27.09 2012

Námskeið fyrir þjónustuaðila handslökkvitækja, reykköfunartækja og loftgæðamælinga 15. og 16. okt. 2012

Mannvirkjastofnun stendur fyrir námskeiði fyrir þjónustuaðila handslökkvitækja, reykköfunartækja og loftgæðamælinga skv. 9. gr. reglugerðar nr. 1067/2011 um þjónustuaðila brunavarna.

Námskeiðið er ætlað þeim sem uppfylla kröfur í sérákvæðum í 10.-12. gr. reglugerðarinnar.

Þátttakendur þurfa, eftir því sem við á samkvæmt 10.-12. gr reglugerðarinnar, að skila staðfestingu viðurkennds þjónustuaðila um 60 tíma starfsþjálfun við upphaf námskeiðsins.

Námskeiðinu lýkur með skriflegu prófi.

Umsóknir um þátttöku sendist fyrir 8. okt. 2012 á bernhard (hjá) mvs.is á þar til gerðu eyðublaði sem hægt er að nálgast á heimasíðu Mannvirkjastofnunar (www.mvs.is).

Námskeiðið verður haldið 15. og 16 okt. 2012 að Smiðjuvegi 13a, Kópavogi (Kiwanishúsið). Námskeiðsgjald er kr. 24.000,- Það skal greitt inn á reikning 301-26-190 a.m.k. þremur dögum áður en námskeið hefst.

Sækið umsóknareyðublað hér

Sækið dagskrá námskeiðsins hér