31.01 2012

Námskeiðsáætlun Brunamálaskólans 2012

Námskeið 1, 2 fyrri hluta og 2 seinni hluta eru eingöngu kennd í fjarkennslu, hægt er að hefja nám í fjarkennslu á vorönn og haustönn.

Vorönn í fjarkennslu hefst 6. febrúar 2012, haustönn hefst 15. ágúst 2012

Próf í fjarnámi verða haldin 21. apríl og 24. nóvember

Sjúkrapróf verður haldið 12. maí og 15. desember

Áætlun fyrir önnur námskeið árið 2012 er hér á eftir.

Athugið að skráning á námskeið þarf að berast Brunamálaskólanum að minnsta kosti 10 dögum áður en það hefst. Lágmarksfjöldi þátttakenda er er almennt 12 og hámarksfjöldi 20 nema annað sé tekið fram, náist ekki lágmarksfjöldi á námskeiðið fellur það niður. Skráning er jafnframt staðfesting slökkviliðsstjóra á að viðkomandi slökkviliðsmenn hafi lokið læknisskoðun, þrek og styrktarprófi, fornámi og námi sem samsvarar undanfarandi námskeiðum og hafi aukin ökuréttindi eftir því sem við á.

Á undanförnum árum hafa fallið niður þó nokkur námskeið hjá Brunamálaskólanum fyrir hlutastarfandi slökkviliðsmenn vegna þátttökuleysis. Það er því nauðsynlegt að námskeið séu haldin fyrir öll lið í landsfjórðungunum og að fleiri lið en það sem námskeiðið er haldið hjá sameinist um að senda menn á námskeið.

Þátttakendur á námskeiðum á vegum Mannvirkjastofnunar þar sem farið er í reykköfun skulu slysatryggðir af vinnuveitanda, hafa til umráða hlífðarfatnað til reykköfunar af viðurkenndri gerð og leggja fram læknisvottorð um heilbrigði sitt og færni.

Námskeið 3 og 4 í grunnnámi hlutastarfandi slökkviliðsmanna hefjast kl. 13:00 á föstudegi og lýkur fyrir kl. 18:00 á sunnudegi.

Grunnnám hlutastarfandi slökkviliðsmanna, námskeið 3 og 4:

 Grunnnám hlutastarfandi slökkviliðsmanna (feb. til maí 2012)

Dags.

 

 

Námskeið

Suðurland

Hvolsvöllur

24. feb.

26. feb.

Námskeið 3

Austurland

Höfn

2. mars

-

4. mars

Námskeið 3

Austurland

Egilsstaðir

23. mars

25. mars

Námskeið 3

Norðvesturland

Sauðárkrókur

13. apríl

-

15. apríl

Námskeið 3

Suðvesturland

Kjalarnes

20. apríl

-

22. apríl

Námskeið 4

Norðurland

Húsavík

27. apríl

29. apríl

Námskeið 3

Vestfirðir

Vesturbyggð

11. maí

-

13 maí

Námskeið 3

Vestfirðir

Hólmavík

18. maí

-

20. maí

Námskeið 3

Grunnnám hlutastarfandi slökkviliðsmanna (sept. til nóv. 2012)

Dags.

 

 

Námskeið

Suðurland

Vestmannaeyjar

9. nóv.

-

11. nóv.

Námskeið 3

Suðurland

Selfoss

21. sept.

-

23. sept.

Námskeið 4

Norðurland

Dalvík

7. sept.

-

9. sept.

Námskeið 4

Vesturland

Borgarnes

12. okt.

-

14. okt.

Námskeið 4

Verkleg kennsla og próf fyrir hlutastarfandi slökkviliðsmenn vegna námskeiða 1., 2.f.hl. og 2.s.hl.

Verkleg próf fyrir þá sem hafa aflað sér nægrar verklegrar kunnáttu á æfingum hjá slökkviliðum sem slökkviliðsstjóri staðfestir á þar til gerðu eyðublaði til þess að fá próftökurétt, prófið tekur einn dag.

Dagsetningar prófa eru miðaðar við þann fjölda sem hefur lokið bóklega hluta fjarnámsins en jafnframt er nauðsynlegt að hafa aflað sér nægrar verklegrar kunnáttu á æfingum hjá slökkviliðum sem slökkviliðsstjóri staðfestir á þar til gerðu eyðublaði til þess að fá próftökurétt. Einungis er hægt að bjóða upp á verkleg próf þar sem yfirtendrunargámur er staðsettur.

Verklegt / próf

 

Dags.

 

 

 

 

Suðurland

Vestmannaeyjar

8. mars

Vesturland

Snæfellsbæ/Ólafsvík

9. maí

-

10. maí

Norðvesturland

Hvammstanga

23. maí

-

24. maí

Suðurnes

Keflavík

13. ágúst

Norðausturland

Þingeyjarsveit

16. ágúst

Norðausturland

Húsavík

23. ágúst

 

Nám atvinnuslökkviliðsmanna:

Haldið verður eitt námskeið fyrir atvinnumenn á árinu. Þar er um að ræða fyrri hluta atvinnumannanámskeiðsins. Námskeiðið verður í umsjá Brunavarna Suðurnesja og Slökkviliðs Keflavíkurflugvallar. Tilkynningar um þátttöku skulu berast til „bernhard (hjá) mvs.is“.

Námskeið fyrir atvinnumenn

Dags.

 

 

 

Brunavarnir Suðurnesja

Slökkvilið Keflavíkurflugvallar

20. feb.

-

2. apríl

Atvinnuslökkviliðsmaður fyrri hluti

Nám eldvarnaeftirlitsmanna:

Haldið verður námskeið I og III fyrir eldvarnaeftirlitsmenn sem er annars vegar grunnnám fyrir eldvarnaeftirlitsmenn þannig að þeir geti unnið við almennt eldvarnareftirlit og farið yfir teikningar og hins vegar framhaldsnám fyrir þá sem stjórna og bera ábyrgð á eldvarnaeftirliti sveitarfélaganna.

Lágmarksfjöldi þátttakenda á eldvarnaeftirlitsnámskeiðum er 10 og hámarksfjöldi 16 (20 á námskeið 1). Lágmarksfjöldi á endurmenntunarnámskeið fyrir eldvarnaeftirlitsmenn er 4 og hámark 8. Náist ekki lágmarksfjöldi á námskeiðið fellur það niður.

Eldvarnaeftirlit

 

Dags.

 

 

 

 

Reykjavík

 

10. apríl

-

18. apríl

Námskeið I

Reykjavík

 

9. okt.

-

11. okt.

Námskeið III

Austurland

26. apríl

-

27. apríl

Endurmenntun

Borgarnes

1. nóv

-

2. nóv.

Endurmenntun

Nám stjórnenda í slökkviliðum:

Á árinu 2007 voru sveitarfélögum afhentir gámar til að æfa heita reykköfun, slökkviliðin þurfa að hafa þjálfunarstjóra sem eru ábyrgir fyrir æfingum og rekstri þessara gáma. Tvö námskeið fyrir stjórnendur hlutastarfandi liðs og tvö þjálfunarstjóranámskeið verða haldin á árinu.

Eitt námskeið verður haldið fyrir slökkviliðsstjóra hlutastarfandi liðs.  

Stjórnendanám

 

Dags.

 

 

 

Austurland

Höfn

28.sept.

-

30.sept.

Stjórnun hlutastarfandi liðs

Norðurland

Blönduós 

9. mars

-

11. mars

Þjálfunarstjóri

Suðvesturland

Reykjavík 

4. maí

-

6. maí

Stjórnun hlutastarfandi liðs

Suðurnes

Keflavík

Haust 2011

Stjórnun atvinnuliðs

Suðurnes

Keflavík

Haust 2011

Þjálfunarstjóri

Suðvesturland

Reykjavík

14.mars

Kynning fyrir slökkviliðsstjóra á kafla 9 um brunavarnir í nýrri byggingareglugerð

Námskeið fyrir þjónustuaðila brunavarna:

Haldið verður námskeið fyrir þjónustuaðila handslökkvitækja og þjónustuaðila loftgæðamælinga vegna hleðslu reykköfunartækja. Lágmarksfjöldi á námskeiði er 8 manns og hámarksfjöldi 16 manns. Náist ekki lágmarksfjöldi á námskeið fellur það niður.

Þjónustuaðilar brunavarna

 

Dags.

 

 

 

Reykjavík

 

15.10.12

-

 16.10.12

Þjónustuaðilar handslökkvitækja

Reykjavík

27. mars

Þjónustuaðilar vegna loftgæðamælinga hleðslu reykköfunartækja