08.02 2013

Ráðstefna slökkviliðsstjóra 2013

Dagana 14-15. mars 2013 verður ráðstefna slökkviliðsstjóra haldin á Hótel Höfn, Hornafirði.
Dagskrá ráðstefnunnar var unnin í samráði við Félag slökkviliðsstjóra á Íslandi. Á ráðstefnunni verður rætt um samræmingu brunavarna, starfsleyfi þjónustuaðila brunavarna og margt annað. Þessi málefni verða einnig rædd í hópvinnu.
Hægt er að skoða dagskrá ráðstefnunnar hér: Skoða dagskrá ráðstefnu slökkviliðsstjóra 2013

Ráðstefnugjald er 5.000 kr. fyrir manninn og er léttur hádegisverður innifalinn í verði. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til Mannvirkjastofnunar í síma 591 6000 eða sendið tölvupóst á tölvupóstfangið petur (hjá) mvs.is í síðasta lagi fimmtudaginn 7. mars 2013.

Gestir eiga þess kost að gista á Hótel Höfn og er verð á eins manns herbergi 11.232,- kr hver nótt en tveggja manna herbergi kostar 15.040,- kr, morgunverður er innifalinn í verðinu.
Hægt er að panta herbergi í síma 478 1240 (hotelhofn(hjá)hotelhofn.is)
Slökkviliðsstjórar eru eindregið hvattir til að mæta á Ráðstefnu slökkviliðsstjóra 2013!