28.05 2014

Starfsmenn Mannvirkjastofnunar taka þátt í Hjólað í vinnuna

Starfsmenn Mannvirkjastofnunar taka þátt í Hjólað í vinnuna

Í ár tóku 11 starfsmenn Mannvirkjastofnunar af 24 þátt í átakinu Hjólað í vinnuna. Starfsmenn hjóluðu frá Mosfellsbæ, Hafnarfirði, Kópavogi og Úlfarsfelli en líka styttri vegalengdir. Nokkrir starfsmenn gengu í vinnuna eða notuðu almenningssamgöngur. 

Starfsmenn hafa hjólað eða gengið rúmlega 1.400 km á þessum 15 dögum sem átakið stóð yfir. Dagafjöldinn sem hefur verið skráður er 108 dagar. Þáttaka starfsmanna Mannvirkjastofnunar í Hjólað í vinnuna verður vafalaust árlegur viðburður næstu árin.