11.07 2012

Eldhætta af neyðarljósum

Að gefnu tilefni vill Mannvirkjastofnun vekja athygli á innköllun S. Guðjónssonar ehf, frá árinu 2009, á neyðarljósum af gerðinni Daisalux Argos vegna eldhættu sem af þeim getur stafað. Viðkomandi lampar voru seldir hér á landi á árunum 1999-2001 og bera framleiðslunúmer á bilinu 52.000-80.700.

Raffang: Neyðarlýsingarlampi (ÚT-lampi).

Vörumerki: Daisalux.

Tegund / Gerð: Argos C6.

Málstærðir: 230V~, 2x(8W(G5)CW), IP32.

Hætta: Þessir lampar voru innkallaðir árið 2004 og aftur árið 2009 vegna bruna sem þá höfðu orðið hér á landi. Mannvirkjastofnun hefur ástæðu til að ætla að bruna sem nýlega varð í Reykjavík megi einnig rekja til lampa af þessari gerð. Alls er um að ræða nokkurn fjölda tilfella hér á landi sem stofnuninni er kunnugt um.

Þekktir söluaðilar á Íslandi: S. Guðjónsson ehf og Lúmex ehf auk þess sem rafverktakar og byggingaraðilar hafa notað þessa lampa í sínum verkum.

Mannvirkjastofnun hvetur eigendur og umráðamenn húsnæðis þar sem lampar af ofangreindri gerð gætu mögulega verið að grípa þegar í stað til nauðsynlegra ráðstafana. Frekari upplýsingar veitir S. Guðjónsson ehf.

Skoða nánar innköllun S. Guðjónssonar ehf frá árinu 2009(pdf-skjal)