22.01 2014

Mikilvæg öryggisviðvörun, Philips Café Gourmet kaffivél

Philips hefur fundið öryggisgalla sem gæti haft áhrif á Philips Café Gourmet kaffivélar sem framleiddar voru frá mars 2012 til júní 2013. Philips leggur ríka áherslu á heilsu viðskiptavina og mun því innkalla þessar kaffivélar í varúðarskyni. 
Í mjög sjaldgæfum tilvikum þar sem galli er í einangrun getur komið rafstuð frá stál handfangi. Þetta á ekki við um neina aðra Philips kaffivél. 

Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast á vefslóðinni:

http://www.philips.com/e/coffee-recall/is/index.html

Einnig er hægt að hafa samband við verslunina Heimilistæki í síma 569 1500 til þess að fá frekari upplýsingar.