19.06 2012

Forstjóri Mannvirkjastofnunar opnar alþjóðlega ráðstefnu í Hong Kong

Í dag, 20. júní, mun Dr. Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar, opna alþjóðlega ráðstefnu í Hong Kong þar sem fjallað verður um „markmiðsákvæði“ í byggingarreglugerðum. Ráðstefnan stendur yfir í 3 daga, en opnunar fyrirlestur Björns nefnist “Developing a Performance Based Building Regulation and Paving the way toward Electronic Submission of Building Permits and Automated Code Compliance Checks”. Meðhöfundur Björns að þeirri vísindagrein sem fyrirlesturinn byggir á er Böðvar Tómasson, verkfræðingur.

Segja má að reglugerðir innihaldi fremst tvær mismunandi tegundir ákvæða, annarsvegar forskriftarákvæði og hinsvegar markmiðsákvæði. Það góða við markmiðsákvæði er að þau stuðla að nýsköpun í byggingariðnaði og hönnuðir fá meira frelsi. Ókostirnir eru að hætt er við að það verði túlkunaratriði hvort markmiðin séu uppfyllt og hvernig eigi að uppfylla þau. Aukið vægi markmiðsákvæða kallar því á mjög aukna útgáfu leiðbeininga, skoðunarhandbóka, dæma um ásættanlegar lausnir og ákvæði um hvers kyns greinargerðir hönnuðir eigi að skila inn vegna frávika frá forskriftarákvæðum.

Dagskrá ráðstefnunnar í Hong Kong.