09.05 2014

Grænt bókhald hjá Mannvirkjastofnun

Grænt bókhald hjá Mannvirkjastofnun

 

Mannvirkjastofnun skilaði grænu bókhaldi fyrir árin 2012 og 2013 til fjármálaráðuneytisins í mars 2014 eftir einungis tveggja vikna vinnu við að safna þeim gögnum sem þurfa að koma fram í grænu bókhaldi. Á vef um vistvæn innkaup er frétt um málið og stutt viðtal við skrifstofustjóra Mannvirkjastofnunar, Ólaf Jón Ingólfsson. Þar svarar hann spurningunni um hvort hægt sé að gera grænt bókhald á tveimur vikum: "Já, það er lítið mál." Mannvirkjastofnun studdist við kynningarmyndbönd og nýja útgáfu af grænu bókhaldi. "Þetta var auðveldara en ég hélt. Það þarf að óska eftir upplýsingum frá birgjum og skoða tölur í bókhaldi. Svo er bara að fylla inn í skjalið. Það verður gaman að skoða tölur á næsta ári þegar við getum farið að bera saman árangur á milli ára," segir Ólafur að lokum.

Nánari upplýsingar um grænt bókhald er að finna hér.