Fréttalisti

08.12.2017

Jólaljós og rafmagnsöryggi

Rafmagn er einn stórvirkasti brennuvargur nútímans. Á hverju ári verða margir eldsvoðar sem eiga upptök sín í rafbúnaði. Stundum kviknar í vegna bilunar en oftast er um að ræða að gáleysi í umgengni við rafmagn valdi slysum eða íkveikju.
Meira ...

30.11.2017

Dagur reykskynjarans er 1. desember – eru þínir í lagi?

Dagur reykskynjarans er 1. desember og af því tilefni hvetur Mannvirkjastofnun alla til að prófa reykskynjarana á heimilinu og skipta um rafhlöður eftir þörfum. Sé enginn eða aðeins einn reykskynjari á heimilinu er ágætt tilefni til þess nú í byrjun aðventu að fjölga reykskynjurum og auka þannig öryggi heimilisfólks.
Meira ...

27.11.2017

Eftirlit með upprunamerkingu timburs

Í fyrrahaust var timburreglugerð ESB lögfest hér á landi með lögum nr. 95/2016 um timbur og timburvörur. ESB reglugerðin er frá árinu 2013 og felur í sér að allt timbur sem kemur á markað í Evrópu þarf að vera upprunavottað. Mannvirkjastofnun hefur umsjón með framkvæmd laganna hér á landi.
Meira ...

08.11.2017

Rafræn byggingargátt

Talsverð tímamót verða í innleiðingu rafrænnar stjórnsýslu byggingarmála í landinu þegar tekin verður í notkun rafræn byggingargátt. Unnið hefur verið að gerð gáttarinnar mörg undanfarin ár og standa vonir til þess að hún verði að fullu komin í notkun innan fárra mánaða. Markmið byggingargáttarinnar er að gera stjórnsýslu byggingarmála gagnsærri og skilvirkari og tryggja að gæða- og eftirlitskerfið virki.
Meira ...

06.11.2017

Hætta á slysum af töfrasprotum frá Cuisinart

Mannvirkjastofnun vekur athygli á innköllun BaByliss SARL á tveimur gerðum af töfrasprotum af vörumerkinu Cuisinart vegna hættu á slysum sem af þeim getur stafað. Önnur gerð töfrasprotanna var seld hér á landi á árunum 2011 og 2012 hjá Halldóri Jónssyni ehf og Byggt og búið.
Meira ...

01.11.2017

Fundur Mannvirkjastofnunar og byggingarfulltrúa

26. og 27. október 2017 fór fram í Reykjavík árlegur haustfundur Mannvirkjastofnunar og byggingarfulltrúa. Björn Karlsson forstjóri Mannvirkjastofnunar setti fundinn og bauð fundargesti velkomna. Mikill áhugi var á fundinum og sóttu hann hartnær 80 gestir sem hlýddu á fjölmörg áhugaverð erindi. Hér má finna stutta samantekt allra erinda.
Meira ...

19.10.2017

Uppfærð byggingarreglugerð og yfirlit yfir helstu breytingar

Þann 11. ágúst 2017 tók gildi reglugerð nr. 722/2017 um (6.) breytingu á byggingarreglugerð nr. 112/2012. Mannvirkjastofnun hefur uppfært gildandi reglugerð með hliðsjón af þessum breytingum og hana er nú að finna í pdf-skjali á heimasíðu stofnunarinnar.
Meira ...

17.10.2017

Ný reglugerð um eldvarnir og eldvarnareftirlit

Í júlí 2017 gaf umhverfis- og auðlindaráðuneytið út nýja reglugerð nr. 723/2017 um eldvarnir og eldvarnareftirlit. Markmið reglugerðarinnar er að vernda líf, heilsu, umhverfi og eignir með því að gera kröfur um fyrirbyggjandi brunavarnir, rekstur þeirra og tryggja fullnægjandi eldvarnareftirlit.
Meira ...

17.10.2017

Könnun á orkumerkingum ryksuga

Í október 2017 lét Mannvirkjastofnun framkvæma skoðun á ástandi orkumerkinga nokkurra gerða af ryksugum til heimilisnota. Skoðanir voru framkvæmdar af BSI á Íslandi ehf sem er faggilt skoðunarstofa á sviði markaðseftirlits. Í skoðuninni var ástand orkumerkinga 92 ryksuga af mismunandi gerð, skoðað. Einungis 55% tækjanna reyndust hafa fullnægjandi orkumerkingar, í 20% tilfella þóttu merkingarnar ekki fullnægjandi. Í 25% tilfellum reyndust ryksugurnar ekki hafa nauðsynlegar orkumerkingar.
Meira ...

13.10.2017

Hætta á raflosti og bruna af loftljósum (kösturum) frá Concord

Mannvirkjastofnun vekur athygli á innköllun Feilo Sylvania Europe Limited á loftljósum (kösturum) vegna hættu á raflosti og bruna sem af þeim getur stafað. Ljósin voru seld á tímabilinu febrúar til september 2017.
Meira ...

04.10.2017

Vestmannaeyjabær eflir eldvarnir á heimilum og vinnustöðum

Vestmannaeyjabær hefur gert samkomulag við Eldvarnabandalagið um að efla eldvarnir á heimilum starfsmanna og í stofnunum sveitarfélagsins. Vestmannaeyjabær hyggst innleiða eigið eldvarnaeftirlit í stofnunum sínum samkvæmt leiðbeiningum, gátlistum og öðrum gögnum sem Eldvarnabandalagið hefur gefið út. Jafnframt innleiðir Vestmannaeyjabær verklagsreglur Eldvarnabandalagsins um varúðarráðstafanir vegna logavinnu.
Meira ...

29.09.2017

Sveitarfélögin á Austurlandi efla eldvarnir

Brunavarnir Austurlandi og sveitarfélögin sem standa að þeim hafa gert samkomulag við Eldvarnabandalagið um að efla eldvarnir á heimilum starfsmanna og í stofnunum sveitarfélaganna. Samstarfið felur í sér að sveitarfélögin innleiða eigið eldvarnaeftirlit í stofnunum sínum í haust samkvæmt leiðbeiningum, gátlistum og öðrum gögnum sem Eldvarnabandalagið hefur gefið út. Jafnframt innleiða sveitarfélögin verklagsreglur Eldvarnabandalagsins um varúðarráðstafanir vegna logavinnu.
Meira ...

14.09.2017

Löggildingarnámskeið fyrir mannvirkjahönnuði

Námskeið fyrir mannvirkjahönnuði, sem óska löggildingar Mannvirkjastofnunar til að gera aðal- og séruppdrætti sbr. ákvæði 25. og 26.gr. laga um mannvirki nr. 160/2010, verður haldið í október og nóvember 2017, ef næg þátttaka fæst.
Meira ...

12.09.2017

Evrópsk markaðskönnun á LED-kösturum

Stjórnvöld frá 17 löndum á Evrópska efnahagssvæðinu og í Sviss stóðu nýlega að sameiginlegri markaðskönnun á LED-kösturum þar sem kannað var hvort þeir uppfylltu kröfur um rafmagnsöryggi og rafsegulsamhæfi. Niðurstaðan varð sú að 47% af þeim kösturum sem voru prófaðir voru afturkallaðir af evrópskum markaði.
Meira ...

30.06.2017

Ástand orkumerkinga hjólbarða

Í maí 2017 lét Mannvirkjastofnun framkvæma skoðun á ástandi orkumerkinga hjólbarða í flokkum C1, C2 og C3. Skoðanir voru framkvæmdar af BSI á Íslandi ehf sem er faggilt skoðunarstofa á sviði markaðseftirlits. Ástandið var almennt gott en yfir heildina litið voru 83% hjólbarðanna með fullnægjandi orkumerkingar.
Meira ...

09.06.2017

Dalvíkurbyggð eflir eldvarnir á heimilum starfsmanna og í stofnunum sveitarfélagsins

Dalvíkurbyggð hefur gert samkomulag við Eldvarnabandalagið um að efla eldvarnir á heimilum starfsmanna og í stofnunum sveitarfélagsins. Samstarfið felur í sér að Dalvíkurbyggð innleiðir eigið eldvarnaeftirlit í stofnunum sínum í haust samkvæmt leiðbeiningum, gátlistum og öðrum gögnum sem Eldvarnabandalagið hefur gefið út.
Meira ...

06.04.2017

Ársskýrsla um markaðseftirlit raffanga fyrir árið 2016

Komin er út ársskýrsla BSI á Íslandi ehf um markaðseftirlit raffanga fyrir árið 2016. Þar kemur m.a. fram að farið var í 227 heimsóknir til söluaðila raffanga á síðasta ári og 14347 rafföng „skimuð" í þessum heimsóknum.
Meira ...

24.03.2017

Málþing um hagkvæmni í íbúðabyggingum

Íbúðalánasjóður og Byggingavettvangur boða til málþings um hagkvæmni í íbúðabyggingum. Hvernig getum við byggt sem flestar íbúðir með þeim fjármunum sem ríkið leggur til í stofnframlög? Málþingið verður haldið 30. mars kl. 13:00 - 15:30 í fundarsal Íbúðalánasjóðs í Borgartúni 21.
Meira ...

14.03.2017

Orkumerkingar á ryksugum til heimilisnota

Í mars 2017 lét Mannvirkjastofnun framkvæma skoðun á ástandi orkumerkinga nokkurra gerða af ryksugum til heimilisnota. Skoðanir voru framkvæmdar af BSI á Íslandi ehf sem er faggilt skoðunarstofa á sviði markaðseftirlits. Einungis 39% tækjanna reyndust hafa fullnægjandi orkumerkingar, í 40% tilfella þóttu merkingarnar ekki fullnægjandi. Í 21% tilfellum reyndust ryksugurnar ekki hafa nauðsynlegar orkumerkingar.
Meira ...

03.03.2017

Ráðstefna um byggingargalla, raka og mygluvandamál

Háskóli Íslands, Byggingavettvangur, Sænska sendiráðið, Nýsköpunarmiðstöð og Mannvirkjastofnun boða til ráðstefnu um byggingargalla, raka og mygluvandamál þann 10. mars kl. 13:00 - 16:30. á Hótel Hilton Nordica.
Meira ...

Til baka