Fréttalisti

14.11.2018

Breyting á reglugerð um raforkuvirki

Reglugerð nr. 948/2018, til breytinga á reglugerð um raforkuvirki nr. 678/2009, var birt á vef stjórnartíðinda 30. október 2018 og tók gildi frá þeim degi. Mannvirkjastofnun hefur uppfært samsetta reglugerð um raforkuvirki, þ.e. með breytingum, og er hana að finna á vef stofnunarinnar.
Meira ...

14.11.2018

Eldvarnabandalagið og Brunavarnir Árnessýslu gera samkomulag um bættar eldvarnir

Þann 13. nóvember síðastliðinn var gert samkomulag milli Brunavarna Árnessýslu og Eldvarnabandalagsins um auknar eldvarnir og innleiðingu eldvarnaeftirlits á Suðurlandi. Það voru þeir Björn Karlson, forstjóri Mannvirkjastofnunar, Garðar H. Guðjónsson, verkefnastjóri Eldvarnabandalagsins og Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, sem skrifuðu undir samstarfssamninginn.
Meira ...

12.10.2018

Drög að breytingu á reglugerð um raforkuvirki í umsögn

Í drögunum eru settar fram þrjár nýjar skilgreiningar á hleðslustöðvum auk þess sem settar eru fram tæknilegar kröfur til hleðslustöðva og afhendingu háspennts rafmagns frá landi til skipa.
Meira ...

10.10.2018

Vinningshafi í þjónustukönnun Mannvirkjastofnunar 2018

Vinningshafi í þjónustukönnun Mannvirkjastofnunar sem fram fór í september og október 2018 hefur verið dreginn út. Sá heppni var Hjörleifur Stefánsson og verðlaunin voru gjafabréf að verðmæti 25.000 kr á veitingastaðnum Grillmarkaðurinn eða á einhverju öðru veitingahúsi ef vinningshafinn vildi taka út vinninginn á landsbyggðinni.
Meira ...

04.10.2018

Klæðning eða veðurkápa? Fróðleikur um brunamál og klæðningar utanhúss

Að gefnu tilefni er vert að benda á muninn á klæðningu annarsvegar og veðurkápu sem yfirborðsefni hinsvegar. Í brunatæknilegum skilningi er klæðning efni sem ver og hylur annað efni sem liggur undir eða klæðir það af með þeim hætti að mögulegur eldur nær ekki að innra efninu. Evrópskur prófunarstaðall er notaður til að skilgreina hæfni klæðninga með tilliti til bruna og hvort viðkomandi efni geti yfir höfuð talist klæðning í brunatæknilegum skilningi.
Meira ...

27.09.2018

Möguleg áverkahætta af IKEA ljósum

Mannvirkjastofnun vekur athygli á innköllun IKEA á loftljósum af gerðinni Calypso vegna áverkahættu sem af þeim getur stafað. Ljósin voru voru í sölu eftir 1. ágúst 2016. Innköllunin nær til allra Calypso-ljósa með ákveðna dagsetningarstimpla.
Meira ...

14.09.2018

Löggildingarnámskeið fyrir mannvirkjahönnuði

Námskeið fyrir mannvirkjahönnuði, sem óska löggildingar Mannvirkjastofnunar til að gera aðal- og séruppdrætti sbr. ákvæði 25. og 26. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010, verður haldið í október 2018 og verður námskeiðið í fjarkennslu.
Meira ...

28.08.2018

Ný brunavarnaáætlun fyrir Langanesbyggð

Þann 24. ágúst var undirrituð ný brunavarnaáætlun fyrir starfssvæði Slökkviliðs Langanesbyggðar en hún hefur verið samþykkt af sveitarstjórnumLanganesbyggðar og Svalbarðshrepps.
Meira ...

27.08.2018

Auknar kröfur til innflytjenda og dreifingaraðila (smásala) vegna markaðssetningar vöru.

Á undanförnum misserum hafa komið út þrjár nýjar reglugerðir á ábyrgðarsviði Mannvirkjastofnunar er varða markaðssetningu vöru. Allar eru þær byggðar á Evróputilskipunum sem hafa það m.a. að markmiði að samræma löggjöf ólíkra vöruflokka og auka rekjanleika vöru. Í reglugerðunum eru hlutverk rekstraraðila (aðilar í aðfangakeðjunni) skilgreind og er sérstaklega bent á auknar kröfur til innflytjenda til EES og dreifingaraðila (smásala).
Meira ...

08.08.2018

Ný reglugerð um starfsemi slökkviliða

Umhverfis- og auðlindaráðuneyti hefur gefið út reglugerð um starfsemi slökkviliða nr. 747/2018 sem birt var í B-deild stjórnartíðinda 1. ágúst síðastliðinn og tók gildi sama dag.
Meira ...

10.07.2018

Breytingar á byggingarreglugerð

Reglugerð nr. 669/2018, til breytinga á byggingarreglugerð nr. 112/2012, hefur tekið gildi. Mannvirkjastofnun hefur uppfært samsetta byggingarreglugerð á vef stofnunarinnar.
Meira ...

27.06.2018

Breyting á lögum um mannvirki

Þann 8. júní sl. voru samþykkt á Alþingi lög um breytingar á lögum um mannvirki nr. 160/2010 en frumvarpið var lagt fram 6. febrúar síðastliðinn. Lögin voru birt í Stjórnartíðindum 25. júní 2018 og tóku gildi frá og með þeim degi. Helstu markmið laganna eru að lækka byggingarkostnað og stuðla að einföldun stjórnsýslu við veitingu byggingarleyfis, samþykkt byggingaráforma og við eftirlit með mannvirkjagerð.
Meira ...

15.06.2018

Markaðskönnun á orkumerkingum hjólbarða

Í maí og júní síðastliðinn lét Mannvirkjastofnun framkvæma skoðun á ástandi orkumerkinga hjólbarða. Ástandið var almennt gott en yfir heildina litið voru 79,3% hjólbarðanna með fullnægjandi orkumerkingar, í 1,7% tilfella þóttu merkingarnar ekki fullnægjandi.
Meira ...

17.05.2018

Reglur um markaðssetningu raffanga

Mannvirkjastofnun hefur gefið út bæklinga varðandi reglur um markaðssetningu raffanga. Í bæklingunum er fjallað um helstu skyldur rekstraraðila, þ.e. framleiðenda, innflytjenda og dreifingaraðila, auk þess sem innkaupaaðilum eru gefin ráð til að forðast hættuleg rafföng.
Meira ...

14.05.2018

Ársskýrsla um markaðseftirlit raffanga fyrir árið 2017

Komin er út ársskýrsla BSI á Íslandi ehf um markaðseftirlit raffanga fyrir árið 2017. Þar kemur m.a. fram að farið var í 198 heimsóknir til söluaðila raffanga á síðasta ári og 15.149 rafföng „skimuð" í þessum heimsóknum.
Meira ...

11.05.2018

Drög að breytingu á byggingarreglugerð í umsögn

Vakin er athygli á að Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að breytingu á byggingarreglugerð nr. 112/2012. Umsögnum skal skilað í samráðsgátt Stjórnarráðsins eigi síðar en 23. maí næstkomandi.
Meira ...

04.05.2018

Ný brunavarnaáætlun Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins

Í dag var þeim tímamótum fagnað í sögu Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (SHS) að stjórn SHS, Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar og Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins undirrituðu nýja brunavarnaáætlun fyrir höfuðborgarsvæðið.
Meira ...

13.04.2018

BSI á Íslandi ehf mun annast framkvæmd markaðseftirlits raffanga næstu þrjú árin

Þann 13. apríl 2018 var, að undangengnu útboði á vegum Ríkiskaupa, undirritaður samningur milli Mannvirkjastofnunar og BSI á Íslandi ehf um framkvæmd markaðseftirlits með rafföngum. Samningurinn er til þriggja ára og felur í sér að BSI á Íslandi, sem er faggilt skoðunarstofa, tekur að sér skoðun raffanga á markaði hér á landi undir stjórn Mannvirkjastofnunar, samkvæmt skilgreindum verklags- og skoðunarreglum.
Meira ...

21.03.2018

Skagafjörður eflir eldvarnir á heimilum og vinnustöðum

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur gert samkomulag við Eldvarnabandalagið sem Mannvirkjastofnun er aðili að, um að efla eldvarnir á heimilum starfsmanna og í stofnunum sveitarfélagsins. Samstarfið felur í sér að sveitarfélagið innleiðir eigið eldvarnaeftirlit í stofnunum sínum í haust.
Meira ...

20.03.2018

Könnun á orkumerkingum sjónvarpa

Í mars 2018 lét Mannvirkjastofnun framkvæma skoðun á ástandi orkumerkinga nokkurra gerða af sjónvörpum. Skoðanir voru framkvæmdar af BSI á Íslandi ehf sem er faggilt skoðunarstofa á sviði markaðseftirlits. Niðurstöður voru langt frá því að vera viðunandi.
Meira ...