldvarnareftirlit fyrirtækja og stofnana á eigin vegum og á eigin kostnað. Þannig er að eigandi mannvirkis ber ábyrgð á að það fullnægi kröfum um brunavarnir sem fram eru settar í lögum og reglugerðum og að brunavarnir taki mið af þeirri starfsemi sem fer fram í mannvirkinu eða á lóð þess á hverjum tíma. Frekari upplýsingar má finna í reglugerð nr. 723/2017 um eldvarnir og eldvarnareftirlit.
Meira ...

27.11.2019

Skýrsla Mannvirkjastofnunar vegna brunans að Miðhrauni 4 í Garðabæ

Mannvirkjastofnun gaf út skýrslu vegna brunans að Miðhrauni 4 í Garðabæ þann 5. apríl 2018. Verði manntjón eða mikið eignatjón í eldsvoða skal Mannvirkjastofnun samkvæmt 28. gr. laga um brunavarnir nr. 75/2000, óháð lögreglurannsókn, rannsaka eldsvoðann, kröfur eldvarnareftirlits og hvernig að slökkvistarfi hafi verið staðið.
Meira ...

15.11.2019

Brunavarnir í landbúnaði

Brunavarnir á lögbýlum skipta almennt miklu máli, en þá er ekki einungis verið að tala um brunavarnir í landbúnaðarbyggingum heldur einnig í íbúðarhúsum. Aukin vitundarvakning skiptir máli og getur hún komið í veg fyrir mögulega eldsvoða. Oft hagar svo til að býli eru í talsverðri fjarlægð frá slökkvistöð og getur þá tekið töluverðan tíma fyrir slökkvilið að komast á vettvang. Lengri viðbragðstími getur í sumum tilfellum þýtt auknar brunavarnir, þ.e. umfram lágmarkskröfur í reglugerðum, til að koma í veg fyrir bruna eða til að lágmarka það tjón sem getur orðið.
Meira ...

07.11.2019

Fyrstu skref að betri byggingamarkaði

Byggingavettvangurinn boðar til fundar á Grand Hótel, mánudaginn 11. nóvember kl. 8:30-10:00 nk. Kynntar verða fyrstu útfærslur á tillögum átakshóps ríkisstjórnarinnar um úrbætur í húsnæðismálum er snúa að byggingarmálum með auknum þætti rafrænnar stjórnsýslu og einföldun regluverks.
Meira ...

24.10.2019

Orkumerkingar hjólbarða

Þar sem tími dekkjaskipta er yfirvofandi er rétt er að árétta að allir hjólbarðar sem boðnir eru til sölu eiga að vera merktir á viðeigandi hátt. Merkingarnar eiga að vera á áberandi límmiða sem festur er á hjólbarðana eða sýnilegur fyrir kaupanda á sölustað. Einnig eiga merkingarnar að vera á reikningnum eða fylgja við kaupin á dekkjunum.
Meira ...

24.10.2019

Viðbragðsáætlun vegna CBRNE atvika (Chemical, Biological, Radiological, Nuclear, Explosives)

Lokið er gerð fyrstu útgáfu viðbragðsáætlunar vegna CBRNE atvika en undir þessa skilgreiningu flokkast atvik er varða lýðheilsuógnir af völdum efnamengunar, sýkla og geislunar. Innleiðingarferli áætlunar hefst núna í október og því verki mun ljúka í janúar 2020.
Meira ...

17.10.2019

Uppbygging smávirkjana á Íslandi - ráðstefna 17.október 2019

Orkustofnun heldur ráðstefnu á Grand Hótel, klukkan 8:00 – 12:00, þar sem farið verður yfir tækifæri og áskoranir í tengslum við uppbyggingu smávirkjana á Íslandi.
Meira ...

01.10.2019

Brunahætta af ryksugum frá Nilfisk

Mannvirkjastofnun vekur athygli á innköllun Nilfisk á ryksugum af gerðunum Handy 25.2V og Handy 2-in-1 25.2V vegna brunahættu sem af þeim getur stafað.
Meira ...

20.09.2019

Brunavarnaáætlun Brunavarna Skagafjarðar var undirrituð fimmtudag 19. september á slökkvistöðinni Sauðárkróki.

Brunavarnaáætlun leggur til upplýsingar um hvernig slökkviliðið er mannað, skipulagt, útbúið tækjum, menntað og þjálfað til að takast á við þau verkefni sem því eru falin í sveitarfélaginu. Upplýsingar sem eru nauðsynlegar fyrir þá sem bera ábyrgð á brunavörnum í sveitarfélaginu auk þess sem þær upplýsa íbúa um veitta þjónustu, skipulag slökkviliðsins og markmið með rekstri þess í sveitarfélaginu
Meira ...

13.09.2019

Snertihætta af spennuprófurum frá Fluke

Mannvirkjastofnun vekur athygli á innköllun Fluke á spennuprófurum af gerðunum T110, T130 og T150 vegna snertihættu sem af þeim getur stafað. Hættan stafar af því að einangrun á snúrunni getur gefið sig og valdið með því snertihættu. Umræddir spennuprófarar voru framleiddir þar til í júlí 2018 og seldir víða um heim. Mannvirkjastofnun er kunnugt um að á Íslandi voru spennuprófarar af umræddum gerðum seldir hjá Ískraft og Naust Marine á því tímabili sem um ræðir. Hugsanlegt er að þeir hafi einnig verið boðnir fram af öðrum söluaðilum hér á landi.
Meira ...

29.08.2019

Brunahætta af þurrkurum

Mannvirkjastofnun vekur athygli á innköllun Whirlpool á þurrkurum af gerðunum Indesit, Hotpoint, Creda, Swan og Proline vegna brunahættu sem af þeim getur stafað. Hættan stafar af því að ló getur komist í snertingu við hitald (hitaelement) og valdið bruna. Þurrkararnir voru framleiddir frá því í apríl 2004 þar til í september 2015 og voru seldir víða um Evrópu.
Meira ...

26.08.2019

Jafnlaunavottun Mannvirkjastofnunar

Mannvirkjastofnun hefur nú hlotið jafnlaunavottun í samræmi við kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85. Á myndinni eru frá vinstri Jón Freyr Sigurðsson gæðastjóri MVS, Ólafur Jón Ingólfsson skrifstofustjóri MVS og Davíð Lúðvíksson frá Vottun hf.
Meira ...

20.08.2019

CE-merkingar á brunahólfandi innihurðum – frestun

Mannvirkjastofnun mun ekki gera kröfu um CE-merkingar á brunahólfandi innihurðum frá og með 1. nóvember eins og áður hefur verið auglýst.
Meira ...

19.08.2019

Ársskýrsla Mannvirkjastofnunar 2018

Ársskýrsla Mannvirkjastofnunar fyrir árið 2018 hefur verið gefin út.
Meira ...

22.07.2019

Hleðsla rafbíla - val og tenging bilunarstraumsrofa

Eins og áður hefur komið fram í leiðbeiningum Mannvirkjastofnunar skal tengistaður til hleðslu rafbíla varinn með yfirstraumvarnarbúnaði og 30mA-bilunarstraumsrofa (lekastraumsrofa) sem einungis verja þennan tiltekna tengistað
Meira ...

03.07.2019

Ertu að tengja?

Hleðsla rafbíla – hvað ber að hafa í huga
Meira ...

19.06.2019

Sumarhús og gróðureldar

Sumarhúsaeigendur geta dregið úr hættu af völdum gróðurelda og líkum á að þeir geti borist yfir í sumarhús og öfugt með ákveðnum forvarnaraðgerðum. Þéttvaxinn gróður upp að sumarhúsum getur skapað stórhættu ef gróðureldar kvikna eða ef eldur kviknar í sumarhúsi.
Meira ...

04.06.2019

Sveitarfélögum kynnt ný stjórntæki hins opinbera í húsnæðismálum

Íbúðalánasjóður og Mannvirkjastofnun hófu fundaröð um húsnæðis- og byggingarmál í vikunni sem leið og munu á næstu vikum funda með sveitarfélögum um allt land.
Meira ...

21.05.2019

Skoðun á orkumerkingum sjónvarpstækja

Í apríl síðastliðnum lét Mannvirkjastofnun framkvæma skoðun á ástandi orkumerkinga nokkurra gerða af sjónvörpum. Skoðanir voru framkvæmdar af Frumherja hf. sem er faggilt skoðunarstofa.
Meira ...

20.05.2019

Varasamir hleðslubankar

Mannvirkjastofnun vekur athygli á innköllun VÍS á hleðslubönkum merktum fyrirtækinu, vegna mögulegrar hættu sem af þeim getur stafað. VÍS hefur afhent þessa hleðslubanka sem gjafir, aðallega í fyrirtækjaheimsóknum, á árunum 2016 til 2019
Meira ...

03.05.2019

Ársskýrsla um markaðseftirlit raffanga fyrir árið 2018

Komin er út ársskýrsla BSI á Íslandi ehf um markaðseftirlit raffanga fyrir árið 2018. Þar kemur m.a. fram að farið var í 227 heimsóknir til söluaðila raffanga á síðasta ári og 21.157 rafföng „skimuð" í þessum heimsóknum.
Meira ...

08.04.2019

Dagur grænni byggðar verður haldinn fimmtudaginn 11. apríl á Háskólatorgi

Dagur grænni byggðar verður haldinn fimmtudaginn 11. apríl klukkan 13:00 - 17:00 á Háskólatorgi.
Meira ...

02.04.2019

Brunahætta af útvörpum

Mannvirkjastofnun vekur athygli á innköllun Pinell of Norway á útvörpum af gerðunum Pinell GO og Pinell GO+ vegna brunahættu sem af þeim getur stafað. Útvörpin voru í sölu frá því í maí 2013 þar til í september 2015. Mannvirkjastofnun er kunnugt um að kviknað hafi í einu svona útvarpi hér á landi, það útvarp var keypt í Noregi.
Meira ...

20.03.2019

Hleðsla rafbíla

Að gefnu tilefni vill rafmagnsöryggissvið Mannvirkjastofnunar benda á að margs er að gæta varðandi hleðslu rafbíla. Til sérstakra ráðstafana þarf að grípa við hönnun og uppsetningu raflagna þar sem hleðsla rafbíla fer fram – ekki má „stinga bara í samband“ við hefðbundna raflögn hússins án þess tryggt sé að öryggi sé fullnægjandi. Við hleðslu rafbíla má ekki nota framlengingarsnúrur, fjöltengi eða annað slíkt, beintengja skal hleðslustreng rafbíla milliliðalaust við þar til ætlaðan tengil eða hleðslustöð. Skemmst er að minnast eldsvoða sem varð hér á landi af völdum framlengingarsnúru og gjöreyðilagði tvo rafbíla.
Meira ...

13.03.2019

Ný byggingarreglugerð

Ný uppfærð byggingarreglugerð er komin út í sérprentun með efnisyfirliti og atriðaorðaskrá. Hún er til sölu hjá Mannvirkjastofnun Skúlagötu 21 og kostar 2000 krónur.
Meira ...

02.03.2019

Mannvirkjastofnun auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Fræðslusjóði brunamála

Markmið sjóðsins er að stuðla að aukinni þekkingu þeirra sem starfa að brunamálum á sviði brunavarna og slökkviliðsstarfa. Sjóðurinn greiðir styrki til rannsóknar- og þróunarverkefna, námskeiðsgjöld, ferða- og dvalarkostnað, laun á námstíma og styrki vegna námskeiða og endurmenntunar. Mannvirkjastofnun annast úthlutun styrkja í samræmi við verklagsreglur um sjóðinn.
Meira ...

11.02.2019

Hugum að öryggismálum heimilisins!

112-dagurinn er haldinn um allt land í dag og er sjónum að þessu sinni beint að öryggismálum heimilisins. Aðstandendur dagsins fræða almenning um hvernig má draga úr hættu á slysum og öðrum áföllum á heimilum og hvernig bregðast á við slíkum atvikum. Þetta er gert meðal annars á samfélagsmiðlum og í 112-blaðinu sem fylgir Fréttablaðinu í dag.
Meira ...

23.01.2019

Ný skýrsla um viðbrögð við vanda á húsnæðismarkaði

Forsætisráðuneytið hefur birt á vef sínum niðurstöðu átakshóps um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu a húsnæðismarkaði.
Meira ...

21.01.2019

Löggildingarnámskeið fyrir mannvirkjahönnuði

Námskeið fyrir mannvirkjahönnuði, sem óska löggildingar Mannvirkjastofnunar til að gera aðal- og séruppdrætti sbr. ákvæði 25. og 26. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010, verður haldið í febrúar 2019 og verður námskeiðið í fjarkennslu.
Meira ...

11.01.2019

Íbúðir sem markaðssettar eru fyrir aldraða

Að gefnu tilefni vill Mannvirkjastofnun koma á framfæri túlkun á ákvæðum byggingarreglugerðar er varða svokallaðar íbúðir fyrir aldraða eða fatlaða, stundum nefndar öryggisíbúðir, s.s. fyrir fólk sem hefur takmarkaða hreyfigetu, en eru þó ekki hjúkrunarheimili.
Meira ...

11.01.2019

Breytingar á byggingarreglugerð

Reglugerð nr. 1278/2018 um (8.) breytingu um byggingarreglugerð nr. 112/2012, var birt á vef Stjórnartíðinda 28. des sl. og tók gildi sama dag.
Meira ...

03.01.2019

Breyting á reglugerð um raforkuvirki

Mannvirkjastofnun vekur athygli á að 7. breyting á reglugerð um raforkuvirki nr. 678/2009 tók gildi þann 21. desember 2018, með birtingu reglugerðar nr. 1226/2018 á vef Stjórnartíðinda.
Meira ...

02.01.2019

Félagsmálaráðuneyti nýtt ráðuneyti mannvirkjamála

Frá og með 1. janúar 2019 var velferðarráðuneyti skipt upp í heilbrigðisráðuneyti og félagsmálaráðuneyti samkvæmt forsetaúrskurði um skiptingu Stjórnarráðs Íslands í ráðuneyti, nr. 118/2018. Þá var m.a. lagt til að málefni mannvirkja, þ.e. þau málefni sem Mannvirkjastofnun fer með, færist frá umhverfisráðuneyti til félagsmálaráðuneytis með þingsályktunartillögu, sem samþykkt var með þingsályktun þann 5. desember 2018.
Meira ...

24.12.2018

Opnunartími yfir hátíðarnar

Lokað er á aðfangadag og gamlársdag á skrifstofu Mannvirkjastofnunar
Meira ...

21.12.2018

Byggingarstjórar athugið

Frumvarp til breytinga á lögum um mannvirki nr. 160/2010 var samþykkt á Alþingi þann 6. júní 2018 og tóku lögin gildi 25. júní 2018.
Meira ...

20.12.2018

Nýr og lögbundinn gagnagrunnur fyrir orkutengdar vörur

Frá og með 1. janúar 2019 er skylda að skrá allar orkumerktar vörur í nýjan gagnagrunn sem kallast EPREL (European Product Registry for Energy Labelling). Öllum aðildarríkjum EES er skylt að taka hann í notkun. Framleiðendur og innflytjendur á orkutengdum vörum sem bera orkumerkingar bera ábyrgð á að setja upplýsingar um vörur í EPREL gagnagrunninn. Upplýsingar skulu skráðar áður en vörur eru settar á markað. Gagnagrunnurinn verður tekinn í notkun um miðjan desember á þessu ári en upplýsingarnar verða ekki gerðar opinberar fyrr en í apríl 2019.
Meira ...

07.12.2018

Drög að breytingu á byggingarreglugerð í umsögn

Vakin er athygli á að umhverfis- og auðlindaráðuneyti hefur sett drög að (8.) breytingu á byggingarreglugerð nr. 112/2012 inn í samráðsgátt og óskar eftir umsögnum. Megintilefni breytinganna eru þær breytingar sem samþykktar voru síðastliðið vor á lögum um mannvirki hvað varðar stjórnsýslu mannvirkjamála sem og orkuskipti í samgöngum.
Meira ...

22.11.2018

Ungt fólk býr við miklu lakari eldvarnir en aðrir

Fólk á aldrinum 25-34 ára stendur öðrum langt að baki þegar kemur að eldvörnum á heimilinu samkvæmt könnun sem Gallup hefur gert fyrir Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) og Eldvarnabandalagið. Hvort sem litið er til fjölda reykskynjara eða slökkvibúnaðar stendur þessi aldurshópur mun lakar að vígi en aðrir. Kannanir sem Gallup hefur gert reglulega á undanförnum árum sýna þó að heimilin efla almennt eldvarnir og eru þannig betur búin undir að bregðast við eldsvoða. Um helmingur heimila hefur nú þann eldvarnabúnað sem mælt er með, það er reykskynjara, slökkvitæki og eldvarnateppi.
Meira ...

22.11.2018

Skýrsla starfshóps um vindorkuver

Umhverfis- og auðlindaráðherra skipaði starfshóp í apríl 2016 til að greina lagaumhverfi vindorkuvera og framkvæmdir vegna þeirra. Starfshópurinn skilaði skýrslu um regluverk í tengslum við starfsemi og framkvæmdir vegna vindorkuvera, sem birt var á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytisins 24. október sl.
Meira ...

21.11.2018

Jólaljós og rafmagnsöryggi

Rafmagn er einn stórvirkasti brennuvargur nútímans. Á hverju ári verða margir eldsvoðar sem eiga upptök sín í rafbúnaði. Stundum kviknar í vegna bilunar en oftast er um að ræða að gáleysi í umgengni við rafmagn valdi slysum eða íkveikju.
Meira ...

14.11.2018

Breyting á reglugerð um raforkuvirki

Reglugerð nr. 948/2018, til breytinga á reglugerð um raforkuvirki nr. 678/2009, var birt á vef stjórnartíðinda 30. október 2018 og tók gildi frá þeim degi. Mannvirkjastofnun hefur uppfært samsetta reglugerð um raforkuvirki, þ.e. með breytingum, og er hana að finna á vef stofnunarinnar.
Meira ...

14.11.2018

Eldvarnabandalagið og Brunavarnir Árnessýslu gera samkomulag um bættar eldvarnir

Þann 13. nóvember síðastliðinn var gert samkomulag milli Brunavarna Árnessýslu og Eldvarnabandalagsins um auknar eldvarnir og innleiðingu eldvarnaeftirlits á Suðurlandi. Það voru þeir Björn Karlson, forstjóri Mannvirkjastofnunar, Garðar H. Guðjónsson, verkefnastjóri Eldvarnabandalagsins og Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, sem skrifuðu undir samstarfssamninginn.
Meira ...

12.10.2018

Drög að breytingu á reglugerð um raforkuvirki í umsögn

Í drögunum eru settar fram þrjár nýjar skilgreiningar á hleðslustöðvum auk þess sem settar eru fram tæknilegar kröfur til hleðslustöðva og afhendingu háspennts rafmagns frá landi til skipa.
Meira ...

10.10.2018

Vinningshafi í þjónustukönnun Mannvirkjastofnunar 2018

Vinningshafi í þjónustukönnun Mannvirkjastofnunar sem fram fór í september og október 2018 hefur verið dreginn út. Sá heppni var Hjörleifur Stefánsson og verðlaunin voru gjafabréf að verðmæti 25.000 kr á veitingastaðnum Grillmarkaðurinn eða á einhverju öðru veitingahúsi ef vinningshafinn vildi taka út vinninginn á landsbyggðinni.
Meira ...

04.10.2018

Klæðning eða veðurkápa? Fróðleikur um brunamál og klæðningar utanhúss

Að gefnu tilefni er vert að benda á muninn á klæðningu annarsvegar og veðurkápu sem yfirborðsefni hinsvegar. Í brunatæknilegum skilningi er klæðning efni sem ver og hylur annað efni sem liggur undir eða klæðir það af með þeim hætti að mögulegur eldur nær ekki að innra efninu. Evrópskur prófunarstaðall er notaður til að skilgreina hæfni klæðninga með tilliti til bruna og hvort viðkomandi efni geti yfir höfuð talist klæðning í brunatæknilegum skilningi.
Meira ...

27.09.2018

Möguleg áverkahætta af IKEA ljósum

Mannvirkjastofnun vekur athygli á innköllun IKEA á loftljósum af gerðinni Calypso vegna áverkahættu sem af þeim getur stafað. Ljósin voru voru í sölu eftir 1. ágúst 2016. Innköllunin nær til allra Calypso-ljósa með ákveðna dagsetningarstimpla.
Meira ...

14.09.2018

Löggildingarnámskeið fyrir mannvirkjahönnuði

Námskeið fyrir mannvirkjahönnuði, sem óska löggildingar Mannvirkjastofnunar til að gera aðal- og séruppdrætti sbr. ákvæði 25. og 26. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010, verður haldið í október 2018 og verður námskeiðið í fjarkennslu.
Meira ...

28.08.2018

Ný brunavarnaáætlun fyrir Langanesbyggð

Þann 24. ágúst var undirrituð ný brunavarnaáætlun fyrir starfssvæði Slökkviliðs Langanesbyggðar en hún hefur verið samþykkt af sveitarstjórnumLanganesbyggðar og Svalbarðshrepps.
Meira ...

27.08.2018

Auknar kröfur til innflytjenda og dreifingaraðila (smásala) vegna markaðssetningar vöru.

Á undanförnum misserum hafa komið út þrjár nýjar reglugerðir á ábyrgðarsviði Mannvirkjastofnunar er varða markaðssetningu vöru. Allar eru þær byggðar á Evróputilskipunum sem hafa það m.a. að markmiði að samræma löggjöf ólíkra vöruflokka og auka rekjanleika vöru. Í reglugerðunum eru hlutverk rekstraraðila (aðilar í aðfangakeðjunni) skilgreind og er sérstaklega bent á auknar kröfur til innflytjenda til EES og dreifingaraðila (smásala).
Meira ...

08.08.2018

Ný reglugerð um starfsemi slökkviliða

Umhverfis- og auðlindaráðuneyti hefur gefið út reglugerð um starfsemi slökkviliða nr. 747/2018 sem birt var í B-deild stjórnartíðinda 1. ágúst síðastliðinn og tók gildi sama dag.
Meira ...

10.07.2018

Breytingar á byggingarreglugerð

Reglugerð nr. 669/2018, til breytinga á byggingarreglugerð nr. 112/2012, hefur tekið gildi. Mannvirkjastofnun hefur uppfært samsetta byggingarreglugerð á vef stofnunarinnar.
Meira ...

27.06.2018

Breyting á lögum um mannvirki

Þann 8. júní sl. voru samþykkt á Alþingi lög um breytingar á lögum um mannvirki nr. 160/2010 en frumvarpið var lagt fram 6. febrúar síðastliðinn. Lögin voru birt í Stjórnartíðindum 25. júní 2018 og tóku gildi frá og með þeim degi. Helstu markmið laganna eru að lækka byggingarkostnað og stuðla að einföldun stjórnsýslu við veitingu byggingarleyfis, samþykkt byggingaráforma og við eftirlit með mannvirkjagerð.
Meira ...

15.06.2018

Markaðskönnun á orkumerkingum hjólbarða

Í maí og júní síðastliðinn lét Mannvirkjastofnun framkvæma skoðun á ástandi orkumerkinga hjólbarða. Ástandið var almennt gott en yfir heildina litið voru 79,3% hjólbarðanna með fullnægjandi orkumerkingar, í 1,7% tilfella þóttu merkingarnar ekki fullnægjandi.
Meira ...

17.05.2018

Reglur um markaðssetningu raffanga

Mannvirkjastofnun hefur gefið út bæklinga varðandi reglur um markaðssetningu raffanga. Í bæklingunum er fjallað um helstu skyldur rekstraraðila, þ.e. framleiðenda, innflytjenda og dreifingaraðila, auk þess sem innkaupaaðilum eru gefin ráð til að forðast hættuleg rafföng.
Meira ...

14.05.2018

Ársskýrsla um markaðseftirlit raffanga fyrir árið 2017

Komin er út ársskýrsla BSI á Íslandi ehf um markaðseftirlit raffanga fyrir árið 2017. Þar kemur m.a. fram að farið var í 198 heimsóknir til söluaðila raffanga á síðasta ári og 15.149 rafföng „skimuð" í þessum heimsóknum.
Meira ...

11.05.2018

Drög að breytingu á byggingarreglugerð í umsögn

Vakin er athygli á að Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að breytingu á byggingarreglugerð nr. 112/2012. Umsögnum skal skilað í samráðsgátt Stjórnarráðsins eigi síðar en 23. maí næstkomandi.
Meira ...

04.05.2018

Ný brunavarnaáætlun Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins

Í dag var þeim tímamótum fagnað í sögu Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (SHS) að stjórn SHS, Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar og Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins undirrituðu nýja brunavarnaáætlun fyrir höfuðborgarsvæðið.
Meira ...

13.04.2018

BSI á Íslandi ehf mun annast framkvæmd markaðseftirlits raffanga næstu þrjú árin

Þann 13. apríl 2018 var, að undangengnu útboði á vegum Ríkiskaupa, undirritaður samningur milli Mannvirkjastofnunar og BSI á Íslandi ehf um framkvæmd markaðseftirlits með rafföngum. Samningurinn er til þriggja ára og felur í sér að BSI á Íslandi, sem er faggilt skoðunarstofa, tekur að sér skoðun raffanga á markaði hér á landi undir stjórn Mannvirkjastofnunar, samkvæmt skilgreindum verklags- og skoðunarreglum.
Meira ...

21.03.2018

Skagafjörður eflir eldvarnir á heimilum og vinnustöðum

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur gert samkomulag við Eldvarnabandalagið sem Mannvirkjastofnun er aðili að, um að efla eldvarnir á heimilum starfsmanna og í stofnunum sveitarfélagsins. Samstarfið felur í sér að sveitarfélagið innleiðir eigið eldvarnaeftirlit í stofnunum sínum í haust.
Meira ...

20.03.2018

Könnun á orkumerkingum sjónvarpa

Í mars 2018 lét Mannvirkjastofnun framkvæma skoðun á ástandi orkumerkinga nokkurra gerða af sjónvörpum. Skoðanir voru framkvæmdar af BSI á Íslandi ehf sem er faggilt skoðunarstofa á sviði markaðseftirlits. Niðurstöður voru langt frá því að vera viðunandi.
Meira ...

07.03.2018

Steinsteypudagurinn 2018

Steinsteypufélag Íslands heldur hinn árlega Steinsteypudag föstudaginn 9. mars næst komandi á Grand Hótel. Boðið verður upp á fjölda áhugaverðra erinda í bland við góðar veitingar.
Meira ...

06.03.2018

Möguleg brunahætta af fartölvum frá Lenovo

Mannvirkjastofnun vekur athygli á innköllun Lenovo á fjórum gerðum af fartölvum frá Lenovo vegna brunahættu sem af þeim getur stafað. Viðkomandi tölvur voru framleiddar á tímabilinu desember 2016 til október 2017 og a.m.k. ein gerð þeirra var seld hér á landi hjá Origo hf (áður Nýherji).
Meira ...

26.02.2018

Háspenna lífshætta, aðgát í nánd við háspennulínur

Mannvirkjastofnun hefur gefið út bækling sem er ætlaður framkvæmdaaðilum og verktökum sem vinna í námunda við háspennulínur. Markmiðið er að koma í veg fyrir slys eða tjón vegna vinnu í nálægð við háspennu og að umráðamenn eða stjórnendur vinnuvéla og verktakar séu vel upplýstir um öryggis- og hættufjarlægðir.
Meira ...

30.01.2018

Morgunspjall um reynsluna af rafbílum

Vistbyggðarráð boðar til morgunspjalls um reynsluna af rafbílum föstudaginn 2. febrúar klukkan 08:30-10:00.
Meira ...

29.01.2018

Hleðsla rafbíla og raflagnir

Mannvirkjastofnun hefur gefið út bækling um hleðslu rafbíla og raflagnir. Í bæklingnum er fjallað um aðferðir til hleðslu rafbíla, helstu sérákvæði sem gilda um raflagnir þar sem hleðsla rafbíla fer fram og umgengni um þann búnað sem notaður er. Bæklingurinn er uppfærð og endurbætt útgáfa eldri bæklings sem Mannvirkjastofnun gaf út árið 2012.
Meira ...

17.01.2018

Námskeið um byggingarvörur og CE-merkingar

Þriðjudaginn 17. apríl heldur Endurmenntun HÍ, í samstarfi við Mannvirkjastofnun, námskeið um Byggingarvörur og CE-merkingar.
Meira ...

17.01.2018

Námskeið um byggingarreglugerð nr. 112/2012

Þriðjudaginn 24. og fimmtudaginn 26. apríl heldur Endurmenntun HÍ, í samstarfi við Mannvirkjastofnun, námskeið um byggingarreglugerð nr. 112/2012. Markmiðið er að þátttakendur fái heildarsýn yfir byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Meira ...

04.01.2018

Frestun á faggildingu

Þann 28. desember 2017 samþykkti alþingi lög um breytingu á lögum um mannvirki, nr. 160/2010, með síðari breytingum (faggilding, frestur).
Meira ...

30.11.2017

Dagur reykskynjarans er 1. desember – eru þínir í lagi?

Dagur reykskynjarans er 1. desember og af því tilefni hvetur Mannvirkjastofnun alla til að prófa reykskynjarana á heimilinu og skipta um rafhlöður eftir þörfum. Sé enginn eða aðeins einn reykskynjari á heimilinu er ágætt tilefni til þess nú í byrjun aðventu að fjölga reykskynjurum og auka þannig öryggi heimilisfólks.
Meira ...

27.11.2017

Eftirlit með upprunamerkingu timburs

Í fyrrahaust var timburreglugerð ESB lögfest hér á landi með lögum nr. 95/2016 um timbur og timburvörur. ESB reglugerðin er frá árinu 2013 og felur í sér að allt timbur sem kemur á markað í Evrópu þarf að vera upprunavottað. Mannvirkjastofnun hefur umsjón með framkvæmd laganna hér á landi.
Meira ...

08.11.2017

Rafræn byggingargátt

Talsverð tímamót verða í innleiðingu rafrænnar stjórnsýslu byggingarmála í landinu þegar tekin verður í notkun rafræn byggingargátt. Unnið hefur verið að gerð gáttarinnar mörg undanfarin ár og standa vonir til þess að hún verði að fullu komin í notkun innan fárra mánaða. Markmið byggingargáttarinnar er að gera stjórnsýslu byggingarmála gagnsærri og skilvirkari og tryggja að gæða- og eftirlitskerfið virki.
Meira ...

06.11.2017

Hætta á slysum af töfrasprotum frá Cuisinart

Mannvirkjastofnun vekur athygli á innköllun BaByliss SARL á tveimur gerðum af töfrasprotum af vörumerkinu Cuisinart vegna hættu á slysum sem af þeim getur stafað. Önnur gerð töfrasprotanna var seld hér á landi á árunum 2011 og 2012 hjá Halldóri Jónssyni ehf og Byggt og búið.
Meira ...

01.11.2017

Fundur Mannvirkjastofnunar og byggingarfulltrúa

26. og 27. október 2017 fór fram í Reykjavík árlegur haustfundur Mannvirkjastofnunar og byggingarfulltrúa. Björn Karlsson forstjóri Mannvirkjastofnunar setti fundinn og bauð fundargesti velkomna. Mikill áhugi var á fundinum og sóttu hann hartnær 80 gestir sem hlýddu á fjölmörg áhugaverð erindi. Hér má finna stutta samantekt allra erinda.
Meira ...

19.10.2017

Uppfærð byggingarreglugerð og yfirlit yfir helstu breytingar

Þann 11. ágúst 2017 tók gildi reglugerð nr. 722/2017 um (6.) breytingu á byggingarreglugerð nr. 112/2012. Mannvirkjastofnun hefur uppfært gildandi reglugerð með hliðsjón af þessum breytingum og hana er nú að finna í pdf-skjali á heimasíðu stofnunarinnar.
Meira ...

17.10.2017

Ný reglugerð um eldvarnir og eldvarnareftirlit

Í júlí 2017 gaf umhverfis- og auðlindaráðuneytið út nýja reglugerð nr. 723/2017 um eldvarnir og eldvarnareftirlit. Markmið reglugerðarinnar er að vernda líf, heilsu, umhverfi og eignir með því að gera kröfur um fyrirbyggjandi brunavarnir, rekstur þeirra og tryggja fullnægjandi eldvarnareftirlit.
Meira ...

17.10.2017

Könnun á orkumerkingum ryksuga

Í október 2017 lét Mannvirkjastofnun framkvæma skoðun á ástandi orkumerkinga nokkurra gerða af ryksugum til heimilisnota. Skoðanir voru framkvæmdar af BSI á Íslandi ehf sem er faggilt skoðunarstofa á sviði markaðseftirlits. Í skoðuninni var ástand orkumerkinga 92 ryksuga af mismunandi gerð, skoðað. Einungis 55% tækjanna reyndust hafa fullnægjandi orkumerkingar, í 20% tilfella þóttu merkingarnar ekki fullnægjandi. Í 25% tilfellum reyndust ryksugurnar ekki hafa nauðsynlegar orkumerkingar.
Meira ...

13.10.2017

Hætta á raflosti og bruna af loftljósum (kösturum) frá Concord

Mannvirkjastofnun vekur athygli á innköllun Feilo Sylvania Europe Limited á loftljósum (kösturum) vegna hættu á raflosti og bruna sem af þeim getur stafað. Ljósin voru seld á tímabilinu febrúar til september 2017.
Meira ...

04.10.2017

Vestmannaeyjabær eflir eldvarnir á heimilum og vinnustöðum

Vestmannaeyjabær hefur gert samkomulag við Eldvarnabandalagið um að efla eldvarnir á heimilum starfsmanna og í stofnunum sveitarfélagsins. Vestmannaeyjabær hyggst innleiða eigið eldvarnaeftirlit í stofnunum sínum samkvæmt leiðbeiningum, gátlistum og öðrum gögnum sem Eldvarnabandalagið hefur gefið út. Jafnframt innleiðir Vestmannaeyjabær verklagsreglur Eldvarnabandalagsins um varúðarráðstafanir vegna logavinnu.
Meira ...

29.09.2017

Sveitarfélögin á Austurlandi efla eldvarnir

Brunavarnir Austurlandi og sveitarfélögin sem standa að þeim hafa gert samkomulag við Eldvarnabandalagið um að efla eldvarnir á heimilum starfsmanna og í stofnunum sveitarfélaganna. Samstarfið felur í sér að sveitarfélögin innleiða eigið eldvarnaeftirlit í stofnunum sínum í haust samkvæmt leiðbeiningum, gátlistum og öðrum gögnum sem Eldvarnabandalagið hefur gefið út. Jafnframt innleiða sveitarfélögin verklagsreglur Eldvarnabandalagsins um varúðarráðstafanir vegna logavinnu.
Meira ...

14.09.2017

Löggildingarnámskeið fyrir mannvirkjahönnuði

Námskeið fyrir mannvirkjahönnuði, sem óska löggildingar Mannvirkjastofnunar til að gera aðal- og séruppdrætti sbr. ákvæði 25. og 26.gr. laga um mannvirki nr. 160/2010, verður haldið í október og nóvember 2017, ef næg þátttaka fæst.
Meira ...

12.09.2017

Evrópsk markaðskönnun á LED-kösturum

Stjórnvöld frá 17 löndum á Evrópska efnahagssvæðinu og í Sviss stóðu nýlega að sameiginlegri markaðskönnun á LED-kösturum þar sem kannað var hvort þeir uppfylltu kröfur um rafmagnsöryggi og rafsegulsamhæfi. Niðurstaðan varð sú að 47% af þeim kösturum sem voru prófaðir voru afturkallaðir af evrópskum markaði.
Meira ...

30.06.2017

Ástand orkumerkinga hjólbarða

Í maí 2017 lét Mannvirkjastofnun framkvæma skoðun á ástandi orkumerkinga hjólbarða í flokkum C1, C2 og C3. Skoðanir voru framkvæmdar af BSI á Íslandi ehf sem er faggilt skoðunarstofa á sviði markaðseftirlits. Ástandið var almennt gott en yfir heildina litið voru 83% hjólbarðanna með fullnægjandi orkumerkingar.
Meira ...

09.06.2017

Dalvíkurbyggð eflir eldvarnir á heimilum starfsmanna og í stofnunum sveitarfélagsins

Dalvíkurbyggð hefur gert samkomulag við Eldvarnabandalagið um að efla eldvarnir á heimilum starfsmanna og í stofnunum sveitarfélagsins. Samstarfið felur í sér að Dalvíkurbyggð innleiðir eigið eldvarnaeftirlit í stofnunum sínum í haust samkvæmt leiðbeiningum, gátlistum og öðrum gögnum sem Eldvarnabandalagið hefur gefið út.
Meira ...

06.04.2017

Ársskýrsla um markaðseftirlit raffanga fyrir árið 2016

Komin er út ársskýrsla BSI á Íslandi ehf um markaðseftirlit raffanga fyrir árið 2016. Þar kemur m.a. fram að farið var í 227 heimsóknir til söluaðila raffanga á síðasta ári og 14347 rafföng „skimuð" í þessum heimsóknum.
Meira ...

24.03.2017

Málþing um hagkvæmni í íbúðabyggingum

Íbúðalánasjóður og Byggingavettvangur boða til málþings um hagkvæmni í íbúðabyggingum. Hvernig getum við byggt sem flestar íbúðir með þeim fjármunum sem ríkið leggur til í stofnframlög? Málþingið verður haldið 30. mars kl. 13:00 - 15:30 í fundarsal Íbúðalánasjóðs í Borgartúni 21.
Meira ...

14.03.2017

Orkumerkingar á ryksugum til heimilisnota

Í mars 2017 lét Mannvirkjastofnun framkvæma skoðun á ástandi orkumerkinga nokkurra gerða af ryksugum til heimilisnota. Skoðanir voru framkvæmdar af BSI á Íslandi ehf sem er faggilt skoðunarstofa á sviði markaðseftirlits. Einungis 39% tækjanna reyndust hafa fullnægjandi orkumerkingar, í 40% tilfella þóttu merkingarnar ekki fullnægjandi. Í 21% tilfellum reyndust ryksugurnar ekki hafa nauðsynlegar orkumerkingar.
Meira ...

03.03.2017

Ráðstefna um byggingargalla, raka og mygluvandamál

Háskóli Íslands, Byggingavettvangur, Sænska sendiráðið, Nýsköpunarmiðstöð og Mannvirkjastofnun boða til ráðstefnu um byggingargalla, raka og mygluvandamál þann 10. mars kl. 13:00 - 16:30. á Hótel Hilton Nordica.
Meira ...

08.02.2017

112 dagurinn á laugardaginn

Mannvirkjastofnun, ásamt fjölmörgum öðrum aðilum, standa árlega að 112 deginum, þann 11.2, sem er nú á laugardag. Að þessu sinni verður dagurinn haldinn hátíðlegur í Hörpu þar sem viðbragðsaðilar sýna ýmis tæki og tól og kl. 15 hefst dagskrá þar sem m.a. skyndihjálparmaður Rauða krossins verður útnefndur. Allir eru velkomnir á þennan atburð.
Meira ...

01.02.2017

Skoðun á ástandi orkumerkinga sjónvarpa og hvítvöru

Í nóvember og desember 2016 lét Mannvirkjastofnun framkvæma skoðun á ástandi orkumerkinga nokkurra gerða af hvítvörum til heimilisnota og sjónvörpum. Einungis 43% sjónvarpstækjanna reyndust hafa fullnægjandi orkumerkingar en 93% hvítvöru tækjanna reyndust hafa fullnægjandi orkumerkingar. Hvítvörur til heimilisnota eru m.a. kælitæki, með og án frystis, uppþvottavélar, þvottavélar og þurrkara. Skoðanir voru framkvæmdar af BSI á Íslandi ehf sem er faggilt skoðunarstofa á sviði markaðseftirlits.
Meira ...

24.01.2017

Málþing um loftslagsmál og sjálfbærni í byggingariðnaði – 23. febrúar næstkomandi

Málþing um loftslagsmál og sjálfbærni í byggingariðnaði, tækifæri og áskoranir, verður haldið 23. febrúar næstkomandi milli kl. 13:00-16:30 á Hótel Hilton Reykjavík Nordica. Að þinginu standa Byggingavettvangur, Mannvirkjastofnun, Vistbyggðarráð og Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
Meira ...

04.01.2017

Möguleg hætta af Power Plus límbyssum frá Húsasmiðjunni

Mannvirkjastofnun vekur athygli á innköllun Húsasmiðjunnar á límbyssum af gerðinni Power Plus POW721 vegna hættu sem af þeim getur stafað. Mannvirkjastofnun beinir því til allra eigenda og umráðamanna límbyssa eins og hér um ræðir að stöðva notkun þeirra þegar í stað og hafa samband við Húsasmiðjuna.
Meira ...

01.12.2016

1. desember - dagur reykskynjarans

Í dag er alþjóðlegur dagur reykskynjarans og er hann notaður til að hvetja fólk til að huga að eldvörnum heima hjá sér. Ganga þarf úr skugga um að reykskynjarar heimilisins séu í lagi og skipta um rafhlöður í þeim. Samkvæmt byggingarreglugerð eiga reykskynjarar að vera á hverju heimili.
Meira ...

22.11.2016

Orkumerkingar hjólbarða

Þar sem tími dekkjaskipta er í gangi er rétt að árétta að allir hjólbarðar sem boðnir eru til sölu eiga að vera merktir á viðeigandi hátt. Merkingarnar eiga að vera á áberandi límmiða sem festur er á hjólbarðana eða sýnilegur fyrir kaupanda á sölustað. Einnig eiga merkingarnar að vera á reikningnum eða fylgja við kaupin á dekkjunum.
Meira ...

16.11.2016

Heimilin efla varnir gegn eldsvoðum jafnt og þétt

Íslendingar auka eldvarnir á heimilum sínum jafnt og þétt samkvæmt rannsóknum sem Gallup hefur gert fyrir Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og Eldvarnabandalagið á undanförnum tíu árum. Nýjasta rannsókn Gallup sýnir að nú eru allt í senn reykskynjarar, eldvarnateppi og slökkvitæki á yfir helmingi íslenskra heimila í fyrsta sinn frá því mælingar hófust. Heimilum sem eiga eldvarnateppi fjölgaði um fimm prósentustig frá 2014 og alls um ríflega átta prósentustig síðan 2006. Slökkvitæki var á ríflega 61 prósent heimila 2006 en rúmlega 72 prósent nú. Þá fjölgar sífellt heimilum með þrjá reykskynjara eða fleiri.
Meira ...

11.11.2016

Fundur með byggingarfulltrúum

Árlegur fundur Mannvirkjastofnunar með byggingarfulltrúum var haldinn á Hótel Selfossi 27. og 28. október. Á fundinum var fjallað um notkun faggiltra skoðunarstofa, viðbrögð við brotum fagaðila, byggingarvörur og CE- merkingu byggingavara. Nýr byggingarvettvangur var kynntur til sögunnar en hann er samstarfsvettvangur fyrirtækja, stofnana og annarra aðila sem tengjast byggingarstarfsemi. Einnig var fjallað um rakaskemmdir í mannvirkjum, greinargerðir hönnuða og nýtt smáforrit Mannvirkjastofnunar sem hægt er að nota í úttektum sem fara fram samkvæmt skoðunarhandbókum.
Meira ...

25.10.2016

Nýr vefur um byggingarvörur

Mannvirkjastofnun hefur tekið í notkun nýjan vef um byggingarvörur, www.byggingarvorur.is. Vefnum er ætlað að kynna og gefa almennar upplýsingar um markaðssetningu og val á byggingarvöru en um markaðssetningu byggingarvöru gilda lög um byggingarvörur nr. 114/2014.
Meira ...

14.10.2016

Bleikur dagur hjá starfsmönnum Mannvirkjastofnunar

Í dag föstudaginn 14. október héldu starfsmenn Mannvirkjastofnunar Bleika daginn hátíðlegan. Með þessu vilja þeir vekja athygli á árverkniátaki Bleiku slaufunnar og baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Bleika slaufan, átaksverkefni Krabbameinsfélagsins gegn krabbameinum í konum, er tileinkað brjóstakrabbameini í ár.
Meira ...

23.09.2016

"Minding the future"

Alþjóðleg ráðstefna um lífhagkerfið verður haldin í Hörpu 5. - 6. október. Ráðstefnan markar lok þriggja ára áætlunar um norræna lífhagkerfið (NordBio) sem hófst árið 2014 þegar Ísland gegndi formennsku í Norrænu ráðherranefndinni. Á ráðstefnunni mun gefast tækifæri til þess að fræðast um lífhagkerfið og NordBio verkefnin, heyra um alþjóðlega strauma og stefnur á þessu sviði og leggja á ráðin um það hvernig framtíðin eigi að líta út.
Meira ...

08.09.2016

Möguleg hætta Samsung Galaxy Note 7 farsímum

Mannvirkjastofnun vekur athygli á að Samsung hefur stöðvað sölu á Samsung Galaxy Note 7 farsímum vegna hættu sem af þeim getur stafað. Fyrirtækið mun í framhaldinu innkalla síma á þeim mörkuðum sem sala til almennra notenda hafði hafist. Dæmi eru um að rafhlöður símanna hafi „sprungið“ – það mun þó ekki hafa gerst í Evrópu skv. upplýsingum framleiðanda. Viðkomandi tegund farsíma mun ekki vera komin í almenna sölu hér á landi en en gætu hafa borist hingað með ferðafólki og í gegnum vefverslanir.
Meira ...

07.09.2016

Málþing um byggingamál

Íslenski byggingavettvangurinn og velferðaráðuneytið boða til málþings um verkefnið VANDAÐ - HAGKVÆMT - HRATT á Grand Hótel í Reykjavík fimmtudaginn 8. september kl. 9 til 12.
Meira ...

28.07.2016

Ársskýrsla Mannvirkjastofnunar 2015 er komin út

Ársskýrsla Mannvirkjastofnunar fyrir árið 2015 er komin út og er hún aðgengileg hér á vefnum. Í skýrslunni er fjallað ítarlega um hlutverk og starfsemi stofnunarinnar, auk þess sem ársreikningur ársins 2015 er birtur í henni.
Meira ...

07.06.2016

Varað við mögulegri brunahættu

Mannvirkjastofnun vekur athygli á tilkynningu ELKO um mögulega brunahættu í þéttiþurrkurum af gerðinni Hot­po­int, Indesit eða Creda, sem voru fram­leidd­ir frá apríl 2004 til sept­em­ber 2015. Mannvirkjastofnun beinir því til allra eigenda og umráðamanna þurrkara eins og hér um ræðir að hafa samband við ELKO eða þjónustuaðila fyrirtækisins.
Meira ...

06.06.2016

Ný brunavarnaáætlun fyrir Fjarðarbyggð

Guðmundur Helgi Sigfússon, slökkviliðsstjóri, Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri og Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar, staðfestu í dag brunavarnaáætlun Slökkviliðs Fjarðabyggðar. Brunavarnaáætlunin gildir til ársins 2020 og var hún unnin af slökkviliðsstjóra í samræmi við leiðbeiningar sem gefnar eru út af Mannvirkjastofnun.
Meira ...

06.06.2016

Fjarðabyggð gengur til liðs við Eldvarnabandalagið

Fjarðabyggð hefur gert samkomulag við Eldvarnabandalagið um að efla eldvarnir heimila og stofnana sveitarfélagsins. Var samkomulag þess efnis undirritað á slökkvistöð Fjarðabyggðar í dag. Í samkomulaginu felst m.a. að Fjarðabyggð innleiðir eigið eldvarnaeftirlit nú í haust samkvæmt leiðbeiningum, gátlistum og öðrum gögnum sem Eldvarnabandalagið hefur gefið út.
Meira ...

03.06.2016

Hætta á raflosti af FROSTFRI kæli- og frystiskápum frá IKEA

Mannvirkjastofnun vekur athygli á innköllun IKEA á kæli- og frystiskápum vegna hættu á raflosti sem af þeim getur stafað. Skáparnir voru framleiddir frá viku 45 árið 2015 til viku 7 árið 2016 (nóvember 2015 til febrúar 2016) og seldir hér á landi og eru því nýlegir. Mannvirkjastofnun beinir því til allra eigenda og umráðamanna kæli- og frystiskápa eins og hér um ræðir að stöðva notkun þeirra þegar í stað og taka úr sambandi og hafa samband við IKEA eða þjónustuaðila fyrirtækisins.
Meira ...

18.05.2016

Hættuleg svifbretti

Mannvirkjastofnun vekur athygli á að á undanförnum mánuðum hefur fundist á markaði víða í heiminum, m.a. í Evrópu, Bandaríkjunum og Ástralíu, mikill fjöldi svokallaðra svifbretta sem veruleg bruna- og slysahætta getur stafað af. Vitað er um mörg tilvik þar sem rafhlaða í svifbretti springur, það kviknar í brettinu og töluverður eldur hlýst af - þetta hefur m.a. leitt til alvarlegra húsbruna.
Meira ...

11.05.2016

Möguleg hætta á raflosti af tenglum (innstungum) frá Gira

Mannvirkjastofnun vekur athygli á innköllun S. Guðjónssonar ehf og Gira á tenglum með fiktvörn (snertivörn/„barnavörn“), vegna hættu á raflosti sem af þeim getur stafað. Viðkomandi tenglum var dreift af Gira til raftækjaverslana/heildsala á tímabilinu 09.12.2014 til 26.01.2016. Á Íslandi sá S. Guðjónsson ehf um dreifingu tenglanna, aðallega til rafverktaka sem svo sáu um uppsetningu á heimilum og í fyrirtækjum. Skv. upplýsingum er aðeins lítill hluti viðkomandi tengla með þessum galla og hættan á raflosti ekki mikil, en þó fyrir hendi.
Meira ...

04.05.2016

Breytingar á byggingarreglugerð

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur undirritað reglugerð um breytingu á byggingarreglugerð sem hefur það að markmiði að lækka byggingarkostnað vegna íbúðarhúsnæðis. Breytingarnar snúa m.a. að aðkomu, umferðaleiðum og innri rýmum mannvirkja auk þess sem tilteknar minniháttar framkvæmdir verða undanþegnar byggingarleyfi.
Meira ...

27.04.2016

Akureyri og Húnaþing vestra í átak í eldvörnum

Akureyrarbær og Húnaþing vestra hafa gert samkomulag við Eldvarnabandalagið um að efla eldvarnir á heimilum og í stofnunum sveitarfélaganna. Samstarfið felur í sér að sveitarfélögin innleiða eigið eldvarnaeftirlit í stofnunum sínum í haust samkvæmt leiðbeiningum, gátlistum og öðrum gögnum sem Eldvarnabandalagið hefur gefið út.
Meira ...

08.04.2016

Úttektir á slökkviliðum 2013-2015

Mannvirkjastofnun hefur á árunum 2013-2015 gert úttekt á þeim þáttum í starfssemi slökkviliða sem heyrir undir stofnunina. Úttektin er gerð á grundvelli staðlaðrar skoðunarhandbókar sem byggir á þeim atriðum sem tilgreind eru í lögum og reglugerðum um starfsemi slökkviliða og brunavarnaáætlana þar sem þær liggja fyrir. Tekið er á öllum þáttum sem fram koma í regluverkinu og var bæði fyrirbyggjandi starf og útkallsstyrkur slökkviliðanna skoðaður.
Meira ...

30.03.2016

Möguleg hætta á raflosti af Apple klóm fyrir hleðslutæki

Mannvirkjastofnun vekur athygli á innköllun Apple á klóm fyrir hleðslutæki, vegna hættu á raflosti sem af þeim getur stafað, um er að ræða útskiptanlegar klær sem rennt er á straumbreyta sem notaðir eru til að hlaða Mac-tölvur og tiltekin iPod-, iPad- og iPhone-tæki. Viðkomandi klær fylgdu vörum frá Apple sem seldar voru á árunum 2003 til 2015. Mannvirkjastofnun beinir því til allra eigenda og umráðamanna búnaðar eins og hér um ræðir að hætta notkun þeirra þegar í stað og hafa samband við Epli.is eða Apple.
Meira ...

17.03.2016

Möguleg hætta á raflosti af IKEA GOTHEM gólf- og borðlömpum

Mannvirkjastofnun vekur athygli á innköllun IKEA á gólf- og borðlömpum, vegna hættu á raflosti sem af þeim getur stafað, um er að ræða tvær gerðir borðlampa og eina gerð gólflampa. Viðkomandi lampar hafa verið seldir á öllum markaðssvæðum IKEA síðan í október 2015. Mannvirkjastofnun beinir því til allra eigenda og umráðamanna gólf- og borðlampa eins og hér um ræðir að hætta notkun þeirra þegar í stað og hafa samband við IKEA.
Meira ...

17.02.2016

Nýtt app fyrir snjallsíma og spjaldtölvur sem hægt er að nota sem stjórnborð fyrir reykkafara á vettvangi

Til að auðvelda reykköfurum að halda reykköfunarhandbók hefur verið búið til app fyrir snjallsíma og spjaldtölvur sem hægt er að nota sem stjórnborð fyrir reykkafara á vettvangi. Appið er ætlað tækjum með Android stýrikerfi og er öllum er frjálst að hlaða niður appinu og nota það.
Meira ...

11.02.2016

112-dagurinn er haldinn um allt land í dag

Almannavarnir eru þema 112-dagsins í ár. Áhersla er á viðbúnað og viðbrögð almennings og Skyndihjálparmaður Rauða krossins verður útnefndur. Verðlaun eru einnig veitt í Eldvarnagetrauninni. Neyðarlínan fagnar einmitt 20 ára afmæli um þessar mundir en 1. janúar síðastliðinn voru liðin 20 ár síðan samræmda, evrópska neyðarnúmerið var tekið í notkun hér á landi.
Meira ...

09.02.2016

Möguleg áverkahætta af IKEA ljósum

Mannvirkjastofnun vekur athygli á innköllun IKEA á loftljósum vegna áverkahættu sem af þeim getur stafað. Ljósin voru seld hér á landi um nokkurra ára skeið. Mannvirkjastofnun beinir því til allra eigenda og umráðamanna ljósa eins og hér um ræðir að aðhafast þegar í stað og hafa samband við IKEA.
Meira ...

01.02.2016

Hættuleg svifbretti

Mannvirkjastofnun vekur athygli á að á undanförnum mánuðum hefur fundist á markaði víða í heiminum, m.a. í Evrópu, Bandaríkjunum og Ástralíu, mikill fjöldi svokallaðra svifbretta sem veruleg bruna- og slysahætta getur stafað af. Vitað er um mörg tilvik þar sem rafhlaða í svifbretti springur, það kviknar í brettinu og töluverður eldur hlýst af - þetta hefur m.a. leitt til alvarlegra húsbruna.
Meira ...

27.01.2016

Brunatjón 2015

Mannvirkjastofnun hefur tekið saman yfirlit yfir brunatjón ársins 2015 upp úr gögnum frá tryggingarfélögunum og kynnti Guðmundur Gunnarsson yfirverkfræðingur það á opnum fundi hjá Brunatæknifélagi Íslands nú í morgun. Bætt brunatjón ársins voru 1312 milljónir sem er talsvert undir meðaltjónum liðinna áratuga sem eru 2106 milljónir og veruleg lækkun frá árinu 2014 en þá voru tjónin 3091 milljónir en þar munaði mest um brunann í Skeifunni sem stóð fyrir um 60% allra tjóna það ár. Mesta tjón liðins árs var á Selfossi þegar Plastiðjan brann 23. nóvember en annar stórbruni varð í sömu götu 7. júní þegar bruni varð á geymslusvæði Sets enda þótt tjónið í þeim bruna hafi verið mun minna.
Meira ...

25.01.2016

Skoðun á ástandi orkumerkinga

Með lögum nr. 72/1994 um merkingar og upplýsingaskyldu varðandi vörur sem tengjast orkunotkun er innleidd tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2010/30/ESB frá 19. maí 2010 um merkingar og staðlaðar vörulýsingar á orkutengdum vörum er greina frá notkun þeirra á orku og öðrum aðföngum. Lögin og tilskipunin eru rammi um kröfur sem gerðar eru til einstakra vörutegunda, s.s. ýmissa gerða heimilistækja, og settar eru fram í sérstökum reglugerðum fyrir hvern vöruflokk.
Meira ...

30.12.2015

Möguleg brunahætta af InSinkErator kvörnum fyrir vaska

Mannvirkjastofnun vekur athygli á innköllun Kvarna/Brimrásar/Palla ehf á kvörnum fyrir vaska vegna brunahættu sem af þeim getur stafað. Kvarnirnar voru seldar hér á landi frá september 2014 til maí 2015.
Meira ...

14.12.2015

Brunavarnaáætlun Brunavarna Árnessýslu undirrituð

Ný brunavarnaáætlun Brunavarna Árnessýslu var undirrituð síðast liðinn föstudag í sal slökkviliðsins í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi. Áætlunin er búin að vera í vinnslu um allnokkurt skeið og hefur endanlegt samþykki hennar ítrekað tafist vegna sameininga slökkviliða í sýslunni. Fyrir undirritun áætlunarinnar var hún tekin fyrir af öllum sveitarstjórnum í Árnessýslu þar sem hún hlaut samþykki.
Meira ...

14.12.2015

Vinningshafi í þjónustukönnun Mannvirkjastofnunar 2015

Vinningshafi í þjónustukönnun Mannvirkjastofnunar sem fram fór í september og október 2015, hefur verið dreginn út. Sá heppni var Bjarni Daníel Daníelsson og verðlaunin voru gjafabréf að verðmæti 20.000 kr á veitingastaðnum Grillmarkaðurinn eða á einhverju öðru veitingahúsi ef vinningshafinn vildi taka út vinninginn á landsbyggðinni.
Meira ...

01.12.2015

1. desember - dagur reykskynjarans

Í dag er alþjóðlegur dagur reykskynjarans og er hann notaður til að hvetja fólk til að huga að eldvörnum heima hjá sér. Ganga þarf úr skugga um að reykskynjarar heimilisins séu í lagi og skipta um rafhlöður í þeim. Samkvæmt byggingarreglugerð eiga reykskynjarar að vera á hverju heimili.
Meira ...

24.11.2015

Möguleg brunahætta af þurrkurum frá Indesit, Hotpoint og Creda

Mannvirkjastofnun vekur athygli á öryggisviðvörun varðandi þurrkara frá Indesit, Hotpoint og Creda, vegna brunahættu sem af þeim getur stafað. Hættan stafar af því að í einhverjum tilvikum getur ló komist í snertingu við hitald (hitaelement) og valdið bruna. Þurrkararnir voru framleiddir frá því í apríl 2004 þar til í september 2015 og voru seldir víða um Evrópu. Mannvirkjastofnun hafa ekki borist upplýsingar um hvort viðkomandi þurrkarar hafi verið seldir á Íslandi, en líkur eru þó á að svo sé.
Meira ...

02.11.2015

Nýr Útkallsskýrslugrunnur tekinn í notkun

Þann 1. nóvember var nýr Útkallsskýrslugrunnur tekinn í notkun. Útkallsskýrslugrunnurinn er hugsaður fyrir slökkviliðin til að skrá þau útköll sem þau fara í og nýtast upplýsingarnar síðan til frekari greiningar.
Meira ...

29.10.2015

Nýr vefur - Samhæfðir staðlar fyrir byggingarvörur

Nýr vefur um samhæfða íslenska staðla fyrir byggingarvörur var opnaður 14. október sl. Með væntanlegri reglugerð og samningi Mannvirkjastofnunar við Staðlaráð mun vefurinn verða vettvangur fyrir opinbera birtingu á listum yfir samhæfða evrópska staðla um byggingarvörur, sem Staðlaráð hefur staðfest sem íslenska staðla, skv. 8. grein laga um byggingarvörur nr. 114/2014.
Meira ...

28.10.2015

Norrænt samstarf um visthönnun og orkumerkingar

Meðal verkefna Mannvirkjastofnunar eru visthönnun vöru og orkumerkingar en kröfur um visthönnun vöru og orkumerkingar byggjast á samræmdri löggjöf á Evrópska efnahagssvæðinu. Í veftímaritinu GREEN GROWTH sem gefið er út af Norrænu ráðherranefndinni er nýleg grein eftir Pál Tómas Finnsson um kosti norrænnar samvinnu í eftirliti á markaði og visthönnun vöru. Í greininni kemur meðal annars fram að markmið Evrópusambandsins er að auka orkunýtni um 20% fyrir árið 2020.
Meira ...

27.10.2015

Brunavarnaáætlun staðfest fyrir Grundarfjörð

Grundarfjarðarbær og Mannvirkjastofnun skrifuðu á föstudaginn undir brunavarnaáætlun bæjarins. Þar voru mættir fulltrúar frá Grundarfjarðarbæ, úr bæjarstjórn, bygginganefnd, slökkviliði auk fulltrúa frá Mannvirkjastofnun og fyrirtækinu Eldor sem vann að brunavarnaáætluninni í nánu samstarfi við slökkviliðsstjóra Grundarfjarðar.
Meira ...

19.10.2015

Verklýsing og leiðbeiningar um mælingar á jarðskautum

Mannvirkjastofnun hefur í samstarfi við hagsmunaaðila og sérfræðinga á raforkusviði látið útbúa verklýsingu og stuðningsskjöl sem eru leiðbeinandi um hönnun/útreikninga, mælingar og eftirlits með jarðskautum, til að tryggja að fyllsta öryggis sé gætt og snerti- og skrefspennur séu innan hættumarka.
Meira ...

14.10.2015

Þjónusta Mannvirkjastofnunar í verkfalli SFR

Stéttarfélagið SFR hefur boðað verkföll hjá sínum félagsmönnum á næstu vikum. Frá og með miðnætti aðfaranótt fimmtudagsins 15.október til miðnættis föstudagsins 16. október 2015 er fyrsta verkfallið sem mun hafa áhrif á starfsemi Mannvirkjastofnunar. Viðskiptavinir eru beðnir um að sýna því skilning að meðan á verkföllum stefndur mun símavarsla og móttaka viðskiptavina á skrifstofu stofnunarinnar fara úr skorðum.
Meira ...

12.10.2015

Jarðtenging háspennuvirkja – Íslensk þýðing

Mannvirkjastofnun vekur athygli á því að Staðlaráð Íslands hefur gefið út í íslenskri þýðingu staðalinn ÍST EN 50522, Jarðbinding háspennuvirkja. Staðalinn kemur í stað ÍST 170 Háspennuvirki fyrir riðspennu yfir 1 kV, ásamt staðlinum ÍST EN 61936-1 Power installations exceeding 1 kV a.c. - Part 1: Common rules.
Meira ...

14.09.2015

Löggildingarnámskeið fyrir mannvirkjahönnuði

Námskeið fyrir mannvirkjahönnuði, sem óska löggildingar Mannvirkjastofnunar til að gera aðal- og séruppdrætti sbr. ákvæði 25. og 26.gr. laga um mannvirki nr. 160/2010, verður haldið í nóvember 2015, ef næg þátttaka fæst.
Meira ...

26.08.2015

Brunavarnaáætlun Fjallabyggðar 2014-2019

Brunavarnaáætlun Fjallabyggðar fyrir árin 2014-2019 var samþykkt þann 22. júlí sl. Brunavarnaáætlun leggur grunninn að gæðastjórnun og úttekt á starfsemi slökkviliðs fyrir þá aðila sem bera ábyrgð á brunavörnum í sveitarfélaginu. Áætlunin auðveldar einnig íbúum sveitarfélagsins að fá upplýsingar um veitta þjónustu, skipulags slökkviliðs og markmið með rekstri þess í sveitarfélaginu.
Meira ...

18.08.2015

Möguleg hætta á raflosti af IKEA Patrull næturljósum

Mannvirkjastofnun vekur athygli á innköllun IKEA á næturljósum, vegna hættu á raflosti sem af þeim getur stafað. Næturljósin hafa verið seld í Evrópu og N-Ameríku frá árinu 2013. Mannvirkjastofnun beinir því til allra eigenda og umráðamanna næturljósa eins og hér um ræðir að hætta notkun þeirra þegar í stað og hafa samband við IKEA.
Meira ...

17.07.2015

Ársskýrsla Mannvirkjastofnunar 2014 er komin út

Ársskýrsla Mannvirkjastofnunar fyrir árið 2014 hefur verið gefin út.
Meira ...

15.07.2015

Skoðunarhandbækur

Umhverfis og auðlindaráðuneytið hefur birt tillögur Mannvirkjastofnunar að skoðunarhandbókum vegna framkvæmdar lokaúttekta, öryggisúttekta og áfangaúttekta og vegna yfirferðar hönnunargagna í tengslum við mannvirkjagerð þar sem óskað er eftir athugasemdum.
Meira ...

10.07.2015

Lög nr. 40/2015 um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum

Alþingi samþykkti þann 30. júní sl. ný heildarlög um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum. Lögin leysa af hólmi eldri lög nr. 61/1992, um sinubrennur og meðferð elds á víðavangi. Markmið með lagasetningunni er að tryggja öryggi og heilsu fólks, koma í veg fyrir eignatjón og draga úr mengun og skaða á umhverfinu.
Meira ...

15.06.2015

Viðbrögð og skráning rafmagnsslysa

Mannvirkjastofnun hefur látið útbúa upplýsingarit um slys af völdum rafmagns. Ritið var unnið í góðu samstarfi við hagsmunaaðila á rafmagnssviði, þ.e. Samorku, Rafiðnaðarsamband Íslands og Samtök rafverktaka. Ritið er ætlað fagmönnum sem starfa á rafmagnssviði og inniheldur almennar upplýsingar um rafmagnsslys og rétt viðbrögð við þeim.
Meira ...

05.06.2015

Orkubú Vestfjarða fær viðurkenningu fyrir öryggismál

Á landsþingi Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem haldið var á Ísafirði var Orkubúi Vestfjarða veitt viðurkenning fyrir kerfisbundið vinnuverndarstarf og forvarnir sem stuðla að bættu starfsumhverfi og öryggi starfsmanna. Í tilefni af þessu má nefna, að OV hefur sett sér stefnu í öryggis-, heilbrigðis- og vinnuumhverfismálum, þar sem stefnan er slysalaus vinnustaður. Einnig liggur fyrir skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað.
Meira ...

05.06.2015

Möguleg eldhætta af Beats Pill XL hátölurum frá Apple

Mannvirkjastofnun vekur athygli á innköllun Apple á hátölurum, vegna brunahættu sem af þeim getur stafað. Hátalararnir hafa verið seldir um allan heim frá því í janúar 2014. Mannvirkjastofnun beinir því til allra eigenda og umráðamanna hátalara eins og hér um ræðir að hætta notkun þeirra þegar í stað og hafa samband við Apple (sjá innköllun og leiðbeiningar Apple) eða aðra söluaðila ef því er að skipta.
Meira ...

01.06.2015

Mannvirkjastofnun auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Fræðslusjóði brunamála

Markmið sjóðsins er að stuðla að aukinni þekkingu þeirra sem starfa að brunamálum á sviði brunavarna og slökkviliðsstarfa. Sjóðurinn greiðir styrki til rannsóknar- og þróunarverkefna, námskeiðsgjöld, ferða- og dvalarkostnað, laun á námstíma og styrki vegna námskeiða og endurmenntunar.
Meira ...

01.06.2015

Jarðgangnanámskeið á Akureyri

Dagana 27. og 28. maí var haldið jarðgangnanámskeið á Akureyri. Tuttugu og þrír einstaklingar sóttu þetta námskeið. Slökkviliðin við Eyjafjörð fengu styrk úr Fræðslusjóði brunamála 2014 og var styrkurinn nýttur til að halda þetta námskeið. Námskeiðið tóks mjög vel og voru allir þátttakendur sammála um það að þetta hafi verið mjög þarft námskeið.
Meira ...

27.05.2015

Námskeið vegna slökkvistarfa í jarðgöngum, Akureyri, 27. - 28. maí

Námskeið vegna slökkvistarfa í jarðgöngum verður haldið á Akureyri dagana 27. - 28. maí. Námskeiðið er á vegum slökkviliða við Eyjafjörð. Á námskeiðinu verður farið yfir þjálfun, æfingar, öryggismál, búnað, stjórnun og skipulag ásamt því að takast á við borðæfingar.
Meira ...

22.05.2015

Norrænn fundur um orkunýtni og orkumerkingar

Þann 21. og 22. maí var haldinn fundur á vegum Nordsyn hjá Mannvirkjastofnun. Á fundinn mættu fulltrúar norrænna stofnana sem fjalla um orkunýtni og orkumerkingar í sínu heimalandi. Markmið Nordsyn er að vinna að orkusparnaði með því að stunda markvisst eftirliti með allri vöru á markaði sem nýtir orku. Neytendur eru hafa lykilhlutverki að gegna í þessu eftirliti en með því að seljendur orkumerkja vörur geta neytendur tekið upplýstar ákvarðanir sem sparar þeim og samfélaginu rekstrarkostnað í formi betri orkunýtingar.
Meira ...

21.05.2015

Tjón vegna vatnsleka vel á þriðja milljarð króna

Vatnstjón á heimilum og í fyrirtækjum nam vel á þriðja milljarði króna 2014 og varð langmestur hluti tjónsins á heimilum. Heildarfjöldi tilvika er 7.387 eða að meðaltali 20 á degi hverjum. Í 1.442 tilvikum reyndist tjónið ekki bótaskylt. Langalgengast er að tjón í hverju tilviki sé innan við ein milljón króna en þó nam kostnaður í 418 tilvikum einni milljón eða meira og í tugum tilvika nam tjónið þremur milljónum króna eða meira. Heimilin bera talsverðan hluta kostnaðarins sjálf.
Meira ...

13.05.2015

Vandamál við að opna pdf skjöl í Chrome vafranum á vef Mannvirkjastofnunar

Viðskiptavinir Mannvirkjastofnunar hafa haft samband vegna þess að þeir hafa lent í vandræðum með að opna pdf skjölin á vef stofnunarinnar. Þetta starfar af því að Google hefur uppfært Chrome vafrann en vonandi verður þetta vandamál leyst sem fyrst. Þangað til má notast við leiðbeiningarnar hér fyrir neðan. Hægt er að opna skjölin í öðrum vöfrum, Explorer, Safari eða Firefox. Einnig má vista þau niður á tölvuna opna þau síðan.
Meira ...

22.04.2015

Myglusveppur í húsnæði

Út er komin skýrsla starfshóps um mögulegar úrbætur vegna mygluvandamála í húsnæði.
Meira ...

16.04.2015

Samstarf um átak í eldvörnum á Akranesi

Akraneskaupstaður og Eldvarnabandalagið hafa gert með sér samkomulag um að efla eldvarnir á heimilum og í fyrirtækjum og stofnunum á Akranesi. Markmið samstarfsins er meðal annars að þróa verkefni sem geta nýst öðrum við eldvarnafræðslu og innleiðingu eigin eldvarnaeftirlits fyrirtækja og stofnana.
Meira ...

10.04.2015

Eldvarnabandalagið fagnar ákvæðum um eldvarnir í húsaleigulögum

Eldvarnabandalagið fagnar tillögu stjórnvalda um að í húsaleigulögum verði kveðið á um skyldur leigusala til að tryggja eldvarnir í leiguhúsnæði og telur að ný ákvæði um eldvarnir yrðu mikilvægt skref í þá átt að auka eldvarnir í leiguhúsnæði.
Meira ...

24.03.2015

Markaðskönnun á slökkvitækjum, reykskynjurum og slöngukeflum

Mannvirkjastofnun vekur athygli á því að á næstu dögum fer fram könnun vegna markaðseftirlits með slökkvitækjum, reykskynjurum og slöngukeflum. Könnunin er gerð á vegum Mannvirkjastofnunar í samráði við Vinnueftirlitið. Kannað verður hvort lágmarksauðkenni vöru liggi fyrir og sýnt sé fullnægjandi samræmi við þá staðla sem gilda um framangreindar vörur.
Meira ...

05.03.2015

Ráðstefna Mannvirkjastofnunar og slökkviliða

Dagana 12.-13. mars 2015 verður ráðstefna Mannvirkjastofnunar og slökkviliða haldin á Hótel Selfoss. Á ráðstefnunni verður m.a. rætt um úttektir á slökkviliðum, ný og breytt lög og reglugerðir, brunavarnaáætlanir, áhrif stórfyrirtækja á slökkvilið svo eitthvað sé nefnt.
Meira ...

04.03.2015

Ársskýrsla um markaðseftirlit raffanga fyrir árið 2014

Mannvirkjastofnun hefur yfirumsjón með markaðsgæslu raffanga á Íslandi auk þess að annast markaðseftirlit með rafföngum. Stofnunin fylgist með rafföngum á markaði og tekur við ábendingum frá notendum og öðrum aðilum. Komin er út ársskýrsla BSI á Íslandi ehf um markaðseftirlit raffanga fyrir árið 2014.
Meira ...

27.02.2015

Landið að rísa í byggingariðnaði

Skýrsla um stöðu byggingariðnaðar var kynnt í fyrsta skipti á morgunverðarfundi í Húsi atvinnulífsins sl. fimmtudag. Þar var fjallað um niðurstöður úr spurningakönnun sem lögð var fyrir „Stefnumót íslensks byggingariðnaðar“ í nóvember.
Meira ...

25.02.2015

Könnun á rafmagnsöryggi á íslenskum heimilum

Í desember síðastliðnum framkvæmdi Capacent könnun á rafmagnsöryggi á heimilum meðal 879 einstaklinga úr Viðhorfshópi Capacent Gallup. Markmiðið var að kanna viðhorf almennings til nokkurra atriða er lúta að rafmagnsöryggi.
Meira ...

11.02.2015

112 - dagurinn - öryggi og velferð barna ungmenna í brennidepli

Alls bárust Neyðarlínunni yfir fimm þúsund tilkynningar vegna barna í vanda fyrstu tíu heilu árin eftir að samstarf 112 og Barnaverndarstofu um neyðarsímsvörun vegna barnaverndar hófst. 112 er helsti farvegurinn fyrir almenning til að koma að tilkynningum til barnaverndaryfirvalda um allt land.
Meira ...

10.02.2015

112-dagurinn - öryggi og velferð barna og ungmenna í brennidepli

112-dagurinn er haldinn um allt land 11. febrúar og er sjónum að þessu sinni beint að öryggi og velferð barna og ungmenna. Dagurinn var skipulagður í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið og hyggst fjöldi viðbragðsaðila heimsækja grunnskóla landsins til að ræða við nemendur um neyðarnúmerið, slysavarnir og skyndihjálp. Þá fræðir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins börn í 4. bekk um neyðarnúmerið, slysavarnir og skyndihjálp.
Meira ...

16.01.2015

Samið um aðgerðir Eldvarnabandalagsins

Eldvarnabandalagið hyggst efla starf sitt að úrbótum í eldvörnum heimila og fyrirtækja á þessu ári til að auka öryggi fólks og draga úr eignatjóni vegna eldsvoða. Samkvæmt samkomulagi um aðgerðir sem gert var nýlega hyggst Eldvarnabandalagið meðal annars leggja áherslu á að auka eldvarnir í leiguhúsnæði og hjá ungu fólki en rannsóknir sýna að þessir hópar eru berskjaldaðri en aðrir þegar kemur að eldvörnum.
Meira ...

02.12.2014

Fundur Norrænna rafmagnsöryggisstofnana, NSS, í Reykjavík

Fundur Norrænna rafmagnsöryggisstofnana, NSS, var haldinn á Grand Hótel í Reykjavík dagana 12. og 13. nóvember.
Meira ...

19.11.2014

Eldvarnabandalagið vill skylda leigusala til að tryggja eldvarnir

Eldvarnir hjá leigjendum eru miklu lakari en hjá þeim sem búa í eigin húsnæði samkvæmt nýrri könnun Capacent Gallup. Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar, telur að bregðast verði við þessari staðreynd með því að setja ákvæði í húsaleigulög og löggilta leigusamninga um skyldur leigusala vegna eldvarna. Könnunin sýnir að 63 prósent leigjenda hafa engan eða aðeins einn reykskynjara. Hlutfallið er 26 prósent hjá þeim sem búa í eigin húsnæði.
Meira ...

17.10.2014

Möguleg hætta á raflosti og eldhætta af tengiboxum, MP3-spilurum og USB-fjöltengjum frá König

Mannvirkjastofnun vekur athygli á innköllun Elko á tengiboxum, MP3-spilurum og USB-fjöltengjum frá König, vegna hættu á raflosti og bruna sem af þeim getur stafað. Rafföngin voru seldar hjá Elko á árunum 2011-2014. Athygli er vakin á að Elko innkallaði í síðasta mánuði fleiri tölvuvörur af svipuðum toga frá König.
Meira ...

12.09.2014

Möguleg hætta á raflosti og eldhætta af hýsingum fyrir harða diska og 7 "porta" USB-tengi frá König

Mannvirkjastofnun vekur athygli á innköllun Elko á hýsingum fyrir harða diska og 7 "porta" USB-tengi frá König, vegna hættu á raflosti og bruna sem af þeim getur stafað. Rafföngin voru seld hjá Elko á árunum 2011-2014.
Meira ...

10.09.2014

Möguleg eldhætta af þurrkurum frá Siemens

Mannvirkjastofnun vekur athygli á öryggisráðstöfunum sem gripið hefur verið til gagnvart þurrkurum frá Siemens, vegna brunahættu sem af þeim getur stafað. Viðkomandi þurrkarar voru framleiddir á árinu 2002.
Meira ...

02.09.2014

Mannvirkjastofnun yfirtekur eftirlit með rafföngum

Frá og með 1. september 2014, fer Mannvirkjastofnun með eftirlit með rafföngum í samræmi við ákvæði laga um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga, nr. 146/1996.
Meira ...

27.08.2014

Dregið verði úr krafti ryk­sugn­anna

Nýj­ar regl­ur Evr­ópu­sam­bands­ins um ryk­sug­ur taka gildi 1. sept­em­ber næst­kom­andi en sam­kvæmt þeim verður afl ryk­sugu­mótora nú tak­markað við 1.600 W.
Meira ...

25.08.2014

Möguleg eldhætta af örbylgjuofnum

Mannvirkjastofnun vekur athygli á innköllunum ELKO á örbylgjuofnum af tegundinni Hitachi, vegna hættu á eldsvoða sem af þeim getur stafað. Viðkomandi örbylgjuofnar voru seldir í ELKO á árunum 2008 og 2009.
Meira ...

12.08.2014

Möguleg hætta af uppblásnum heitum pottum

Mannvirkjastofnun vekur athygli á innköllunum Húsasmiðjunnar, Bauhaus og Byko á uppblásnum heitum pottum af tegundinni MSpa frá Oriental Recreational Products Co. Ltd. (ORPC), vegna hættu á raflosti sem af þeim getur stafað. Viðkomandi pottar voru seldir í Húsasmiðjunni og Bauhaus frá því í maí 2012 þar til í ágúst 2014 og í Byko árið 2010.
Meira ...

14.07.2014

Brunavarnaáætlun Borgarbyggðar

Brunavarnaáætlun fyrir Borgarbyggð fyrir árin 2014-2019 var samþykkt þann 11. júní sl. Brunavarnaáætlun leggur grunninn að gæðastjórnun og úttekt á starfsemi slökkviliðs fyrir þá aðila sem bera ábyrgð á brunavörum í sveitarfélaginu. Áætlunin auðveldar einnig íbúum sveitarfélagsins að fá upplýsingar um veitta þjónustu, skipulags slökkviliðs og markmið með rekstri þess í sveitarfélaginu.
Meira ...

04.07.2014

Breyting á reglugerð um raforkuvirki

Mannvirkjastofnun vekur athygli á breytingu á reglugerð um raforkuvirki nr. 678/2009 um raforkuvirki með síðari breytingum. Í breytingunni fellst að sett er inn tilvísun til nýrra staðla á háspennusviði.
Meira ...

04.07.2014

Hin gleymda brunahætta heimilisins?

Stór hluti allra eldsvoða á heimilum verða í tengslum við notkun rafmagns. Af þeim eru rúmlega fimm af hverjum tíu vegna aðgæsluleysis við notkun eldavéla og í flestum tilvikum hefði með einföldum umgengnisvenjum mátt komast hjá þeim.
Meira ...

27.06.2014

Brunavarnaáætlun fyrir Húnaþing vestra

Brunavarnaáætlun fyrir Brunavarnir Húnaþings vestra 2014-2018 var samþykkt á fundi sveitarstjórnar þann 15. maí sl. Brunavarnaáætlun leggur grunninn að gæðastjórnun og úttekt á starfsemi slökkviliðs fyrir þá aðila sem bera ábyrgð á brunavörum í hverju sveitarfélagi.
Meira ...

28.05.2014

Starfsmenn Mannvirkjastofnunar taka þátt í Hjólað í vinnuna

Í ár tóku 11 starfsmenn Mannvirkjastofnunar af 24 þátt í átakinu Hjólað í vinnuna. Starfsmenn hjóluðu frá Mosfellsbæ, Hafnarfirði, Kópavogi og Úlfarsfelli en líka styttri vegalengdir. Nokkrir gengu í vinnuna eða notuðu almenningssamgöngur.
Meira ...

25.05.2014

Hæg breytileg átt, nýr vettvangur þverfaglegrar hugmyndavinnu um íbúðakosti í íslensku þéttbýli

Hæg breytileg átt er nýr vettvangur þverfaglegrar hugmyndavinnu sem er ætlað að varpa ljósi á vistvænni, samfélagsmiðaðri, hagkvæmari og framsæknari íbúðakosti í íslensku þéttbýli. Fjórir verkefnahópar voru valdir til að þróa hugmyndir um framtíðarkosti í íslenskum íbúðamálum og kynntu þau verkefni sín í Iðnó laugardaginn 24. maí.
Meira ...

14.05.2014

Lög sett um færslu eftirlits með rafföngum til Mannvirkjastofnunar

Í dag, 14. maí, voru samþykkt á Alþingi lög um breytingu á ýmsum lagaákvæðum vegna færslu eftirlits með rafföngum til Mannvirkjastofnunar (forræði rafmagnsöryggismála). Munu lögin taka gildi 1. september 2014. Með frumvarpinu var lagt til að sá hluti af markaðseftirliti raffanga, sem var undir eftirliti og forræði Neytendastofu, færist til Mannvirkjastofnun þannig að forræði rafmagnsöryggismála verði hjá einni stofnun.
Meira ...

09.05.2014

Grænt bókhald hjá Mannvirkjastofnun

Mannvirkjastofnun skilaði grænu bókhaldi fyrir árin 2012 og 2013 til fjármálaráðuneytisins, í mars 2014.
Meira ...

08.05.2014

Gerum sumarið öruggt

Á sumrin tökum við okkur til og dyttum að tréverki, hvort sem um er að ræða grindverk eða sumarbústað, og grillum síðan á eftir. Á heimasíðu Mannvirkjastofnunar má finna greinar um það sem getur þurft að varast að sumri til.
Meira ...

07.05.2014

Byggingarreglugerð með uppfærðum breytingum

Byggingarreglugerð með uppfærðum breytingum er nú komin á vef Mannvirkjastofnunar. Einnig er hægt að kaupa útprentað eintak hjá Mannvirkjastofnun.
Meira ...

16.04.2014

Landsnet varar við hættu við háspennumannvirki vegna svif- og skíðadreka

Vegna vaxandi notkunar svokallaðra skíðadreka hérlendis - til að draga skíða- og brettafólk yfir snævi þakta grund - varar Landsnet við hættum sem geta skapast ef íþrótt þessi er stunduð of nálægt háspennumannvirkjum, sér í lagi háspennulínum.
Meira ...

07.04.2014

Mannvirkjastofnun auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Fræðslusjóði brunamála

Markmið sjóðsins er að stuðla að aukinni þekkingu þeirra sem starfa að brunamálum á sviði brunavarna og slökkviliðsstarfa. Sjóðurinn greiðir styrki til rannsóknar- og þróunarverkefna, námskeiðsgjöld, ferða- og dvalarkostnað, laun á námstíma og styrki vegna námskeiða og endurmenntunar.
Meira ...

31.03.2014

Reglugerð um starfsábyrgðartryggingar hönnuða og byggingarstjóra

Ný reglugerð um starfsábyrgðartryggingar hönnuða og byggingarstjóra hefur verið undirrituð í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Reglugerðin öðlast gildi 1. júní 2014.
Meira ...

21.03.2014

Breytingar á Eldvarnaeftirlitsnámskeiði III

Ákveðið hefur verið að setja Eldvarnaeftirlitsnámskeið III í fjarnám. Námskeiðið sem fyrirhugað var 31. mars - 2. apríl mun því falla niður. Skráning í fjarnámið lýkur 1. maí en opnað verður fyrir námið 9. maí.
Meira ...

21.03.2014

Breyting á byggingarreglugerð

Breyting á byggingarreglugerð, nr.112/2012, var undirrituð af umhverfisráðherra þann 19. mars síðast liðinn og hefur verið auglýst í Stjórnartíðindum. Þetta er þriðja breytingin sem gerð er á reglugerðinni.
Meira ...

20.03.2014

Áhugaverð umfjöllun um vatnstjón

Undanfarna daga hafa vatnstjón verið til umfjöllunar í fjölmiðlum. Í dag birtist grein í Fréttablaðinu um vatnstjón eftir Björn Karlsson. Einnig var viðtal á Bylgjunni við Guðmund Pál Ólafsson formann félags pípulagningarmeistara og Sigrúnu A. Þorsteinsdóttur sérfræðing í forvörnum hjá VÍS.
Meira ...

17.03.2014

Vatnstjón vel á þriðja milljarð króna á síðasta ári

Vatnstjón á heimilum og í fyrirtækjum nam á þriðja milljarði króna árið 2013 og og varð langmestur hluti tjónsins á heimilum eða 84 prósent. Tryggingafélögin bæta tjónið að miklu leyti en ljóst er að heimilin bera verulegan kostnað af vatnstjóni.
Meira ...

12.03.2014

Iðnaðarmenn á námskeið til að hindra vatnstjón

IÐAN fræðslusetur auglýsir um þessar mundir námskeið fyrir iðnaðarmenn sem starfa við byggingu og frágang votrýma en tilgangurinn er að auka fagmennsku og þekkingu iðnaðarmanna.
Meira ...

10.03.2014

Ársskýrslur um markaðseftirlit raffanga fyrir árið 2013

Mannvirkjastofnun hefur yfirumsjón með markaðsgæslu raffanga á Íslandi auk þess að annast markaðseftirlit með rafföngum sem við notkun er ætlað að vera varanlega tengd mannvirkjum.
Meira ...

06.03.2014

Samstarf um varnir gegn vatnstjóni á heimilum

Gríðarlegt eignatjón, mikil óþægindi og jafnvel heilsutjón verður vegna vatnsleka, raka og myglu á íslenskum heimilum ár hvert. Tryggingafélögin bæta hluta tjónsins en verulegar fjárhæðir lenda á heimilunum.
Meira ...

26.02.2014

Ráðstefna slökkviliðsstjóra 2014

Dagana 13-14. mars 2014 verður ráðstefna slökkviliðsstjóra haldin á Grand Hótel, Reykjavík. Á ráðstefnunni verður rætt um eldvarnaeftirlit og kröfur sem gerðar eru til þess af borgurum og slökkviliðsmönnum, efnalög, Brunamálaskólann og öryggi slökkviliðsmanna.
Meira ...

23.02.2014

Sýnum aðgæslu til fjalla, ábending frá Landsneti

Landsnet beinir þeim tilmælum til útivistarfólks og annarra sem eru á ferð nærri háspennulínum til fjalla og á hálendinu að fara varlega. Fannfergi er víða svo mikið að hættulega stutt er upp í línuleiðarana. Verst er ástandið á norðanverðum Vestfjörðum.
Meira ...

12.02.2014

Mann- og eignatjón í eldsvoðum 2013

Mannvirkjastofnun hefur tekið saman bráðabirgðatölur yfir mann- og eignatjón í eldsvoðum á árinu 2013 og voru þær kynntar á fundi í Brunatæknifélagi Íslands 29. janúar 2013. Í ljós kemur að eignatjón á mannvirkjum sem tryggingarfélögin bættu árið 2013 varð 1239 millj. kr. sem eru minnstu tjón sem orðið hafa frá árinu 1993.
Meira ...

11.02.2014

112-dagurinn - Aukum öryggi í vetrarferðum

112-dagurinn er haldinn um allt land 11. febrúar. Hann er einnig haldinn víða um Evrópu en 112 er samræmt neyðarnúmer í Evrópu. Markmið dagsins er að kynna neyðarnúmerið og þá margvíslegu aðstoð sem almenningur hefur aðgang að í gegnum það. Að þessu sinni er áhersla lögð á að auka öryggi í ferðum fólks að vetrarlagi, hvort sem er á vegum eða utan alfaraleiða.
Meira ...

10.02.2014

Skýrsla Mannvirkjastofnunar um slys af völdum rafmagns síðastliðin 10 ár

Í skýrslunni kemur fram að á árunum 2003–2012 voru skráð 50 rafmagnsslys hjá Mannvirkjastofnun. Stofnunin telur að það sé aðeins lítill hluti allra rafmagnsslysa, en gerir ráð fyrir að skráningin nái til flestra alvarlegra slysa sem verða. Ekkert dauðsfall varð af völdum rafmagns á þessu tímabili.
Meira ...

22.01.2014

Mikilvæg öryggisviðvörun, Philips Café Gourmet kaffivél

Philips hefur fundið öryggisgalla sem gæti haft áhrif á Philips Café Gourmet kaffivélar sem framleiddar voru frá mars 2012 til júní 2013. Philips leggur ríka áherslu á heilsu viðskiptavina og mun því innkalla þessar kaffivélar í varúðarskyni.
Meira ...

07.01.2014

Möguleg eldhætta af uppþvottavélum frá Siemens og Bosch

Mannvirkjastofnun vekur athygli á öryggisráðstöfunum sem gripið hefur verið til gagnvart uppþvottavélum frá Siemens og Bosch.
Meira ...

11.12.2013

Möguleg köfnunarhætta af veggljósum frá IKEA

Mannvirkjastofnun vekur athygli á öryggisráðstöfunum sem IKEA hefur lagt til að gripið verði til gagnvart veggljósum af gerðinni IKEA SMILA
Meira ...

10.12.2013

Ný reglugerð um reykköfun nr. 1088/2013

Ný reglugerð um reykköfun hefur verið birt á vef Stjórnartíðinda og fellur þar með eldri reglugerð úr gildi.
Meira ...

02.12.2013

Málþing á Akureyri um raka og myglu

Málþing um raka og myglu í byggingum fór fram síðastliðinn miðvikudag, hinn 20. nóvember, fyrir fullum sal á Hótel KEA á Akureyri. Sex erindi voru flutt á málþinginu en það sóttu um 100 manns nánast úr öllum starfsstéttum.
Meira ...

22.11.2013

Slökkviliðsmenn hvetja fólk til að efla eldvarnir á heimilum

Slökkviliðsmenn heimsækja vel á fimmta þúsund átta ára börn til að fræða þau og fjölskyldur þeirra um eldvarnir. Umhverfisráðherra fræðir börn í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ um eldvarnir í gær, fimmtudaginn 21. nóvember.
Meira ...

28.10.2013

Etanólarnar

Af gefnu tilefni vill Mannvirkjastofnun benda á eldhættu sem getur stafað af etanól-örnum ef ekki er rétt með þá farið. Undanfarin ár hefur verið sett upp mikið af etanól-örnum í húsum hér á landi og það talið þeim til kosts að ekki þurfi að setja upp reykháf frá þeim og "engin" eldhætta stafi af þeim. Mannvirkjastofnun er kunnugt um að sprengingar hafi orðið í slíkum örnum með þeim afleiðingum að það kviknaði í húsinu sem þeir voru í og einnig eru til dæmi um alvarleg slys á fólki vegna etanól-arna.
Meira ...

07.10.2013

Viljayfirlýsing um samstarf

Mannvirkjastofnun og Samtök iðnaðarins hafa gert með sér samkomulag um nánara samstarf og samráð. Orri Hauksson, framkvæmdastjóri SI og Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar skrifuðu undir viljayfirlýsingu þann 4. október.
Meira ...

25.09.2013

Samráðsfundur Mannvirkjastofnunar og byggingarfulltrúa

Samráðsfundur Mannvirkjastofnunar og byggingarfulltrúa verður haldinn í Rúgbrauðsgerðinni Borgartúni 6, Reykjavík dagana 17.-18. október 2013. Skráning á netfangið jon@mvs.is fyrir kl. 16:00 mánudaginn 14. október.
Meira ...

12.09.2013

Raki og mygla í byggingum - málþing um heilsu, hollustu og aðgerðir

Málþing um raka og myglu í byggingum verður haldið á Grand Hótel í Reykjavík föstudaginn 13. september næstkomandi. Auk fjölda innlendra sérfræðinga flytur doktor Anne Hyvarinen erindi á málþinginu, en hún er einn helsti sérfræðingur Finna um rakaskemmt húsnæði og viðbrögð við vandanum.
Meira ...

12.09.2013

Könnun á umfangi slysa og óhappa af völdum rafmagns hjá fagmönnum á rafmagnssviði

Fyrir stuttu lét Mannvirkjastofnun í samvinnu við Samorku, SART og Rafiðnaðarsamband Íslands rannsóknarfyrirtækið Capacent Gallup kanna tíðni slysa og óhappa hjá fagmönnum á rafmagnssviði hér á landi. Sambærileg könnun var gerð árið 2005 og eru niðurstöður úr henni mjög áþekkar niðurstöðum úr nýju könnuninni. Markmiðið með fyrrgreindum könnunum er fyrst og fremst að fá betri yfirsýn yfir slys og óhöpp af völdum rafmagns hér á landi enda berast Mannvirkjastofnun einungis upplýsingar um alvarlegustu rafmagnsslysin.
Meira ...

10.06.2013

Norræn samvinna í rafmagnsöryggismálum

Norrænt samstarf í rafmagnsöryggismálum miðar að því að greina áhættur á frumstigi og efla slysavarnir. Norrænar stofnanir sem fara með eftirlit með rafmagnsöryggismálum, stuðla að bættu rafmagnsöryggi með reglubundnu eftirliti, rannsóknum og eftirfylgni með slysum.
Meira ...

26.04.2013

Reglugerð nr. 350/2013 um (2.) breytingu á byggingarreglugerð nr. 112/2013

Breyting á byggingarreglugerð, nr.112/2012 var undirrituð af umhverfisráðherra þann 16 apríl síðast liðinn og hefur verið auglýst í stjórnartíðindum. Þetta er önnur breytingin sem gerð hefur verið á reglugerðinni.
Meira ...

03.04.2013

BSI á Íslandi ehf mun annast framkvæmd markaðseftirlits raffanga næstu þrjú árin.

Samningur milli Mannvirkjastofnunar og BSI á Íslandi ehf um framkvæmd markaðseftirlits með rafföngum var undirritaður í dag miðvikudaginn 3. apríl.
Meira ...

22.03.2013

Innköllun á ljóstvistum (LED-perum)

Mannvirkjastofnun vekur athygli á innköllun á ljóstvistum (LED-perum) sem brunahætta getur stafað af.
Meira ...

21.03.2013

Ársskýrsla um markaðseftirlit raffanga fyrir árið 2012

Mannvirkjastofnun hefur yfirumsjón með markaðsgæslu raffanga á Íslandi auk þess að annast markaðseftirlit með rafföngum sem við notkun er ætlað að vera varanlega tengd mannvirkjum, þ.e. skrúfuð eða boltuð föst eða tengd fastri raflögn í mannvirkjum, sem og rafföngum til iðnaðar- og atvinnunota. Stofnunin fylgist með rafföngum á markaði og tekur við ábendingum frá notendum og öðrum aðilum.
Meira ...

13.03.2013

Drög að breytingum á byggingarreglugerð

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur í samvinnu við Mannvirkjastofnun unnið drög að breytingu á 9. hluta byggingarreglugerðar nr. 112/2012 sem lýtur að vörnum gegn eldsvoða. Tekið er á móti umsögnum og athugasemdum um breytingarnar á vef Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins til 18. mars næstkomandi.
Meira ...

11.03.2013

Öryggisdagur SART 2013

Ráðstefna um öryggismál fyrirtækja í rafiðnaði verður haldin á Grand Hótel Reykjavík, föstudaginn 15. mars nk. kl. 13:30-16:30. Verkkaupar gera sífellt meiri kröfur varðandi öryggismál og vitund starfsmanna um eigið öryggi hefur aukist mjög á síðari árum. Markmiðið með ráðstefnunni er að upplýsa rafverktaka um stöðu mála og hvetja þá til dáða við innleiðingu öryggismenningar í sínum fyrirtækjum.
Meira ...

12.02.2013

Miðlæg rafmagnsöryggisgátt – nýjungar í rafrænni stjórnsýslu hjá Mannvirkjastofnun

Mannvirkjastofnun hefur tekið í notkun nýtt upplýsingakerfi sem nefnist Miðlæg rafmagnsöryggisgátt. Með vaxandi netnotkun almennings á síðustu árum hafa kröfur á hið opinbera um rafrænar þjónustuleiðir aukist.
Meira ...

11.02.2013

Þeir sem kunna skyndihjálp eru líklegri til að hjálpa

112-dagurinn er haldinn um allt land í dag, 11. febrúar. Hann er einnig haldinn víða um Evrópu en 112 er samræmt neyðarnúmer í löndum Evrópusambandsins. Markmið dagsins er að kynna neyðarnúmerið og þá margvíslegu aðstoð sem almenningur hefur aðgang að í gegnum það. Að þessu sinni er áhersla lögð á að hvetja fólk til að læra skyndihjálp og hika ekki við að veita fyrstu aðstoð á vettvangi slysa og veikinda.
Meira ...

08.02.2013

Ráðstefna slökkviliðsstjóra 2013

Dagana 14-15. mars 2013 verður ráðstefna slökkviliðsstjóra haldin á Hótel Höfn, Hornafirði. Á ráðstefnunni verður rætt um samræmingu brunavarna, starfsleyfi þjónustuaðila brunavarna og margt annað.
Meira ...

01.02.2013

Nýjar reglur um klær og tengla til heimilisnota

Mannvirkjastofnun hefur gefið út nýjar reglur um klær og tengla til heimilis- og ámóta nota. Reglunum er ætlað að eyða óvissu varðandi gerð klóa og tengla sem miða skal við hér á landi, þ.e. mál sem þessi búnaður skal standast.
Meira ...

18.01.2013

Hættulegar vatnsvélar

Að gefnu tilefni vill Mannvirkjastofnun vekja athygli á innköllun Byko hf á vatnsvélum frá Champ Design Co., Ltd. vegna eldhættu sem af þeim getur stafað. Viðkomandi vatnsvélar voru seldar í Byko á árunum 2006-2010.
Meira ...

17.01.2013

Markaðseftirlit raffanga boðið út

Mannvirkjastofnun hefur ákveðið að bjóða út framkvæmd markaðseftirlits með rafföngum. Ríkiskaup annast útboðið fyrir hönd Mannvirkjastofnunar.
Meira ...

10.01.2013

Málþing um gróðurelda

Fimmtudaginn 17. janúar 2013 verður haldið málþing um gróðurelda. Málþingið fer fram í Hjálmakletti í Borgarbyggð. Á málþinginu verður lögð áhersla á að ræða og miðla upplýsingum leiðir til að auka viðbúnaðargetu slökkviliða með samstarfi sveitarfélaga og stofnana og skilgreina ábyrgð sveitarfélaga og annarra stjórnvalda.
Meira ...

21.12.2012

Laus staða móttökuritara

Mannvirkjastofnun óskar eftir að ráða móttökuritara til starfa í hlutastarf hjá stofnuninni.
Meira ...

16.10.2012

Nýir starfsmenn Mannvirkjastofnunar

Nýlega hófu störf á byggingasviði þeir Jón Guðmundsson byggingarverkfræðingur í stöðu fagstjóra, og Valdimar Gunnarsson byggingarverkfræðingur í stöðu sérfræðings. Þeir eru boðnir velkomnir til starfa hjá Mannvirkjastofnun.
Meira ...

19.09.2012

Ársskýrsla Mannvirkjastofnunar 2011 er komin út

Ársskýrsla Mannvirkjastofnunar fyrir árið 2011 hefur verið gefin út. Í þessari ársskýrslu fyrir fyrsta starfsár stofnunarinnar er farið yfir það sem var efst á baugi í starfssemi hennar á árinu. Má þar nefna t.d. ný lög um mannvirki og nýja byggingarreglugerð.
Meira ...

05.09.2012

Yfirgripsmikil úttekt gerð á raflögnum og rafbúnaði á sjúkrastofnunum

Síðastliðin þrjú ár hefur Mannvirkjastofnun látið skoða raflagnir á annað hundrað sjúkrastofnana víðsvegar um landið. Markmiðið með skoðununum var að fá sem gleggsta mynd af ástandi raflagna og rafbúnaðar á sjúkrastofnunum og koma ábendingum á framfæri við eigendur og forráðamenn þeirra um það sem betur má fara.
Meira ...

31.01.2012

Námskeiðsáætlun Brunamálaskólans 2012

Athugið að skráning á námskeið þarf að berast Brunamálaskólanum að minnsta kosti 10 dögum áður en það hefst. Lágmarksfjöldi þátttakenda er er almennt 12 og hámarksfjöldi 20 nema annað sé tekið fram, náist ekki lágmarksfjöldi á námskeiðið fellur það niður. Skráning er jafnframt staðfesting slökkviliðsstjóra á að viðkomandi slökkviliðsmenn hafi lokið læknisskoðun, þrek og styrktarprófi, fornámi og námi sem samsvarar undanfarandi námskeiðum og hafi aukin ökuréttindi eftir því sem við á.
Meira ...

16.01.2012

Etanól-arnar

Af gefnu tilefni vill Mannvirkjastofnun benda á eldhættu sem getur stafað af etanól-örnum ef ekki er rétt með þá farið. Undanfarin ár hefur verið sett upp mikið af etanól-örnum í húsum hér á landi og það talið þeim til kosts að ekki þurfi að setja upp reykháf frá þeim og "engin" eldhætta stafi af þeim. Mannvirkjastofnun er kunnugt um að sprengingar hafi orðið í slíkum örnum með þeim afleiðingum að það kviknaði í húsinu sem þeir voru í og einnig eru til dæmi um alvarleg slys á fólki vegna etanól-arna.
Meira ...

17.11.2011

Eldvarnaátakið 2011 - Slökkviliðsmenn hafa áhyggjur af berskjölduðum heimilum

Yfir helmingur heimila án reykskynjara, slökkvitækis eða eldvarnateppis. Um þriðjungur heimila með engan eða aðeins einn reykskynjara. Slökkviliðsmenn heimsækja yfir fjögur þúsund átta ára börn til að fræða þau og fjölskyldur þeirra um eldvarnir.
Meira ...

30.09.2011

Ársskýrsla Brunamálastofnunar 2010 komin út

Ársskýrsla Brunamálastofunar fyrir árið 2010 er komin út. Þetta er síðasta ársskýrslan þar sem Brunamálastofnun var lögð niður um áramótin 2010/2011. Í þessari skýrslu er fjallað um starfsemi Brunamálastofnunar síðustu 40 ár.
Meira ...

03.08.2011

Nýtt námsefni Brunamálaskólans

Mannvirkjastofnun hefur gefið út bækling um fjarnám fyrir Brunamálaskólann þar sem fjallað er um verklega kennslu og æfingar henni tengdri. Þar er að finna 12 mismunandi æfingar sem slökkviliðsmenn geta tekið þátt í.
Meira ...

26.07.2011

Fyrsta vindmyllan tengd raforkukerfi Íslands

Haraldur Magnússon bóndi í Belgsholti í Melasveit hefur brotið blað í sögu raforkuframleiðslu á Íslandi með gangsetningu á fyrstu vindmyllunni sem tengd er raforkukerfi landsins. Myllan er hefðbundin spaðamylla og afkastar 30 kW. Hún er sænsk frá Hannevind Vindkraft AB en umboðsaðili á Íslandi er Kiano ehf. í Hveragerði.
Meira ...

15.03.2011

Tvö alvarleg dómsmál sem snerta slökkvilið í nágrannalöndum okkar

Í erlendum fjölmiðlum má í ársbyrjun 2011 finna umfjöllun um tvö alvarleg dómsmál sem snerta slökkvilið í nágrannalöndum okkar. Hvorugu málinu er lokið þannig að niðurstaða dómsmálanna liggur ekki fyrir.
Meira ...