10.12 2013

Ný reglugerð um reykköfun nr. 1088/2013

Ný reglugerð um reykköfun hefur verið birt á vef Stjórnartíðinda og fellur þar með eldri reglugerð úr gildi. Helstu breytingarnar sem gerðar hafa verið eru:  

Slökkvilið skal fyrir 1. mars ár hvert veita Mannvirkjastofnun yfirlit yfir skráð slys og óhöpp.

Stjórnandi reykkafara hefur umsjón með þeim reykköfurum sem tilheyra hans teymi við tiltekna reykköfun og leiðir framkvæmd reykköfunarinnar undir yfirumsjón stjórnanda á vettvangi.

Stjórnandi reykkafara skal hafa a.m.k. fimm ára reynslu sem reykkafari eða eiga að baki a.m.k. 125 klst. í reykköfun eða reykköfunaræfingum.

Reykkafari skal halda skrá, reykköfunarbók, yfir hverja reykköfun, þ.m.t. æfingar. Reyk­köf­unarbók er eign slökkviliðs og skal varðveitt varanlega.

Hér er hlekkur á nýja reglugerð á heimasíðu Stjórnartíðinda: Reglugerð um reykköfun og reykköfunarbúnað nr. 1088/2013