03.04 2013

BSI á Íslandi ehf mun annast framkvæmd markaðseftirlits raffanga næstu þrjú árin.

Árni H. Kristinsson framkvæmdastjóri BSI á Íslandi ehf. og Björn Karlsson forstjóri Mannvirkjastofnunar.

Þann 3. apríl 2013 var, að undangengnu útboði á vegum Ríkiskaupa, undirritaður samningur milli Mannvirkjastofnunar og BSI á Íslandi ehf um framkvæmd markaðseftirlits með rafföngum. Samningurinn er til þriggja ára og felur í sér að BSI á Íslandi, sem er faggilt skoðunarstofa, tekur að sér skoðun raffanga á markaði hér á landi undir stjórn Mannvirkjastofnunar, samkvæmt skilgreindum verklags- og skoðunarreglum. 
Á meðfylgjandi mynd undirrita Árni H. Kristinsson framkvæmdastjóri BSI á Íslandi ehf. og Björn Karlsson forstjóri Mannvirkjastofnunar samninginn.