08.05 2014

Gerum sumarið öruggt

Gerum sumarið öruggt

Það er ekki hættulaust að grilla og árlega verða eldsvoðar og brunasár afleiðing grillnotkunar. En það er hægt að koma í veg fyrir slíkt með því að fara gætilega. Hér fylgja nokkur góð ráð við notkun grillsins.

Á sumrin fara menn gjarnan að huga að viðar- og fúavörn grindverka, sólpalla og viðarveggja. Því er ástæða til að minna á að sjálfsíkviknun getur orðið í tuskum sem notaðar hafa verið til að bera olíu á yfirborð úr tré. Sjálfsíkviknunin getur ekki gerst í dósinni og gerist ekki heldur þegar olían er borin á yfirborðið. Hún getur hinsvegar gerst þegar olíublautum tuskum er safnað saman í einn haug. Nánari upplýsingar er að finna hér á vef Mannvirkjastofnunar

Í timburbæklingnum eru einnig upplýsingar um meðferð á timbri og það sem þarf að varast þegar viðar- og fúavörn er borin á timbur. Hér er hlekkur á timburbækling Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Mannvirkjastofnunar.