10.01 2013

Málþing um gróðurelda

Fimmtudaginn 17. janúar 2013 verður haldið málþing um gróðurelda. Málþingið fer fram í Hjálmakletti í Borgarbyggð.

Markmið málþingsins:

Á málþinginu verður lögð áhersla á að ræða og miðla upplýsingum leiðir til að auka viðbúnaðargetu slökkviliða með samstarfi sveitarfélaga og stofnana og skilgreina ábyrgð sveitarfélaga og annarra stjórnvalda.

Fjallað verður um reynsluna af baráttu við gróðurelda, lagt mat á möguleika slökkviliða til að ráða niðurlögum þeirra og rætt um hvaða úrbóta er þörf hvað varðar mönnun slökkviliða, búnað þeirra og fjárhagslega áhættu sveitarfélaga af völdum gróðurelda.

Einnig verður fjallað um aðgerðir til forvarna og áhrif gróðurelda á náttúruna.

Markhópur:

Sveitarstjórnir, slökkviliðsstjórar, opinberar stofnanir, skógarbændur, tryggingarfélög, landeigendur og náttúru- og umhverfisverndarsamtök.

Dagskrá málþings og skráning.