07.04 2014

Mannvirkjastofnun auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Fræðslusjóði brunamála

Mannvirkjastofnun auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Fræðslusjóði brunamála

Markmið sjóðsins er að stuðla að aukinni þekkingu þeirra sem starfa að brunamálum á sviði brunavarna og slökkviliðsstarfa. Sjóðurinn greiðir styrki til rannsóknar- og þróunarverkefna, námskeiðsgjöld, ferða- og dvalarkostnað, laun á námstíma og styrki vegna námskeiða og endurmenntunar. Mannvirkjastofnun annast úthlutun styrkja í samræmi við verklagsreglur um sjóðinn. Sjóðurinn hefur til umráða 3,5 millj. kr. og mun 60% til 90% verða ráðstafað til slökkviliða og til einstakra slökkviliðsmanna. Aðrir aðilar sem vinna að brunamálum eiga kost á 10% til 40% af ráðstöfunarfé sjóðsins. Verklagsregla Mannvirkjastofnunar um afgreiðslu umsókna og úthlutun styrkja má einnig finna í viðhengi hér að neðan.

Umsóknir merktar "Fræðslusjóður brunamála 2014" skal senda til Mannvirkjastofnunar, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík, fyrir 17. apríl á eyðublaðinu hér að neðan. Athygli er vakin á því að styrkveiting fellur úr gildi ef styrkur er ekki nýttur innan tveggja ára frá veitingu.

Nánari upplýsingar veitir Pétur Valdimarsson (petur (hjá) mvs.is)

Ná í umsóknareyðublað fyrir Fræðslusjóð 2014 (pdf)

Skoða verklagsreglu Mannvirkjastofnunar um afgreiðslu umsókna og úthlutun styrkja (pdf)