Fréttalisti

13.04.2018

BSI á Íslandi ehf mun annast framkvæmd markaðseftirlits raffanga næstu þrjú árin

Þann 13. apríl 2018 var, að undangengnu útboði á vegum Ríkiskaupa, undirritaður samningur milli Mannvirkjastofnunar og BSI á Íslandi ehf um framkvæmd markaðseftirlits með rafföngum. Samningurinn er til þriggja ára og felur í sér að BSI á Íslandi, sem er faggilt skoðunarstofa, tekur að sér skoðun raffanga á markaði hér á landi undir stjórn Mannvirkjastofnunar, samkvæmt skilgreindum verklags- og skoðunarreglum.
Meira ...

21.03.2018

Skagafjörður eflir eldvarnir á heimilum og vinnustöðum

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur gert samkomulag við Eldvarnabandalagið sem Mannvirkjastofnun er aðili að, um að efla eldvarnir á heimilum starfsmanna og í stofnunum sveitarfélagsins. Samstarfið felur í sér að sveitarfélagið innleiðir eigið eldvarnaeftirlit í stofnunum sínum í haust.
Meira ...

20.03.2018

Könnun á orkumerkingum sjónvarpa

Í mars 2018 lét Mannvirkjastofnun framkvæma skoðun á ástandi orkumerkinga nokkurra gerða af sjónvörpum. Skoðanir voru framkvæmdar af BSI á Íslandi ehf sem er faggilt skoðunarstofa á sviði markaðseftirlits. Niðurstöður voru langt frá því að vera viðunandi.
Meira ...

07.03.2018

Steinsteypudagurinn 2018

Steinsteypufélag Íslands heldur hinn árlega Steinsteypudag föstudaginn 9. mars næst komandi á Grand Hótel. Boðið verður upp á fjölda áhugaverðra erinda í bland við góðar veitingar.
Meira ...

06.03.2018

Möguleg brunahætta af fartölvum frá Lenovo

Mannvirkjastofnun vekur athygli á innköllun Lenovo á fjórum gerðum af fartölvum frá Lenovo vegna brunahættu sem af þeim getur stafað. Viðkomandi tölvur voru framleiddar á tímabilinu desember 2016 til október 2017 og a.m.k. ein gerð þeirra var seld hér á landi hjá Origo hf (áður Nýherji).
Meira ...

26.02.2018

Háspenna lífshætta, aðgát í nánd við háspennulínur

Mannvirkjastofnun hefur gefið út bækling sem er ætlaður framkvæmdaaðilum og verktökum sem vinna í námunda við háspennulínur. Markmiðið er að koma í veg fyrir slys eða tjón vegna vinnu í nálægð við háspennu og að umráðamenn eða stjórnendur vinnuvéla og verktakar séu vel upplýstir um öryggis- og hættufjarlægðir.
Meira ...

30.01.2018

Morgunspjall um reynsluna af rafbílum

Vistbyggðarráð boðar til morgunspjalls um reynsluna af rafbílum föstudaginn 2. febrúar klukkan 08:30-10:00.
Meira ...

29.01.2018

Hleðsla rafbíla og raflagnir

Mannvirkjastofnun hefur gefið út bækling um hleðslu rafbíla og raflagnir. Í bæklingnum er fjallað um aðferðir til hleðslu rafbíla, helstu sérákvæði sem gilda um raflagnir þar sem hleðsla rafbíla fer fram og umgengni um þann búnað sem notaður er. Bæklingurinn er uppfærð og endurbætt útgáfa eldri bæklings sem Mannvirkjastofnun gaf út árið 2012.
Meira ...

17.01.2018

Námskeið um byggingarvörur og CE-merkingar

Þriðjudaginn 17. apríl heldur Endurmenntun HÍ, í samstarfi við Mannvirkjastofnun, námskeið um Byggingarvörur og CE-merkingar.
Meira ...

17.01.2018

Námskeið um byggingarreglugerð nr. 112/2012

Þriðjudaginn 24. og fimmtudaginn 26. apríl heldur Endurmenntun HÍ, í samstarfi við Mannvirkjastofnun, námskeið um byggingarreglugerð nr. 112/2012. Markmiðið er að þátttakendur fái heildarsýn yfir byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Meira ...

04.01.2018

Frestun á faggildingu

Þann 28. desember 2017 samþykkti alþingi lög um breytingu á lögum um mannvirki, nr. 160/2010, með síðari breytingum (faggilding, frestur).
Meira ...

30.11.2017

Dagur reykskynjarans er 1. desember – eru þínir í lagi?

Dagur reykskynjarans er 1. desember og af því tilefni hvetur Mannvirkjastofnun alla til að prófa reykskynjarana á heimilinu og skipta um rafhlöður eftir þörfum. Sé enginn eða aðeins einn reykskynjari á heimilinu er ágætt tilefni til þess nú í byrjun aðventu að fjölga reykskynjurum og auka þannig öryggi heimilisfólks.
Meira ...

27.11.2017

Eftirlit með upprunamerkingu timburs

Í fyrrahaust var timburreglugerð ESB lögfest hér á landi með lögum nr. 95/2016 um timbur og timburvörur. ESB reglugerðin er frá árinu 2013 og felur í sér að allt timbur sem kemur á markað í Evrópu þarf að vera upprunavottað. Mannvirkjastofnun hefur umsjón með framkvæmd laganna hér á landi.
Meira ...

08.11.2017

Rafræn byggingargátt

Talsverð tímamót verða í innleiðingu rafrænnar stjórnsýslu byggingarmála í landinu þegar tekin verður í notkun rafræn byggingargátt. Unnið hefur verið að gerð gáttarinnar mörg undanfarin ár og standa vonir til þess að hún verði að fullu komin í notkun innan fárra mánaða. Markmið byggingargáttarinnar er að gera stjórnsýslu byggingarmála gagnsærri og skilvirkari og tryggja að gæða- og eftirlitskerfið virki.
Meira ...

06.11.2017

Hætta á slysum af töfrasprotum frá Cuisinart

Mannvirkjastofnun vekur athygli á innköllun BaByliss SARL á tveimur gerðum af töfrasprotum af vörumerkinu Cuisinart vegna hættu á slysum sem af þeim getur stafað. Önnur gerð töfrasprotanna var seld hér á landi á árunum 2011 og 2012 hjá Halldóri Jónssyni ehf og Byggt og búið.
Meira ...

01.11.2017

Fundur Mannvirkjastofnunar og byggingarfulltrúa

26. og 27. október 2017 fór fram í Reykjavík árlegur haustfundur Mannvirkjastofnunar og byggingarfulltrúa. Björn Karlsson forstjóri Mannvirkjastofnunar setti fundinn og bauð fundargesti velkomna. Mikill áhugi var á fundinum og sóttu hann hartnær 80 gestir sem hlýddu á fjölmörg áhugaverð erindi. Hér má finna stutta samantekt allra erinda.
Meira ...

19.10.2017

Uppfærð byggingarreglugerð og yfirlit yfir helstu breytingar

Þann 11. ágúst 2017 tók gildi reglugerð nr. 722/2017 um (6.) breytingu á byggingarreglugerð nr. 112/2012. Mannvirkjastofnun hefur uppfært gildandi reglugerð með hliðsjón af þessum breytingum og hana er nú að finna í pdf-skjali á heimasíðu stofnunarinnar.
Meira ...

17.10.2017

Ný reglugerð um eldvarnir og eldvarnareftirlit

Í júlí 2017 gaf umhverfis- og auðlindaráðuneytið út nýja reglugerð nr. 723/2017 um eldvarnir og eldvarnareftirlit. Markmið reglugerðarinnar er að vernda líf, heilsu, umhverfi og eignir með því að gera kröfur um fyrirbyggjandi brunavarnir, rekstur þeirra og tryggja fullnægjandi eldvarnareftirlit.
Meira ...

17.10.2017

Könnun á orkumerkingum ryksuga

Í október 2017 lét Mannvirkjastofnun framkvæma skoðun á ástandi orkumerkinga nokkurra gerða af ryksugum til heimilisnota. Skoðanir voru framkvæmdar af BSI á Íslandi ehf sem er faggilt skoðunarstofa á sviði markaðseftirlits. Í skoðuninni var ástand orkumerkinga 92 ryksuga af mismunandi gerð, skoðað. Einungis 55% tækjanna reyndust hafa fullnægjandi orkumerkingar, í 20% tilfella þóttu merkingarnar ekki fullnægjandi. Í 25% tilfellum reyndust ryksugurnar ekki hafa nauðsynlegar orkumerkingar.
Meira ...

13.10.2017

Hætta á raflosti og bruna af loftljósum (kösturum) frá Concord

Mannvirkjastofnun vekur athygli á innköllun Feilo Sylvania Europe Limited á loftljósum (kösturum) vegna hættu á raflosti og bruna sem af þeim getur stafað. Ljósin voru seld á tímabilinu febrúar til september 2017.
Meira ...

Til baka