24.01 2012

Ný byggingarreglugerð

Ný byggingarreglugerð var undirrituð þann 24. janúar 2012 af Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra. Reglugerðin er sérlega yfirgripsmikil enda tekur hún til fjölda atriða sem snerta daglegt líf og aðbúnað almennings.  
Um er að ræða heildarendurskoðun byggingarreglugerðar í kjölfar þess að ný lög um mannvirki voru samþykkt árið 2010.  Ýmis nýmæli eru í nýju reglugerðinni, m.a. áhersla á svokallaða algilda hönnun og sjálfbærni í mannvirkjagerð auk fyrirferðarmikilla neytendaverndarákvæða.

Hægt er að skoða fréttatilkynningu Umhverfisráðuneytisins á heimasíðu þess á slóðinni hér að neðan.

Skoða fréttatilkynningu Umhverfisráðuneytis um nýja byggingarreglugerð

Skoða nánari upplýsingar um nýju byggingarreglugerðina