10.02 2014

Skýrsla Mannvirkjastofnunar um slys af völdum rafmagns síðastliðin 10 ár

Komin er út skýrsla Mannvirkjastofnunar um slys af völdum rafmagns síðastliðin 10 ár.

Í skýrslunni kemur fram að á árunum 2003–2012 voru skráð 50 rafmagnsslys hjá Mannvirkjastofnun. Stofnunin telur að það sé aðeins lítill hluti allra rafmagnsslysa, en gerir ráð fyrir að skráningin nái til flestra alvarlegra slysa sem verða. Ekkert dauðsfall varð af völdum rafmagns á þessu tímabili.

Tölfræðilegar niðurstöður byggjast á greiningu slysa á 10 ára tímabili, alls 50 slys, eins og áður hefur komið fram. Af þeim sem slösuðust voru 13 (26%) rafveitumenn, 7 (14%) aðrir rafiðnaðarmenn en 17 (34%) leikmenn. Ekki liggja fyrir upplýsingar um 13 (26%) þeirra aðila sem slösuðust.

Skýrsluna má nálgast á heimasíðu Mannvirkjastofnunar