02.03 2011

Nýtt leiðbeiningablað gefið út

Mannvirkjastofnun hefur gefið út nýtt leiðbeiningablað, MVS 2.07, sem ber heitið: Þrýstiloft sem öndunarvörn, rekstur loftpressu, áfylling lofts á loftkúta reykköfunartækja, þrýstiprófun loftkúta og eftirlit með loftgæðum. Leiðbeiningablaðið er ætlað þeim aðilum sem hafa umsjón með þeim búnaði sem notaður er við áfyllingu og prófun reykköfunartækja. Leiðbeiningablaðið má finna undir Gagnasafn/Leiðbeiningar/Slökkviliðasvið eða með því að sækja það í gegnum slóðina hér að neðan.

Sækja leiðbeiningablað MVS 2.07: Þrýstiprófun sem öndunarvörn, rekstur loftpressu.