12.02 2013

Miðlæg rafmagnsöryggisgátt – nýjungar í rafrænni stjórnsýslu hjá Mannvirkjastofnun

Mannvirkjastofnun hefur tekið í notkun nýtt upplýsingakerfi sem nefnist Miðlæg rafmagnsöryggisgátt. Með vaxandi netnotkun almennings á síðustu árum hafa kröfur á hið opinbera um rafrænar þjónustuleiðir aukist. Mannvirkjastofnun, sem ber ábyrgð á eftirliti með rafmagnsöryggi hér á landi gerir kröfur til löggiltra rafverktaka og rafveitna um skil á tilteknum upplýsingum sem lið í opinberu eftirliti með rafmagnsöryggi, vill leggja sitt af mörkum til að mæta slíkum kröfum. Stofnunin hefur unnið að markvissri uppbyggingu á rafrænum þjónustuleiðum og fyrsta afurð þeirra vinnu kemur hér fram á sjónarsviðið.  Miðlæg rafmagnsöryggisgátt er heildstætt upplýsingakerfi sem inniheldur nokkrar sjálfstæðar kerfiseiningar sem tengja löggilta rafverktaka, dreifiveitur (rafveitur) og faggiltar skoðunarstofur saman við upplýsingakerfi Mannvirkjastofnunar. Rafmagnsöryggisgáttinni er ætlað að auðvelda rafræn skil á upplýsingum og á sama tíma auðvelda öll samskipti rafverktaka við Mannvirkjastofnun, dreifiveitur og skoðunarstofur.

 

Nýjung

Stutt lýsing

Markmið

Rafræn umsókn um löggildingu

Hægt er að sækja um löggildingu rafrænt og fá löggildingarskírteini afhent á vef.

Bætt þjónusta við umsækjendur

Rafrænar þjónustubeiðnir

Hægt að senda rafrænar þjónustubeiðnir til allra dreifiveitna.

Samræmd skil á upplýsingum og aukin þjónusta.

Rafverktakaskipti

Hægt að senda inn beiðnir um rafverktakaskipti og samþykkja slíkar beiðnir.

Réttari skráning á verkábyrgðum

Skoðunarskýrslur

Skýrslur frá skoðunarstofum, vegna skoðana á neysluveitum og öryggisstjórnunarkerfum að-gengilegar og hægt að skrá viðbrögð við athugasemdum í þeim.

Aukin þjónusta

Yfirlit

Hægt að fá yfirlit yfir verk, lokið sem í vinnslu, þjónustubeiðnir, lokatilkynningar, skoðunar-skýrslur, fyrirspurnir, fresti, bréf o.fl.

Aukin þjónusta

Fyrirspurnir

Hægt er að skoða fyrirspurnir Mannvirkjastofnunar til rafverktaka og svara þeim í kerfinu.  Einnig er hægt að senda fyrirspurnir til stofnunarinnar og fá svör við þeim.

Aukin þjónusta

Uppfletting í Landsskrá fasteigna

Allar uppflettingar um neysluveitur eru í gegnum fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands.

Örugg auðkenning á neysluveitum