29.08 2013

Brunavarnaáætlun Brunavarna Suðurnesja undirrituð

Þann 28. ágúst var brunavarnaáætlun Brunavarna Suðurnesja undirrituð. Hún gildir fyrir Reykjanesbæ, Sveitarfélagið Garð, Sandgerðisbæ og Sveitarfélagið Voga og gildir fyrir tímabilið 2013 - 2017. Á meðfylgjandi mynd má sjá Björn Karlsson, forstjóra Mannvirkjastofnunar, og Jón Guðlaugsson, slökkviliðsstjóra Brunavarna Suðurnesja, við undirritun áætlunarinnar. Hægt er að nálgast brunavarnaáætlanir á meðfylgjandi slóð, Skoða brunavarnaáætlanir.