Fréttalisti

30.06.2017

Ástand orkumerkinga hjólbarða

Í maí 2017 lét Mannvirkjastofnun framkvæma skoðun á ástandi orkumerkinga hjólbarða í flokkum C1, C2 og C3. Skoðanir voru framkvæmdar af BSI á Íslandi ehf sem er faggilt skoðunarstofa á sviði markaðseftirlits. Ástandið var almennt gott en yfir heildina litið voru 83% hjólbarðanna með fullnægjandi orkumerkingar.
Meira ...

09.06.2017

Dalvíkurbyggð eflir eldvarnir á heimilum starfsmanna og í stofnunum sveitarfélagsins

Dalvíkurbyggð hefur gert samkomulag við Eldvarnabandalagið um að efla eldvarnir á heimilum starfsmanna og í stofnunum sveitarfélagsins. Samstarfið felur í sér að Dalvíkurbyggð innleiðir eigið eldvarnaeftirlit í stofnunum sínum í haust samkvæmt leiðbeiningum, gátlistum og öðrum gögnum sem Eldvarnabandalagið hefur gefið út.
Meira ...

06.04.2017

Ársskýrsla um markaðseftirlit raffanga fyrir árið 2016

Komin er út ársskýrsla BSI á Íslandi ehf um markaðseftirlit raffanga fyrir árið 2016. Þar kemur m.a. fram að farið var í 227 heimsóknir til söluaðila raffanga á síðasta ári og 14347 rafföng „skimuð" í þessum heimsóknum.
Meira ...

24.03.2017

Málþing um hagkvæmni í íbúðabyggingum

Íbúðalánasjóður og Byggingavettvangur boða til málþings um hagkvæmni í íbúðabyggingum. Hvernig getum við byggt sem flestar íbúðir með þeim fjármunum sem ríkið leggur til í stofnframlög? Málþingið verður haldið 30. mars kl. 13:00 - 15:30 í fundarsal Íbúðalánasjóðs í Borgartúni 21.
Meira ...

14.03.2017

Orkumerkingar á ryksugum til heimilisnota

Í mars 2017 lét Mannvirkjastofnun framkvæma skoðun á ástandi orkumerkinga nokkurra gerða af ryksugum til heimilisnota. Skoðanir voru framkvæmdar af BSI á Íslandi ehf sem er faggilt skoðunarstofa á sviði markaðseftirlits. Einungis 39% tækjanna reyndust hafa fullnægjandi orkumerkingar, í 40% tilfella þóttu merkingarnar ekki fullnægjandi. Í 21% tilfellum reyndust ryksugurnar ekki hafa nauðsynlegar orkumerkingar.
Meira ...

03.03.2017

Ráðstefna um byggingargalla, raka og mygluvandamál

Háskóli Íslands, Byggingavettvangur, Sænska sendiráðið, Nýsköpunarmiðstöð og Mannvirkjastofnun boða til ráðstefnu um byggingargalla, raka og mygluvandamál þann 10. mars kl. 13:00 - 16:30. á Hótel Hilton Nordica.
Meira ...

08.02.2017

112 dagurinn á laugardaginn

Mannvirkjastofnun, ásamt fjölmörgum öðrum aðilum, standa árlega að 112 deginum, þann 11.2, sem er nú á laugardag. Að þessu sinni verður dagurinn haldinn hátíðlegur í Hörpu þar sem viðbragðsaðilar sýna ýmis tæki og tól og kl. 15 hefst dagskrá þar sem m.a. skyndihjálparmaður Rauða krossins verður útnefndur. Allir eru velkomnir á þennan atburð.
Meira ...

01.02.2017

Skoðun á ástandi orkumerkinga sjónvarpa og hvítvöru

Í nóvember og desember 2016 lét Mannvirkjastofnun framkvæma skoðun á ástandi orkumerkinga nokkurra gerða af hvítvörum til heimilisnota og sjónvörpum. Einungis 43% sjónvarpstækjanna reyndust hafa fullnægjandi orkumerkingar en 93% hvítvöru tækjanna reyndust hafa fullnægjandi orkumerkingar. Hvítvörur til heimilisnota eru m.a. kælitæki, með og án frystis, uppþvottavélar, þvottavélar og þurrkara. Skoðanir voru framkvæmdar af BSI á Íslandi ehf sem er faggilt skoðunarstofa á sviði markaðseftirlits.
Meira ...

24.01.2017

Málþing um loftslagsmál og sjálfbærni í byggingariðnaði – 23. febrúar næstkomandi

Málþing um loftslagsmál og sjálfbærni í byggingariðnaði, tækifæri og áskoranir, verður haldið 23. febrúar næstkomandi milli kl. 13:00-16:30 á Hótel Hilton Reykjavík Nordica. Að þinginu standa Byggingavettvangur, Mannvirkjastofnun, Vistbyggðarráð og Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
Meira ...

04.01.2017

Möguleg hætta af Power Plus límbyssum frá Húsasmiðjunni

Mannvirkjastofnun vekur athygli á innköllun Húsasmiðjunnar á límbyssum af gerðinni Power Plus POW721 vegna hættu sem af þeim getur stafað. Mannvirkjastofnun beinir því til allra eigenda og umráðamanna límbyssa eins og hér um ræðir að stöðva notkun þeirra þegar í stað og hafa samband við Húsasmiðjuna.
Meira ...

01.12.2016

1. desember - dagur reykskynjarans

Í dag er alþjóðlegur dagur reykskynjarans og er hann notaður til að hvetja fólk til að huga að eldvörnum heima hjá sér. Ganga þarf úr skugga um að reykskynjarar heimilisins séu í lagi og skipta um rafhlöður í þeim. Samkvæmt byggingarreglugerð eiga reykskynjarar að vera á hverju heimili.
Meira ...

22.11.2016

Orkumerkingar hjólbarða

Þar sem tími dekkjaskipta er í gangi er rétt að árétta að allir hjólbarðar sem boðnir eru til sölu eiga að vera merktir á viðeigandi hátt. Merkingarnar eiga að vera á áberandi límmiða sem festur er á hjólbarðana eða sýnilegur fyrir kaupanda á sölustað. Einnig eiga merkingarnar að vera á reikningnum eða fylgja við kaupin á dekkjunum.
Meira ...

16.11.2016

Heimilin efla varnir gegn eldsvoðum jafnt og þétt

Íslendingar auka eldvarnir á heimilum sínum jafnt og þétt samkvæmt rannsóknum sem Gallup hefur gert fyrir Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og Eldvarnabandalagið á undanförnum tíu árum. Nýjasta rannsókn Gallup sýnir að nú eru allt í senn reykskynjarar, eldvarnateppi og slökkvitæki á yfir helmingi íslenskra heimila í fyrsta sinn frá því mælingar hófust. Heimilum sem eiga eldvarnateppi fjölgaði um fimm prósentustig frá 2014 og alls um ríflega átta prósentustig síðan 2006. Slökkvitæki var á ríflega 61 prósent heimila 2006 en rúmlega 72 prósent nú. Þá fjölgar sífellt heimilum með þrjá reykskynjara eða fleiri.
Meira ...

11.11.2016

Fundur með byggingarfulltrúum

Árlegur fundur Mannvirkjastofnunar með byggingarfulltrúum var haldinn á Hótel Selfossi 27. og 28. október. Á fundinum var fjallað um notkun faggiltra skoðunarstofa, viðbrögð við brotum fagaðila, byggingarvörur og CE- merkingu byggingavara. Nýr byggingarvettvangur var kynntur til sögunnar en hann er samstarfsvettvangur fyrirtækja, stofnana og annarra aðila sem tengjast byggingarstarfsemi. Einnig var fjallað um rakaskemmdir í mannvirkjum, greinargerðir hönnuða og nýtt smáforrit Mannvirkjastofnunar sem hægt er að nota í úttektum sem fara fram samkvæmt skoðunarhandbókum.
Meira ...

25.10.2016

Nýr vefur um byggingarvörur

Mannvirkjastofnun hefur tekið í notkun nýjan vef um byggingarvörur, www.byggingarvorur.is. Vefnum er ætlað að kynna og gefa almennar upplýsingar um markaðssetningu og val á byggingarvöru en um markaðssetningu byggingarvöru gilda lög um byggingarvörur nr. 114/2014.
Meira ...

14.10.2016

Bleikur dagur hjá starfsmönnum Mannvirkjastofnunar

Í dag föstudaginn 14. október héldu starfsmenn Mannvirkjastofnunar Bleika daginn hátíðlegan. Með þessu vilja þeir vekja athygli á árverkniátaki Bleiku slaufunnar og baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Bleika slaufan, átaksverkefni Krabbameinsfélagsins gegn krabbameinum í konum, er tileinkað brjóstakrabbameini í ár.
Meira ...

23.09.2016

"Minding the future"

Alþjóðleg ráðstefna um lífhagkerfið verður haldin í Hörpu 5. - 6. október. Ráðstefnan markar lok þriggja ára áætlunar um norræna lífhagkerfið (NordBio) sem hófst árið 2014 þegar Ísland gegndi formennsku í Norrænu ráðherranefndinni. Á ráðstefnunni mun gefast tækifæri til þess að fræðast um lífhagkerfið og NordBio verkefnin, heyra um alþjóðlega strauma og stefnur á þessu sviði og leggja á ráðin um það hvernig framtíðin eigi að líta út.
Meira ...

08.09.2016

Möguleg hætta Samsung Galaxy Note 7 farsímum

Mannvirkjastofnun vekur athygli á að Samsung hefur stöðvað sölu á Samsung Galaxy Note 7 farsímum vegna hættu sem af þeim getur stafað. Fyrirtækið mun í framhaldinu innkalla síma á þeim mörkuðum sem sala til almennra notenda hafði hafist. Dæmi eru um að rafhlöður símanna hafi „sprungið“ – það mun þó ekki hafa gerst í Evrópu skv. upplýsingum framleiðanda. Viðkomandi tegund farsíma mun ekki vera komin í almenna sölu hér á landi en en gætu hafa borist hingað með ferðafólki og í gegnum vefverslanir.
Meira ...

07.09.2016

Málþing um byggingamál

Íslenski byggingavettvangurinn og velferðaráðuneytið boða til málþings um verkefnið VANDAÐ - HAGKVÆMT - HRATT á Grand Hótel í Reykjavík fimmtudaginn 8. september kl. 9 til 12.
Meira ...

28.07.2016

Ársskýrsla Mannvirkjastofnunar 2015 er komin út

Ársskýrsla Mannvirkjastofnunar fyrir árið 2015 er komin út og er hún aðgengileg hér á vefnum. Í skýrslunni er fjallað ítarlega um hlutverk og starfsemi stofnunarinnar, auk þess sem ársreikningur ársins 2015 er birtur í henni.
Meira ...

Til baka