12.02 2014

Mann- og eignatjón í eldsvoðum 2013

Mannvirkjastofnun hefur tekið saman bráðabirgðatölur yfir mann- og eignatjón í eldsvoðum á árinu 2013 og voru þær kynntar á fundi í Brunatæknifélagi Íslands 29. janúar 2013. Í ljós kemur að eignatjón á mannvirkjum sem tryggingarfélögin bættu árið 2013 varð 1239 millj. kr. sem eru minnstu tjón sem orðið hafa frá árinu 1993 og eru 774 millj. undir meðaltali áranna 1981-2013. Dýrasti bruni ársins varð í skipasmíðastöð á Akranesi í júlí. Einnig urðu dýrir brunar í iðnaðarhúsum á Suðurlandi og á Akranesi.

Einn fórst í bruna á árinu sem einnig er undir meðaltali sl. ára sem er 1.87 á ári eða 0.68 á hverja 100 þús íbúa.

Glærur af kynningunni má sjá í slóðinni hér að neðan.

Skoða glærur um brunatjón árið 2013

Nánar verður fjallað um brunatjón liðins árs í ársskýrslu Mannvirkjastofnunar.