Fréttalisti

10.07.2018

Breytingar á byggingarreglugerð

Reglugerð nr. 669/2018, til breytinga á byggingarreglugerð nr. 112/2012, hefur tekið gildi. Mannvirkjastofnun hefur uppfært samsetta byggingarreglugerð á vef stofnunarinnar.
Meira ...

27.06.2018

Breyting á lögum um mannvirki

Þann 8. júní sl. voru samþykkt á Alþingi lög um breytingar á lögum um mannvirki nr. 160/2010 en frumvarpið var lagt fram 6. febrúar síðastliðinn. Lögin voru birt í Stjórnartíðindum 25. júní 2018 og tóku gildi frá og með þeim degi. Helstu markmið laganna eru að lækka byggingarkostnað og stuðla að einföldun stjórnsýslu við veitingu byggingarleyfis, samþykkt byggingaráforma og við eftirlit með mannvirkjagerð.
Meira ...

15.06.2018

Markaðskönnun á orkumerkingum hjólbarða

Í maí og júní síðastliðinn lét Mannvirkjastofnun framkvæma skoðun á ástandi orkumerkinga hjólbarða. Ástandið var almennt gott en yfir heildina litið voru 79,3% hjólbarðanna með fullnægjandi orkumerkingar, í 1,7% tilfella þóttu merkingarnar ekki fullnægjandi.
Meira ...

17.05.2018

Reglur um markaðssetningu raffanga

Mannvirkjastofnun hefur gefið út bæklinga varðandi reglur um markaðssetningu raffanga. Í bæklingunum er fjallað um helstu skyldur rekstraraðila, þ.e. framleiðenda, innflytjenda og dreifingaraðila, auk þess sem innkaupaaðilum eru gefin ráð til að forðast hættuleg rafföng.
Meira ...

14.05.2018

Ársskýrsla um markaðseftirlit raffanga fyrir árið 2017

Komin er út ársskýrsla BSI á Íslandi ehf um markaðseftirlit raffanga fyrir árið 2017. Þar kemur m.a. fram að farið var í 198 heimsóknir til söluaðila raffanga á síðasta ári og 15.149 rafföng „skimuð" í þessum heimsóknum.
Meira ...

11.05.2018

Drög að breytingu á byggingarreglugerð í umsögn

Vakin er athygli á að Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að breytingu á byggingarreglugerð nr. 112/2012. Umsögnum skal skilað í samráðsgátt Stjórnarráðsins eigi síðar en 23. maí næstkomandi.
Meira ...

04.05.2018

Ný brunavarnaáætlun Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins

Í dag var þeim tímamótum fagnað í sögu Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (SHS) að stjórn SHS, Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar og Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins undirrituðu nýja brunavarnaáætlun fyrir höfuðborgarsvæðið.
Meira ...

13.04.2018

BSI á Íslandi ehf mun annast framkvæmd markaðseftirlits raffanga næstu þrjú árin

Þann 13. apríl 2018 var, að undangengnu útboði á vegum Ríkiskaupa, undirritaður samningur milli Mannvirkjastofnunar og BSI á Íslandi ehf um framkvæmd markaðseftirlits með rafföngum. Samningurinn er til þriggja ára og felur í sér að BSI á Íslandi, sem er faggilt skoðunarstofa, tekur að sér skoðun raffanga á markaði hér á landi undir stjórn Mannvirkjastofnunar, samkvæmt skilgreindum verklags- og skoðunarreglum.
Meira ...

21.03.2018

Skagafjörður eflir eldvarnir á heimilum og vinnustöðum

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur gert samkomulag við Eldvarnabandalagið sem Mannvirkjastofnun er aðili að, um að efla eldvarnir á heimilum starfsmanna og í stofnunum sveitarfélagsins. Samstarfið felur í sér að sveitarfélagið innleiðir eigið eldvarnaeftirlit í stofnunum sínum í haust.
Meira ...

20.03.2018

Könnun á orkumerkingum sjónvarpa

Í mars 2018 lét Mannvirkjastofnun framkvæma skoðun á ástandi orkumerkinga nokkurra gerða af sjónvörpum. Skoðanir voru framkvæmdar af BSI á Íslandi ehf sem er faggilt skoðunarstofa á sviði markaðseftirlits. Niðurstöður voru langt frá því að vera viðunandi.
Meira ...

07.03.2018

Steinsteypudagurinn 2018

Steinsteypufélag Íslands heldur hinn árlega Steinsteypudag föstudaginn 9. mars næst komandi á Grand Hótel. Boðið verður upp á fjölda áhugaverðra erinda í bland við góðar veitingar.
Meira ...

06.03.2018

Möguleg brunahætta af fartölvum frá Lenovo

Mannvirkjastofnun vekur athygli á innköllun Lenovo á fjórum gerðum af fartölvum frá Lenovo vegna brunahættu sem af þeim getur stafað. Viðkomandi tölvur voru framleiddar á tímabilinu desember 2016 til október 2017 og a.m.k. ein gerð þeirra var seld hér á landi hjá Origo hf (áður Nýherji).
Meira ...

26.02.2018

Háspenna lífshætta, aðgát í nánd við háspennulínur

Mannvirkjastofnun hefur gefið út bækling sem er ætlaður framkvæmdaaðilum og verktökum sem vinna í námunda við háspennulínur. Markmiðið er að koma í veg fyrir slys eða tjón vegna vinnu í nálægð við háspennu og að umráðamenn eða stjórnendur vinnuvéla og verktakar séu vel upplýstir um öryggis- og hættufjarlægðir.
Meira ...

30.01.2018

Morgunspjall um reynsluna af rafbílum

Vistbyggðarráð boðar til morgunspjalls um reynsluna af rafbílum föstudaginn 2. febrúar klukkan 08:30-10:00.
Meira ...

29.01.2018

Hleðsla rafbíla og raflagnir

Mannvirkjastofnun hefur gefið út bækling um hleðslu rafbíla og raflagnir. Í bæklingnum er fjallað um aðferðir til hleðslu rafbíla, helstu sérákvæði sem gilda um raflagnir þar sem hleðsla rafbíla fer fram og umgengni um þann búnað sem notaður er. Bæklingurinn er uppfærð og endurbætt útgáfa eldri bæklings sem Mannvirkjastofnun gaf út árið 2012.
Meira ...

17.01.2018

Námskeið um byggingarvörur og CE-merkingar

Þriðjudaginn 17. apríl heldur Endurmenntun HÍ, í samstarfi við Mannvirkjastofnun, námskeið um Byggingarvörur og CE-merkingar.
Meira ...

17.01.2018

Námskeið um byggingarreglugerð nr. 112/2012

Þriðjudaginn 24. og fimmtudaginn 26. apríl heldur Endurmenntun HÍ, í samstarfi við Mannvirkjastofnun, námskeið um byggingarreglugerð nr. 112/2012. Markmiðið er að þátttakendur fái heildarsýn yfir byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Meira ...

04.01.2018

Frestun á faggildingu

Þann 28. desember 2017 samþykkti alþingi lög um breytingu á lögum um mannvirki, nr. 160/2010, með síðari breytingum (faggilding, frestur).
Meira ...

30.11.2017

Dagur reykskynjarans er 1. desember – eru þínir í lagi?

Dagur reykskynjarans er 1. desember og af því tilefni hvetur Mannvirkjastofnun alla til að prófa reykskynjarana á heimilinu og skipta um rafhlöður eftir þörfum. Sé enginn eða aðeins einn reykskynjari á heimilinu er ágætt tilefni til þess nú í byrjun aðventu að fjölga reykskynjurum og auka þannig öryggi heimilisfólks.
Meira ...

27.11.2017

Eftirlit með upprunamerkingu timburs

Í fyrrahaust var timburreglugerð ESB lögfest hér á landi með lögum nr. 95/2016 um timbur og timburvörur. ESB reglugerðin er frá árinu 2013 og felur í sér að allt timbur sem kemur á markað í Evrópu þarf að vera upprunavottað. Mannvirkjastofnun hefur umsjón með framkvæmd laganna hér á landi.
Meira ...

Til baka