26.02 2014

Ráðstefna slökkviliðsstjóra 2014

Dagana 13.-14. mars 2014 verður ráðstefna slökkviliðsstjóra haldin á Grand Hótel, Reykjavík. 

Á ráðstefnunni verður rætt um eldvarnaeftirlit og kröfur sem gerðar eru til þess af borgurum og slökkviliðsmönnum, efnalög, Brunamálaskólann og öryggi slökkviliðsmanna sem verður einnig rætt í hópvinnu.

Hægt er að skoða dagskrá ráðstefnunnar hér: Skoða dagskrá ráðstefnu slökkviliðsstjóra 2014 

Ráðstefnugjald er 5.000 kr. fyrir manninn og er léttur hádegisverður innifalinn í verði. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til Mannvirkjastofnunar í síma 591 6000 eða sendið tölvupóst á tölvupóstfangið petur (hjá) mvs.is í síðasta lagi fimmtudaginn 6. mars 2014.

Gestir eiga þess kost að gista á Grand Hótel, Reykjavík. 

Slökkviliðsstjórar eru eindregið hvattir til að mæta á Ráðstefnu slökkviliðsstjóra 2014!