21.03 2013

Ársskýrsla um markaðseftirlit raffanga fyrir árið 2012

Mannvirkjastofnun hefur yfirumsjón með markaðsgæslu raffanga á Íslandi auk þess að annast markaðseftirlit með rafföngum sem við notkun er ætlað að vera varanlega tengd mannvirkjum, þ.e. skrúfuð eða boltuð föst eða tengd fastri raflögn í mannvirkjum, sem og rafföngum til iðnaðar- og atvinnunota. Stofnunin fylgist með rafföngum á markaði og tekur við ábendingum frá notendum og öðrum aðilum.
Faggilt skoðunarstofa, Aðalskoðun hf, annast í umboði Mannvirkjastofnunar framkvæmd skoðana á rafföngum á markaði í samræmi við gildandi samning hverju sinni, verklagsreglur og skoðunarhandbók Mannvirkjastofnunar.
Komin er út ársskýrsla Aðalskoðunar um markaðseftirlit raffanga fyrir árið 2012. Þar kemur m.a. fram að farið var í 244 heimsóknir til söluaðila raffanga á síðasta ári og 19.271 raffang „skimað" í þessum heimsóknum - skýrsluna má nálgast á slóðinni hér að neðan:

Skoða ársskýrslu um markaðseftirlit raffanga