07.05 2014

Byggingarreglugerð með uppfærðum breytingum

Byggingarreglugerð með uppfærðum breytingum

Byggingarreglugerð, nr. 112/2012, útgáfa 3. er komin á vef Mannvirkjastofnunar. Hægt er að nálgast reglugerðina hér á pdf formi. Einnig er hægt að kaupa útprentað eintak hjá Mannvirkjastofnun.

Breyting á byggingarreglugerð, nr.112/2012, var undirrituð af umhverfisráðherra þann 19. mars síðast liðinn og hefur verið auglýst í Stjórnartíðindum. Þetta er þriðja breytingin sem gerð er á reglugerðinni. Í breytingunni felst m.a. að felldar eru niður kröfur um stærðir einstakra rýma í íbúðum, s.s. eldhúsa, íbúðarherbergja, baðherbergja og þvottaherbergja, en í stað þess sett inn markmiðsákvæði, sem veita ákveðið svigrúm við útfærslu hönnunar. Einnig er dregið úr ýmsum kröfum, t.d. varðandi lágmarksstærð snúningssvæða fyrir hjólastóla, lágmarksbreidd gönguleiða að byggingum, lágmarksbreidd og -hæð dyra og um lágmarksfjölda bílastæða fyrir hreyfihamlaða við íbúðarhúsnæði.

Þær breytingar sem áttu sér stað er að finna í Stjórnartíðindum á eftirfarandi hlekk: Byggingarreglugerð, 3. breyting nr. 280/2014 í mars 2014.