08.02 2012

Kynningarfundir um nýja byggingarreglugerð nr. 112/2012

Ný lög um mannvirki tóku gildi 1. janúar 2011 og í framhaldi af því fór fram umfangsmikil vinna við endurskoðun byggingarreglugerðar, sem nú hefur verið undirrituð og heitir Byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Umhverfisráðuneytið og Mannvirkjastofnun standa því fyrir sjö kynningarfundum um nýja byggingarreglugerð, sem hér segir:

Föstudag 10. febrúar kl. 9.00 – 12.00 á Grand Hóteli í Reykjavík

Fimmtudag 16. febrúar kl. 9.00 – 12.00 á Hótel KEA, Akureyri

Mánudag 20. febrúar kl. 9.00 – 12.00 á Hótel Hamri, Borgarnesi

Þriðjudag 21. febrúar kl. 9.00 – 12.00 í Íþróttaakademíunni, Reykjanesbæ

Þriðjudag 28. febrúar kl. 9.00 – 12.00 í Félagsheimilinu Hvoli, Hvolsvelli

Mánudag 5. mars kl. 9.00 – 12.00 á Hótel Héraði, Egilsstöðum

Miðvikudag 7. mars kl. 10.00 – 13.00 í Edinborgarhúsinu á Ísafirði

Nánari upplýsingar um fundina verða birtar á heimasíðu Mannvirkjastofnunar, mvs.is.

Nýja reglugerðin og ýmis skýringarrit eru aðgengileg á heimasíðunni og frá og með 15. febrúar verður streymi frá fyrsta fundinum gert aðgengilegt þar. Hægt er að finna síðuna með streyminu í slóðinni hér að neðan.

Skoða síðu með streymi frá kynningarfundinum þann 10.02.2012

Aðgangur að fundunum er ókeypis.