11.10 2012

Nýjar reglur um klær og tengla til heimilisnota - Til umsagnar

Mannvirkjastofnun hefur í hyggju að gefa út nýjar reglur um klær og tengla til heimilis- og ámóta nota. Reglunum er fyrst og fremst ætlað að eyða óvissu varðandi gerð klóa og tengla sem miða skal við hér á landi, þ.e. mál sem þessi búnaður skal standast. Öryggiskröfur staðla sem vísað er til í þessum regludrögum eru ekki nýjar reglur heldur frekari leiðbeiningar/skýringar á almennum reglum 7. gr. reglugerðar um raforkuvirki nr. 678/2009. Þá eru þau mál sem tilgreind eru í regludrögunum í samræmi við þær gerðir klóa og tengla sem helst eru notaðir hér á landi.

Þeir sem óska að koma á framfæri athugasemdum eða ábendingum varðandi þessi drög að reglum, sem nálgast má hér fyrir neðan, eru beðnir að senda þær á netfangið mvs@mvs.is fyrir 29. október n.k.

Skoða drög að reglum um klær og tengla til heimilisnota