14.03 2013

Ráðstefna slökkviliðsstjóra og Mannvirkjastofnunar

Í dag, 14. mars, og á morgun stendur yfir ráðstefna slökkviliðsstjóra og Mannvirkjastofnunar 2013.

Á þessari ráðstefnu koma saman slökkviliðsstjórar og ræða saman um málefni líðandi stundar og það sem er á döfinni.

Hér fyrir neðan má meðal annars sjá mynd af undirritun brunavarnaáætlun Hornafjarðar og undirritun samstarfssamnings milli slökkviliðs Hornafjarðar og brunavarna á Austurlandi.

Fyrir þá sem vilja fræðast meira um dagskrá ráðstefnunnar þá er hægt að skoða dagskrána í slóðinni hér að neðan.

Skoða dagskrá ráðstefnu slökkviliðsstjóra og Mannvirkjastofnunar 2013