21.12 2012

Laus staða móttökuritara

Mannvirkjastofnun óskar eftir að ráða móttökuritara til starfa í hlutastarf hjá stofnuninni.

Helstu verkefni eru:
-       Móttaka viðskiptavina
-       Símavarsla
-       Skjalavarsla
-       Ritvinnsla  

Menntunarkröfur:

-   Ekki er gerð krafa um frekari menntun en almenna grunnmenntun, en æskilegt er að viðkomandi hafi lokið starfstengdum námskeiðum.

Ekki er verið að leita að háskólamenntuðum starfsmanni.

Almenn þekking og hæfniskröfur:

-       Reynsla af sambærilegu starfi
-       Góð almenn tölvukunnáttu og hæfni í ritvinnslu
-       Góð íslenskukunnátta
-       Góða samskiptahæfileika og ríka þjónustulund
-       Samviskusemi og nákvæmni
-       Sveigjanleiki vegna vinnutíma nauðsynlegur
-       Reynsla af GoPro málaskrárkerfi er æskileg
Um er að ræða 50% starf en 100% vegna afleysinga og æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf fljótlega.

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og SFR.

Umsóknarfrestur er til og með 14.01.2013. 

Nánari upplýsingar veitir Ólafur Jón Ingólfsson skrifstofustjóri  - olafur@mvs.is – s. 5916000