03.07 2012

Mannvirkjastofnun skrifar undir samstarfssamning um gerð hugbúnaðar vegna eldvarnareftirlits

Í dag skrifuðu Mannvirkjastofnun, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins (SHS) og Eignarhaldsfélag Brunabótafélags Íslands (EBÍ) undir samning um gerð hugbúnaðar til að efla eldvarnaeftirlit með byggingum. Um er að ræða miðlægan gagnagrunn sem inniheldur upplýsingar um eldvarnir bygginga og niðurstöðu eftirlits með þeim. Áætlað er að hann verði tekinn í notkun í desember 2014.