07.11 2011

Fundur rafmagnsöryggisstofnana á Norðurlöndum haldinn í Reykjavík

Í síðustu viku héldu samtök norrænna rafmagnsöryggisstofnana (NSS) fund í Reykjavík. Fundurinn var haldinn á Grand Hótel Reykjavík dagana 3. og 4. nóvember. Samtökin halda tvo fundi á ári þar sem fjallað er um sameiginleg rafmagnsöryggismál s.s. reglugerðar- og staðlamál, rafmagnseftirlit, löggildingar rafverktaka, markaðseftirlit raffanga og fleira. Þá eru starfandi á vegum NSS nokkrir vinnuhópar um einstök málefni sem koma saman einu sinni til tvisvar á hverju ári.