05.09 2012

Yfirgripsmikil úttekt gerð á raflögnum og rafbúnaði á sjúkrastofnunum

Síðastliðin  þrjú ár hefur Mannvirkjastofnun látið skoða raflagnir á annað hundrað sjúkrastofnana víðsvegar um landið. Markmiðið með skoðununum var að fá sem gleggsta mynd af ástandi raflagna og rafbúnaðar á sjúkrastofnunum og koma ábendingum á framfæri við eigendur og forráðamenn þeirra um það sem betur má fara.  
Úttekt Mannvirkjastofnunar leiðir í ljós að raflögnum og rafbúnaði á sjúkrastofnunum er víða ábótavant. Gerðar voru athugasemdir við merkingu búnaðar í rafmagnstöflum í 80% tilvika. Þá voru gerðar athugasemdar við tengla í 61% tilvika og töfluskápa í 60% tilvika.
Gamall og bilaður rafbúnaður og aðgæsluleysi fólks eru meðal helstu orsaka rafmagnsbruna og því er afar mikilvægt að rafbúnaður á sjúkrastofnunum sé ávallt valinn með tilliti til staðsetningar og notkunar. Úr sumum ágöllum má bæta með betri umgengni en flestar athugasemdirnar kalla á fagþekkingu. Eigendur og forráðamenn sjúkrastofnunum bera ábyrgð á ástandi þess rafbúnaður sem þar er notaður. Því er brýnt að löggiltur rafverktaki yfirfari raflagnir og rafbúnað á fyrrgreindum stöðum  svo að öryggi sjúklinga og starfsfólks sé tryggt. 
Nánari upplýsingar veita Jóhann Ólafsson og Örn Sölvi Halldórsson hjá Mannvirkjastofnun í síma 591 6000.

Hægt er að skoða úttektina með því að fara á tengilinn hér að neðan.

Skoða úttekt