18.01 2013

Hættulegar vatnsvélar

Hættulegar vatnsvélar

Að gefnu tilefni vill Mannvirkjastofnun vekja athygli á innköllun Byko hf á vatnsvélum frá Champ Design Co., Ltd. vegna eldhættu sem af þeim getur stafað. Viðkomandi vatnsvélar voru seldar í Byko á árunum 2006-2010. 

Raffang: Vatnsvélar (sjá mynd)

Framleiðandi / Vörumerki: Champ Design Co., Ltd..

Hætta: Mikil eldhætta er af viðkomandi vatnsvélum og hefur rannsókn lögreglu leitt í ljós að a.m.k. sex sinnum á síðustu tveimur árum hefur kviknað í slíkum vélum, m.a. í leikskóla og þremur grunnskólum.

Þekktir söluaðilar á Íslandi: BYKO.

Mannvirkjastofnun beinir því til allra eigenda og umráðamanna vatnsvéla eins hér um ræðir að hætta notkun þeirra þegar í stað og taka úr sambandi við rafmagn. Frekari upplýsingar veitir Byko hf.

Sjá nánar innköllun Byko hf: https://www.byko.is/um/byko/frettir/nr/261