27.02 2011

Fréttabréf norrænna rafmagnsöryggisstofnana lítur dagsins ljós

Samtök rafmagnsöryggisstofnana á Norðurlöndum (skammstafað NSS) hafa gefið út fréttabréf sem á að koma út með reglulegu millibili. Fréttabréfið ber heitið NSS-nyt og fjallar um það helsta sem er að gerast á Norðurlöndunum á sviði rafmagnsöryggismála. Meðal þess sem fjallað er um í fyrsta tölublaði fréttabréfsins er:

Tillögur um aukna tíðni skoðana í íbúðahúsnæði í Noregi

Aukning á innkölluðum rafföngum vegna galla í Finnlandi

Niðurstöður á úttektum á rafmagnsöryggi á tjaldsvæðum í Danmörku

Kynning á Miðlægri rafmagnsöryggisgátt á Íslandi

Hægt er að nálgast fréttabréfið hér að neðan með því að skoða það á Pdf sniði